Leita leiða til að fjármagna bætt aðgengi að Ísafjarðarbíói fyrir hreyfihamlaða Andri Eysteinsson skrifar 30. maí 2019 21:00 Fjórmenningarnir fyrir framan inngang Ísafjarðarbíós. Facebook Umræða um aðgengi hreyfihamlaðra að Alþýðuhúsi Ísfirðinga hefur verið brennidepli í dag eftir að fjórir ungir Vestfirðingar vöktu athygli á málinu. Ísafjarðarbíó er rekið í Alþýðuhúsinu sem er í eigu Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Aðgengi að húsinu, fyrir þá sem notast við hjólastóla, er fremur bágborið en formaður verkalýðsfélagsins segir félagið leita eftir fjármagni til að bæta úr því. Félagarnir Snævar Sölvi Sölvason, Óskar Örn Hálfdánarson, Atli Örn Snorrason og Þór Sveinsson ákváðu að gera sér glaðan dag í gær og skella sér í Ísafjarðarbíó þar sem auglýst hafði verið sýning á myndinni Rocketman sem segir frá ævi og ferli breska tónlistarmannsins Sir Elton John. Atli þarf að notast við hjólastól sökum veikinda og þurftu því félagar hans að bera hann upp tíu brött þrep sem reyndist hægara sagt en gert. „Þegar við mættum fyrir framan tröppurnar sáum við að það myndi aldrei ganga að reyna að draga Atla upp í stólnum, heldur þyrftum við hreinlega að halda á honum upp tröppurnar í stólnum. Við vorum þrír með honum og þrátt fyrir að vera allir hraustir á besta aldri varð okkur ljóst að við þyrftum fleiri hendur,“ segir Snævar Sölvi í samtali við Vísi.„Hefði getað farið illa fyrir okkar manni“ Rekstur Ísafjarðarbíós er í höndum Steinþórs Friðrikssonar og Gróu Maríu Böðvarsdóttir sem hafa til fjölda ára tryggt að Ísfirðingar og nærsveitungar fá að sjá nýjustu myndirnar hverju sinni í bíói. Snævar þakkar fyrir að Steinþór, eða Dúi eins og hann er alltaf kallaður, hafi verið í miðasölunni þegar þeir stóðu frammi fyrir því verkefni að bera Atla vin sinn upp tröppurnar. „Dúi er stór og hraustur maður en hann stökk að sjálfsögðu út og kom okkur til hjálpar. Við vorum því fjórir að bera vin okkar upp brattann, og eftir að upp tröppurnar var komið tóku við tveir háir þröskuldar. Svo þegar myndin var búin þurftum við að endurtaka leikinn og voru það eiginlega meiri átök að halda á honum niður tröppurnar, litlu mátti muna í síðustu þrepunum að við misstum jafnvægið og dyttum, sem hefði getað farið illa fyrir okkar mann. Veik manneskja er enginn sementspoki sem hægt er að henda aftur upp á bretti,“ segir Snævar. Það kemur Snævari spánskt fyrir sjónir að bygging sem er kölluð Alþýðuhús sé ekki aðgengileg fyrir alla. „En sem betur fer er gott fólk eins og Gróa og Dúi að sjá um rekstur kvikmyndasýninganna, þau vildu allt fyrir okkur gera og eru sammála okkur um að hjólastólaaðgengi verði að koma á fót,“ segir Snævar.Málið tekið fyrir í stjórn Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, segir í samtali við Vísi að formaður Sjálfsbjargar á Ísafirði hafi leitað til félagsins fljótlega eftir áramót til að vekja athygli á slæmu aðgengi að Alþýðuhúsinu. „Þá tókum við málið fyrir í stjórn og nú er það í skoðun hvernig við fjármögnum þetta. Þetta er dýr og mikil framkvæmd,“ segir Finnbogi. Hann segir félagið leita leiða til fjármögnunar og hvort það sé hægt að fá einhverja í lið með Verkalýðsfélagi Vestfirðinga til að fara í þessar úrbætur. Alþýðuhús Ísfirðinga var reist árin 1934 til 1934 en húsið hefur síðan þá þjónað sem kvikmyndahús kaupstaðarins og var um áratugi helsta samkomuhús Ísfirðinga þar sem fóru fram leiksýningar, tónleikar, skemmtanir, samkomur félaga og pólitískir fundir. Snævar Sölvi segist fagna áformum Verkalýðsfélagsins um að leita fjármögnun fyrir bættu aðgengi að húsinu fyrir hreyfihamlaða. Spurður hvernig myndin hafi svo verið svarar Snævar að hún hafi verið hin ágætasta skemmtun. „Hún var fín, ég var með best of diskinn hans Eltons í bílnum hennar mömmu þegar ég fékk bílpróf svo það var gaman fyrir okkur vinina að hverfa aftur til menntaskólaárana. En við bíðum allir eftir nýju Tarantino myndinni í sumar og þá mætum við aftur. Spurning hvort aðgengi verður orðið betra.