Segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. júní 2019 18:45 Þingmaður Samfylkingarinnar segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu þegar hann segir að boðaður niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til endurskoðunar, bitni ekki á almenningi og fyrirtækjum í landinu. Hann segir ríkisstjórnarflokkanna kasta sprengju inn á Alþingi nú á lokametrum vorþingsins.Í stöðuuppfærslu þingmanns Samfylkingarinnar á samfélagsmiðlum eftir fundfjárlaganefndar á föstudag, kom fram að nokkrar breytingar verði gerðar á útgjöldum til málefnasviða ríkisins frá því sem boðað var í fjármálaáætluninni í mars síðastliðnum. Í máli sínu segir þingmaðurinn að breytingarnar verði áþreifanlegar þó mest í málefnum öryrkja þar sem hann segir að átta milljarðar verði teknir af á næstu fimm árum, en einnig verða útgjöld til umhverfismála, framhaldsskóla, sjúkrahúsþjónustu, löggæslu og samgöngumála lækkuð.Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/VilhelmSegir engan niðurskurð á næsta ári Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. „Um leið og ég umber það að menn séu í pólitík að þá auðvitað fylgir orðum ábyrgð og það er ekki um neinn niðurskurð að ræða. Fólk sem að situr heima og hlustar á þetta, sérstaklega ef við erum að tala um viðkvæmari hópa samfélagsins sem eru kannski ekki of sælir af sínu, gætu trúað því að það væri verið að taka þeirra bætur niður,“ segir Willum. Fall WOW Air og loðnu brestur eru sagðar helstu ástæður þess að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er tekin til endurskoðunar. Í ljósi þess sem var að gerast í þjóðfélaginu þegar gildandi fjármálaáætlun var lögð fram í mars er spurning um hvort menn hafi verið of bjartsýnir við gerð þeirrar áætlunar. „Ég ætla ekkert að neita því. Meðal annars fjármálaráð hefur bent á það að veikleikinn í fjármálastjórninni hefur kannski fyrst og fremst falist í því að við höfum verið í gólfi stefnunnar,“ segir Willum.Miðað við þessar breytingartillögur mun almenningur og fyrirtækin í landinu finna fyrir þessum niðurskurði?„Ég fullyrði það ekki inn á árið 2020,“ segir Willum.Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmSegir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu „Það er auðvitað bara tóm vitleysa hjá honum og ég vísa þessari gagnrýni fullkomlega til föðurhúsanna. hann og hans flokkur og ríkisstjórnarflokkarnir eru að leggja til að við erum að fara setja minni fjármuni til öryrkja, framhaldskóla, sjúkrahúsa, samgöngumála og svo framvegis, heldur en þau voru búin að ákveða fyrir einungis tveimur mánuðum. það er stór pólitísk tíðindi og mér finnst ríkisstjórnarflokkarnir vera að kasta inn sprengju inn á þingið á loka metrum þess,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Engin starfsáætlun er í gildi á alþingi og óvíst hvenær þingmenn komast í sumarfrí. Spurning er hvort þetta mál verði til þess að þingfundir dragist enn lengra inn í sumarið. „Ég á ekki von á því en við gefum okkur hins vegar góðan tíma í umræður,“ segir Willum. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15 Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47 Formaður fjárlaganefndar segir gagnrýni á fjármálaáætlun rakalausa Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. 9. júní 2019 12:15 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu þegar hann segir að boðaður niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til endurskoðunar, bitni ekki á almenningi og fyrirtækjum í landinu. Hann segir ríkisstjórnarflokkanna kasta sprengju inn á Alþingi nú á lokametrum vorþingsins.Í stöðuuppfærslu þingmanns Samfylkingarinnar á samfélagsmiðlum eftir fundfjárlaganefndar á föstudag, kom fram að nokkrar breytingar verði gerðar á útgjöldum til málefnasviða ríkisins frá því sem boðað var í fjármálaáætluninni í mars síðastliðnum. Í máli sínu segir þingmaðurinn að breytingarnar verði áþreifanlegar þó mest í málefnum öryrkja þar sem hann segir að átta milljarðar verði teknir af á næstu fimm árum, en einnig verða útgjöld til umhverfismála, framhaldsskóla, sjúkrahúsþjónustu, löggæslu og samgöngumála lækkuð.Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/VilhelmSegir engan niðurskurð á næsta ári Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. „Um leið og ég umber það að menn séu í pólitík að þá auðvitað fylgir orðum ábyrgð og það er ekki um neinn niðurskurð að ræða. Fólk sem að situr heima og hlustar á þetta, sérstaklega ef við erum að tala um viðkvæmari hópa samfélagsins sem eru kannski ekki of sælir af sínu, gætu trúað því að það væri verið að taka þeirra bætur niður,“ segir Willum. Fall WOW Air og loðnu brestur eru sagðar helstu ástæður þess að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er tekin til endurskoðunar. Í ljósi þess sem var að gerast í þjóðfélaginu þegar gildandi fjármálaáætlun var lögð fram í mars er spurning um hvort menn hafi verið of bjartsýnir við gerð þeirrar áætlunar. „Ég ætla ekkert að neita því. Meðal annars fjármálaráð hefur bent á það að veikleikinn í fjármálastjórninni hefur kannski fyrst og fremst falist í því að við höfum verið í gólfi stefnunnar,“ segir Willum.Miðað við þessar breytingartillögur mun almenningur og fyrirtækin í landinu finna fyrir þessum niðurskurði?„Ég fullyrði það ekki inn á árið 2020,“ segir Willum.Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmSegir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu „Það er auðvitað bara tóm vitleysa hjá honum og ég vísa þessari gagnrýni fullkomlega til föðurhúsanna. hann og hans flokkur og ríkisstjórnarflokkarnir eru að leggja til að við erum að fara setja minni fjármuni til öryrkja, framhaldskóla, sjúkrahúsa, samgöngumála og svo framvegis, heldur en þau voru búin að ákveða fyrir einungis tveimur mánuðum. það er stór pólitísk tíðindi og mér finnst ríkisstjórnarflokkarnir vera að kasta inn sprengju inn á þingið á loka metrum þess,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Engin starfsáætlun er í gildi á alþingi og óvíst hvenær þingmenn komast í sumarfrí. Spurning er hvort þetta mál verði til þess að þingfundir dragist enn lengra inn í sumarið. „Ég á ekki von á því en við gefum okkur hins vegar góðan tíma í umræður,“ segir Willum.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15 Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47 Formaður fjárlaganefndar segir gagnrýni á fjármálaáætlun rakalausa Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. 9. júní 2019 12:15 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15
Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47
Formaður fjárlaganefndar segir gagnrýni á fjármálaáætlun rakalausa Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. 9. júní 2019 12:15
Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45