Segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. júní 2019 18:45 Þingmaður Samfylkingarinnar segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu þegar hann segir að boðaður niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til endurskoðunar, bitni ekki á almenningi og fyrirtækjum í landinu. Hann segir ríkisstjórnarflokkanna kasta sprengju inn á Alþingi nú á lokametrum vorþingsins.Í stöðuuppfærslu þingmanns Samfylkingarinnar á samfélagsmiðlum eftir fundfjárlaganefndar á föstudag, kom fram að nokkrar breytingar verði gerðar á útgjöldum til málefnasviða ríkisins frá því sem boðað var í fjármálaáætluninni í mars síðastliðnum. Í máli sínu segir þingmaðurinn að breytingarnar verði áþreifanlegar þó mest í málefnum öryrkja þar sem hann segir að átta milljarðar verði teknir af á næstu fimm árum, en einnig verða útgjöld til umhverfismála, framhaldsskóla, sjúkrahúsþjónustu, löggæslu og samgöngumála lækkuð.Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/VilhelmSegir engan niðurskurð á næsta ári Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. „Um leið og ég umber það að menn séu í pólitík að þá auðvitað fylgir orðum ábyrgð og það er ekki um neinn niðurskurð að ræða. Fólk sem að situr heima og hlustar á þetta, sérstaklega ef við erum að tala um viðkvæmari hópa samfélagsins sem eru kannski ekki of sælir af sínu, gætu trúað því að það væri verið að taka þeirra bætur niður,“ segir Willum. Fall WOW Air og loðnu brestur eru sagðar helstu ástæður þess að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er tekin til endurskoðunar. Í ljósi þess sem var að gerast í þjóðfélaginu þegar gildandi fjármálaáætlun var lögð fram í mars er spurning um hvort menn hafi verið of bjartsýnir við gerð þeirrar áætlunar. „Ég ætla ekkert að neita því. Meðal annars fjármálaráð hefur bent á það að veikleikinn í fjármálastjórninni hefur kannski fyrst og fremst falist í því að við höfum verið í gólfi stefnunnar,“ segir Willum.Miðað við þessar breytingartillögur mun almenningur og fyrirtækin í landinu finna fyrir þessum niðurskurði?„Ég fullyrði það ekki inn á árið 2020,“ segir Willum.Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmSegir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu „Það er auðvitað bara tóm vitleysa hjá honum og ég vísa þessari gagnrýni fullkomlega til föðurhúsanna. hann og hans flokkur og ríkisstjórnarflokkarnir eru að leggja til að við erum að fara setja minni fjármuni til öryrkja, framhaldskóla, sjúkrahúsa, samgöngumála og svo framvegis, heldur en þau voru búin að ákveða fyrir einungis tveimur mánuðum. það er stór pólitísk tíðindi og mér finnst ríkisstjórnarflokkarnir vera að kasta inn sprengju inn á þingið á loka metrum þess,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Engin starfsáætlun er í gildi á alþingi og óvíst hvenær þingmenn komast í sumarfrí. Spurning er hvort þetta mál verði til þess að þingfundir dragist enn lengra inn í sumarið. „Ég á ekki von á því en við gefum okkur hins vegar góðan tíma í umræður,“ segir Willum. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15 Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47 Formaður fjárlaganefndar segir gagnrýni á fjármálaáætlun rakalausa Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. 9. júní 2019 12:15 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu þegar hann segir að boðaður niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til endurskoðunar, bitni ekki á almenningi og fyrirtækjum í landinu. Hann segir ríkisstjórnarflokkanna kasta sprengju inn á Alþingi nú á lokametrum vorþingsins.Í stöðuuppfærslu þingmanns Samfylkingarinnar á samfélagsmiðlum eftir fundfjárlaganefndar á föstudag, kom fram að nokkrar breytingar verði gerðar á útgjöldum til málefnasviða ríkisins frá því sem boðað var í fjármálaáætluninni í mars síðastliðnum. Í máli sínu segir þingmaðurinn að breytingarnar verði áþreifanlegar þó mest í málefnum öryrkja þar sem hann segir að átta milljarðar verði teknir af á næstu fimm árum, en einnig verða útgjöld til umhverfismála, framhaldsskóla, sjúkrahúsþjónustu, löggæslu og samgöngumála lækkuð.Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/VilhelmSegir engan niðurskurð á næsta ári Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. „Um leið og ég umber það að menn séu í pólitík að þá auðvitað fylgir orðum ábyrgð og það er ekki um neinn niðurskurð að ræða. Fólk sem að situr heima og hlustar á þetta, sérstaklega ef við erum að tala um viðkvæmari hópa samfélagsins sem eru kannski ekki of sælir af sínu, gætu trúað því að það væri verið að taka þeirra bætur niður,“ segir Willum. Fall WOW Air og loðnu brestur eru sagðar helstu ástæður þess að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er tekin til endurskoðunar. Í ljósi þess sem var að gerast í þjóðfélaginu þegar gildandi fjármálaáætlun var lögð fram í mars er spurning um hvort menn hafi verið of bjartsýnir við gerð þeirrar áætlunar. „Ég ætla ekkert að neita því. Meðal annars fjármálaráð hefur bent á það að veikleikinn í fjármálastjórninni hefur kannski fyrst og fremst falist í því að við höfum verið í gólfi stefnunnar,“ segir Willum.Miðað við þessar breytingartillögur mun almenningur og fyrirtækin í landinu finna fyrir þessum niðurskurði?„Ég fullyrði það ekki inn á árið 2020,“ segir Willum.Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmSegir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu „Það er auðvitað bara tóm vitleysa hjá honum og ég vísa þessari gagnrýni fullkomlega til föðurhúsanna. hann og hans flokkur og ríkisstjórnarflokkarnir eru að leggja til að við erum að fara setja minni fjármuni til öryrkja, framhaldskóla, sjúkrahúsa, samgöngumála og svo framvegis, heldur en þau voru búin að ákveða fyrir einungis tveimur mánuðum. það er stór pólitísk tíðindi og mér finnst ríkisstjórnarflokkarnir vera að kasta inn sprengju inn á þingið á loka metrum þess,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Engin starfsáætlun er í gildi á alþingi og óvíst hvenær þingmenn komast í sumarfrí. Spurning er hvort þetta mál verði til þess að þingfundir dragist enn lengra inn í sumarið. „Ég á ekki von á því en við gefum okkur hins vegar góðan tíma í umræður,“ segir Willum.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15 Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47 Formaður fjárlaganefndar segir gagnrýni á fjármálaáætlun rakalausa Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. 9. júní 2019 12:15 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira
Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15
Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47
Formaður fjárlaganefndar segir gagnrýni á fjármálaáætlun rakalausa Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. 9. júní 2019 12:15
Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45