“ Ísafjarðarbær Jafnréttismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Umræða um aðgengi hreyfihamlaðra að Alþýðuhúsi Ísfirðinga hefur verið brennidepli í dag eftir að fjórir ungir Vestfirðingar vöktu athygli á málinu. Ísafjarðarbíó er rekið í Alþýðuhúsinu sem er í eigu Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Aðgengi að húsinu, fyrir þá sem notast við hjólastóla, er fremur bágborið en formaður verkalýðsfélagsins segir félagið leita eftir fjármagni til að bæta úr því. Félagarnir Snævar Sölvi Sölvason, Óskar Örn Hálfdánarson, Atli Örn Snorrason og Þór Sveinsson ákváðu að gera sér glaðan dag í gær og skella sér í Ísafjarðarbíó þar sem auglýst hafði verið sýning á myndinni Rocketman sem segir frá ævi og ferli breska tónlistarmannsins Sir Elton John. Atli þarf að notast við hjólastól sökum veikinda og þurftu því félagar hans að bera hann upp tíu brött þrep sem reyndist hægara sagt en gert. „Þegar við mættum fyrir framan tröppurnar sáum við að það myndi aldrei ganga að reyna að draga Atla upp í stólnum, heldur þyrftum við hreinlega að halda á honum upp tröppurnar í stólnum. Við vorum þrír með honum og þrátt fyrir að vera allir hraustir á besta aldri varð okkur ljóst að við þyrftum fleiri hendur,“ segir Snævar Sölvi í samtali við Vísi.„Hefði getað farið illa fyrir okkar manni“ Rekstur Ísafjarðarbíós er í höndum Steinþórs Friðrikssonar og Gróu Maríu Böðvarsdóttir sem hafa til fjölda ára tryggt að Ísfirðingar og nærsveitungar fá að sjá nýjustu myndirnar hverju sinni í bíói. Snævar þakkar fyrir að Steinþór, eða Dúi eins og hann er alltaf kallaður, hafi verið í miðasölunni þegar þeir stóðu frammi fyrir því verkefni að bera Atla vin sinn upp tröppurnar. „Dúi er stór og hraustur maður en hann stökk að sjálfsögðu út og kom okkur til hjálpar. Við vorum því fjórir að bera vin okkar upp brattann, og eftir að upp tröppurnar var komið tóku við tveir háir þröskuldar. Svo þegar myndin var búin þurftum við að endurtaka leikinn og voru það eiginlega meiri átök að halda á honum niður tröppurnar, litlu mátti muna í síðustu þrepunum að við misstum jafnvægið og dyttum, sem hefði getað farið illa fyrir okkar mann. Veik manneskja er enginn sementspoki sem hægt er að henda aftur upp á bretti,“ segir Snævar. Það kemur Snævari spánskt fyrir sjónir að bygging sem er kölluð Alþýðuhús sé ekki aðgengileg fyrir alla. „En sem betur fer er gott fólk eins og Gróa og Dúi að sjá um rekstur kvikmyndasýninganna, þau vildu allt fyrir okkur gera og eru sammála okkur um að hjólastólaaðgengi verði að koma á fót,“ segir Snævar.Málið tekið fyrir í stjórn Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, segir í samtali við Vísi að formaður Sjálfsbjargar á Ísafirði hafi leitað til félagsins fljótlega eftir áramót til að vekja athygli á slæmu aðgengi að Alþýðuhúsinu. „Þá tókum við málið fyrir í stjórn og nú er það í skoðun hvernig við fjármögnum þetta. Þetta er dýr og mikil framkvæmd,“ segir Finnbogi. Hann segir félagið leita leiða til fjármögnunar og hvort það sé hægt að fá einhverja í lið með Verkalýðsfélagi Vestfirðinga til að fara í þessar úrbætur. Alþýðuhús Ísfirðinga var reist árin 1934 til 1934 en húsið hefur síðan þá þjónað sem kvikmyndahús kaupstaðarins og var um áratugi helsta samkomuhús Ísfirðinga þar sem fóru fram leiksýningar, tónleikar, skemmtanir, samkomur félaga og pólitískir fundir. Snævar Sölvi segist fagna áformum Verkalýðsfélagsins um að leita fjármögnun fyrir bættu aðgengi að húsinu fyrir hreyfihamlaða. Spurður hvernig myndin hafi svo verið svarar Snævar að hún hafi verið hin ágætasta skemmtun. „Hún var fín, ég var með best of diskinn hans Eltons í bílnum hennar mömmu þegar ég fékk bílpróf svo það var gaman fyrir okkur vinina að hverfa aftur til menntaskólaárana. En við bíðum allir eftir nýju Tarantino myndinni í sumar og þá mætum við aftur. Spurning hvort aðgengi verður orðið betra.“
Ísafjarðarbær Jafnréttismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira