Segir ríkisstjórnina hafa farið frjálslega með lög um opinber fjármál Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. maí 2019 10:02 Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum. „Núverandi ríkisstjórn hefur vissulega farið nokkuð frjálslega með lög um opinber fjármál til þessa en nú virðist vera komin upp sú nýbreytni að hér verði lögð fram fjármálastefna árlega,“ segir Þorsteinn Víglundsson á þingfundi í dag undir liðnum störf þingsins. Hann sagði ríkisstjórnina hafa skellt skollaeyrunum við aðvaranir fjölmargra sérfræðinga þegar hún lagði fram fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar við upphaf kjörtímabilsins. Fjármálastefnan hafi byggt á of bjartsýnum efnahagsforsendum og myndi ekki standast. „Ríkisstjórnin kaus að skella skollaeyrum við þeim aðvörunarorðum og hefur unnið eftir þeirri fjármálastefnu undanfarna fjórtán mánuði eða svo en sá nú knúna til að leggja fram nýja fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir hallarekstri á ríkissjóði næstu fjögur árin.“ Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í fyrradag. Í henni kemur fram að með breyttum horfum megi gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og gæti afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna næstu tvö árin.Sjá nánar: Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri Þorsteinn segir að í ljósi þess að ríkisstjórnin hafi ákveðið að virða að vettugi aðvaranir sérfræðingar þegar hún lagði fram fjármálastefnu sína sé athyglisvert að gaumgæfa forsendur endurskoðaðrar fjármálastefnu því þar sé hið sama uppi á teningnum. „Hún gefur ekkert svigrúm til þess að forsendur í hagkerfinu kunni að vera heldur veikari en gert er ráð fyrir í núverandi hagspá hagstofunnar og það er athyglisvert sérstaklega með tilliti til þess að það er gert ráð fyrir umtalsverðum skelli í hagkerfinu á þessu ári en svo munum við halda áfram eins og ekkert hafi í skorist á því næsta og það er rétt að hafa í huga að ferðaþjónustan eða forsvarsmenn hennar hafa meðal annars bent á það að það sé ekkert í þeirra kortum sem bendir til þess að sú verði raunin.“ Það sé augljóst að ríkisstjórnin þurfi að gera ráð fyrir því að framundan kunni að vera brattari brekka en núverandi hagspá gerir ráð fyrir. „En það er kosið að skella skollaeyrum við því að nýju og halda áfram að þenja út ríkisútgjöld með fordæmalausum hætti. Það verður því spennandi að takast á við umræðu um enn nýja fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar að ári,“ segir Þorsteinn en hann var einn af þeim sem gekk hvað harðast fram í gagnrýni sinni á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar þegar hún var lögð fram við upphaf kjörtímabils. Hann hefur ítrekað haldið því fram að hún myndi ekki standast. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Fjármálaráð varar við mestu óvissuaðstæðum sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni Ekkert borð er fyrir báru í fjármálum hins opinbera og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðs við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. 26. apríl 2019 18:30 Lök afkoma ríkissjóðs slæm tíðindi Segir endurskoðaða fjármálastefnu stjórnvalda kvikk fix. 30. maí 2019 19:47 Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
„Núverandi ríkisstjórn hefur vissulega farið nokkuð frjálslega með lög um opinber fjármál til þessa en nú virðist vera komin upp sú nýbreytni að hér verði lögð fram fjármálastefna árlega,“ segir Þorsteinn Víglundsson á þingfundi í dag undir liðnum störf þingsins. Hann sagði ríkisstjórnina hafa skellt skollaeyrunum við aðvaranir fjölmargra sérfræðinga þegar hún lagði fram fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar við upphaf kjörtímabilsins. Fjármálastefnan hafi byggt á of bjartsýnum efnahagsforsendum og myndi ekki standast. „Ríkisstjórnin kaus að skella skollaeyrum við þeim aðvörunarorðum og hefur unnið eftir þeirri fjármálastefnu undanfarna fjórtán mánuði eða svo en sá nú knúna til að leggja fram nýja fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir hallarekstri á ríkissjóði næstu fjögur árin.“ Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í fyrradag. Í henni kemur fram að með breyttum horfum megi gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og gæti afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna næstu tvö árin.Sjá nánar: Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri Þorsteinn segir að í ljósi þess að ríkisstjórnin hafi ákveðið að virða að vettugi aðvaranir sérfræðingar þegar hún lagði fram fjármálastefnu sína sé athyglisvert að gaumgæfa forsendur endurskoðaðrar fjármálastefnu því þar sé hið sama uppi á teningnum. „Hún gefur ekkert svigrúm til þess að forsendur í hagkerfinu kunni að vera heldur veikari en gert er ráð fyrir í núverandi hagspá hagstofunnar og það er athyglisvert sérstaklega með tilliti til þess að það er gert ráð fyrir umtalsverðum skelli í hagkerfinu á þessu ári en svo munum við halda áfram eins og ekkert hafi í skorist á því næsta og það er rétt að hafa í huga að ferðaþjónustan eða forsvarsmenn hennar hafa meðal annars bent á það að það sé ekkert í þeirra kortum sem bendir til þess að sú verði raunin.“ Það sé augljóst að ríkisstjórnin þurfi að gera ráð fyrir því að framundan kunni að vera brattari brekka en núverandi hagspá gerir ráð fyrir. „En það er kosið að skella skollaeyrum við því að nýju og halda áfram að þenja út ríkisútgjöld með fordæmalausum hætti. Það verður því spennandi að takast á við umræðu um enn nýja fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar að ári,“ segir Þorsteinn en hann var einn af þeim sem gekk hvað harðast fram í gagnrýni sinni á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar þegar hún var lögð fram við upphaf kjörtímabils. Hann hefur ítrekað haldið því fram að hún myndi ekki standast.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Fjármálaráð varar við mestu óvissuaðstæðum sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni Ekkert borð er fyrir báru í fjármálum hins opinbera og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðs við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. 26. apríl 2019 18:30 Lök afkoma ríkissjóðs slæm tíðindi Segir endurskoðaða fjármálastefnu stjórnvalda kvikk fix. 30. maí 2019 19:47 Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40
Fjármálaráð varar við mestu óvissuaðstæðum sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni Ekkert borð er fyrir báru í fjármálum hins opinbera og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðs við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. 26. apríl 2019 18:30
Lök afkoma ríkissjóðs slæm tíðindi Segir endurskoðaða fjármálastefnu stjórnvalda kvikk fix. 30. maí 2019 19:47
Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05