Tæknirisinn Huawei fær að koma inn úr kuldanum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2019 07:00 Borið fram wa-wei, eða svona nokkurn veginn. Nordicphotos/AFP Þrjú stór samtök í tæknigeiranum sem skáru á tengsl við kínverska tæknifyrirtækið Huawei fyrr í mánuðinum hafa skipt um skoðun og ákveðið að bjóða fyrirtækinu aftur að vera með. Fyrstu samtökin sjá um staðla fyrir þráðlausa nettengingu (Wi-Fi), önnur samtökin um staðla fyrir SD-minniskort og þau þriðju um Bluetooth-staðla. Eftir að ríkisstjórn Bandaríkjaforseta setti Huawei á svarta listann og bannaði öll viðskipti með bandaríska tækni við Kínverjana skáru samtökin á tengslin, líkt og til dæmis Google, Qualcomm, Intel og ARM. Öfugt við Google, Qualcomm, Intel og ARM, sem Huawei getur ekki lengur skipt við og missir þannig af nauðsynlegri tækni fyrir þær vörur sem fyrirtækið vill framleiða, kom fyrri ákvörðun samtakanna tveggja ekki í veg fyrir að Huawei byði upp á þráðlausa internettengingu eða SD-kort. Huawei er hins vegar enn í afar erfiðri stöðu enda erfitt að framleiða snjalltæki án vinsæls stýrikerfis og nauðsynlegra íhluta. Fyrirtækið er að leita að leiðum til að fá banninu hnekkt. Samkvæmt Song Liuping, lögmanni Huawei, hefur bannið áhrif á meira en 1.200 birgja og gæti haft áhrif á um þrjá milljarða viðskiptavina. „Í dag erum við að tala um fjarskiptafyrirtæki og Huawei en á morgun gæti það verið þitt fyrirtæki, þinn iðnaður, þínir viðskiptavinir,“ sagði Song við blaðamenn í Shenzen á miðvikudaginn. Birtist í Fréttablaðinu Huawei Kína Tækni Tengdar fréttir Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15 Svört staða Huawei en ekki ómöguleg Kínverski tæknirisinn getur ekki lengur stundað viðskipti við afar mikilvæga samstarfsaðila vegna banns Bandaríkjaforseta. Missir Android-stýrikerfið og mikilvæga örflöguhönnun. Forstjóri Huawei í Svíþjóð kveðst vongóður um að deilan verði leyst. 25. maí 2019 07:45 Google takmarkar aðgang Huawei að Android Tæknirisinn Google hefur ákveðið að verða við skipun Bandaríkjaforseta um að stunda ekki viðskipti við Huaweinema með sérstöku leyfi frá Bandaríkjastjórn. 20. maí 2019 06:46 Snjallsímar í frjálsu falli Þannig hafa Sundar Pichai, forstjóri Google, og greiningarfyrirtækið Canalys lýst stöðu snjallsímamarkaðarins nýverið. 18. maí 2019 07:15 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þrjú stór samtök í tæknigeiranum sem skáru á tengsl við kínverska tæknifyrirtækið Huawei fyrr í mánuðinum hafa skipt um skoðun og ákveðið að bjóða fyrirtækinu aftur að vera með. Fyrstu samtökin sjá um staðla fyrir þráðlausa nettengingu (Wi-Fi), önnur samtökin um staðla fyrir SD-minniskort og þau þriðju um Bluetooth-staðla. Eftir að ríkisstjórn Bandaríkjaforseta setti Huawei á svarta listann og bannaði öll viðskipti með bandaríska tækni við Kínverjana skáru samtökin á tengslin, líkt og til dæmis Google, Qualcomm, Intel og ARM. Öfugt við Google, Qualcomm, Intel og ARM, sem Huawei getur ekki lengur skipt við og missir þannig af nauðsynlegri tækni fyrir þær vörur sem fyrirtækið vill framleiða, kom fyrri ákvörðun samtakanna tveggja ekki í veg fyrir að Huawei byði upp á þráðlausa internettengingu eða SD-kort. Huawei er hins vegar enn í afar erfiðri stöðu enda erfitt að framleiða snjalltæki án vinsæls stýrikerfis og nauðsynlegra íhluta. Fyrirtækið er að leita að leiðum til að fá banninu hnekkt. Samkvæmt Song Liuping, lögmanni Huawei, hefur bannið áhrif á meira en 1.200 birgja og gæti haft áhrif á um þrjá milljarða viðskiptavina. „Í dag erum við að tala um fjarskiptafyrirtæki og Huawei en á morgun gæti það verið þitt fyrirtæki, þinn iðnaður, þínir viðskiptavinir,“ sagði Song við blaðamenn í Shenzen á miðvikudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Huawei Kína Tækni Tengdar fréttir Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15 Svört staða Huawei en ekki ómöguleg Kínverski tæknirisinn getur ekki lengur stundað viðskipti við afar mikilvæga samstarfsaðila vegna banns Bandaríkjaforseta. Missir Android-stýrikerfið og mikilvæga örflöguhönnun. Forstjóri Huawei í Svíþjóð kveðst vongóður um að deilan verði leyst. 25. maí 2019 07:45 Google takmarkar aðgang Huawei að Android Tæknirisinn Google hefur ákveðið að verða við skipun Bandaríkjaforseta um að stunda ekki viðskipti við Huaweinema með sérstöku leyfi frá Bandaríkjastjórn. 20. maí 2019 06:46 Snjallsímar í frjálsu falli Þannig hafa Sundar Pichai, forstjóri Google, og greiningarfyrirtækið Canalys lýst stöðu snjallsímamarkaðarins nýverið. 18. maí 2019 07:15 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15
Svört staða Huawei en ekki ómöguleg Kínverski tæknirisinn getur ekki lengur stundað viðskipti við afar mikilvæga samstarfsaðila vegna banns Bandaríkjaforseta. Missir Android-stýrikerfið og mikilvæga örflöguhönnun. Forstjóri Huawei í Svíþjóð kveðst vongóður um að deilan verði leyst. 25. maí 2019 07:45
Google takmarkar aðgang Huawei að Android Tæknirisinn Google hefur ákveðið að verða við skipun Bandaríkjaforseta um að stunda ekki viðskipti við Huaweinema með sérstöku leyfi frá Bandaríkjastjórn. 20. maí 2019 06:46
Snjallsímar í frjálsu falli Þannig hafa Sundar Pichai, forstjóri Google, og greiningarfyrirtækið Canalys lýst stöðu snjallsímamarkaðarins nýverið. 18. maí 2019 07:15