Stálu úr vösum ferðamanna við Gullfoss og Geysi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. maí 2019 11:45 Þjófapar hefur herjað á ferðamenn við Gullfoss og Geysi að undanförnu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. Ferðamenn sem sótt hafa náttúruperlurnar við Geysi og Gullfoss hafa orðið fyrir barðinu á þjófagengi og segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að fjölmörg mál hafi verið tilkynnt til lögreglu á undanförnum dögum. „Þetta eru fjögur eða fimm tilfelli sem hafa verið tilkynnt til okkar og það er nú aðallega verið að stela gjaldeyri það sem svona munstrið sem við erum að sjá í þessu, það er verið að ná í peninga,“ segir Sveinn Kristján og bætir við að fólkið hafa notað þá aðferð að seilast í vasa ferðamanna á svæðinu. „Já í rauninni. Þau virðast sækja veski og týna úr þeim gjaldeyri og skilja allt annað eftir,“ segir Sveinn. Eftir að tilkynningar um parið tóku að berast fór lögregla að fylgjast með ferðum þeirra en þau voru svo handtekin vegna málsins.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á SuðurlandiVísir/Stöð2„Við höfum svo sem verið að fylgjast með þeim. Bæði sent einkennisklædda og óeinkennisklædda lögreglumenn inn á svæðið til þess að fylgjast með þeim og við handtókum þau nú, ætli það sé ekki hálfur mánuður síðan, þá voru þau með töluvert af gjaldeyri á sér,“ segir Sveinn. Fólkið kom hingað til lands sem ferðamenn. Sveinn segir fólkið hafa náð töluverðum fjárhæðum af fólki þegar öll málin eru tekin saman. „Þetta eru einhverjir, jú sjálfsagt einhverjir hundrað þúsund kallar,“ segir Sveinn.Er búið að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig? „Nei, það er ekki. En við reynum að fylgjast með eins og við getum og starfsfólk á þessu svæði upplýst,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. Ferðamenn sem sótt hafa náttúruperlurnar við Geysi og Gullfoss hafa orðið fyrir barðinu á þjófagengi og segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að fjölmörg mál hafi verið tilkynnt til lögreglu á undanförnum dögum. „Þetta eru fjögur eða fimm tilfelli sem hafa verið tilkynnt til okkar og það er nú aðallega verið að stela gjaldeyri það sem svona munstrið sem við erum að sjá í þessu, það er verið að ná í peninga,“ segir Sveinn Kristján og bætir við að fólkið hafa notað þá aðferð að seilast í vasa ferðamanna á svæðinu. „Já í rauninni. Þau virðast sækja veski og týna úr þeim gjaldeyri og skilja allt annað eftir,“ segir Sveinn. Eftir að tilkynningar um parið tóku að berast fór lögregla að fylgjast með ferðum þeirra en þau voru svo handtekin vegna málsins.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á SuðurlandiVísir/Stöð2„Við höfum svo sem verið að fylgjast með þeim. Bæði sent einkennisklædda og óeinkennisklædda lögreglumenn inn á svæðið til þess að fylgjast með þeim og við handtókum þau nú, ætli það sé ekki hálfur mánuður síðan, þá voru þau með töluvert af gjaldeyri á sér,“ segir Sveinn. Fólkið kom hingað til lands sem ferðamenn. Sveinn segir fólkið hafa náð töluverðum fjárhæðum af fólki þegar öll málin eru tekin saman. „Þetta eru einhverjir, jú sjálfsagt einhverjir hundrað þúsund kallar,“ segir Sveinn.Er búið að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig? „Nei, það er ekki. En við reynum að fylgjast með eins og við getum og starfsfólk á þessu svæði upplýst,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira