Segir nýja heilbrigðisstefnu vonbrigði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júní 2019 20:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja segir nýja heilbrigðisstefnu gríðarleg vonbrigði. Um sé að ræða hálfkláraða stefnu sem virkar ekki sem það stýritæki sem málaflokkurinn þarf. Dapurlegt sé að Alþingi hafi samþykkt svo hálfunnið skjal. Í byrjun mánaðarins var ný heilbrigðisstefna til ársins 2030 samþykkt á Alþingi. Tillagan var samþykkt með 45 atkvæðum og er markmið hennar að styrkja sameiginlega sýn í málaflokknum til framtíðar. Formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja segir stefnuna gríðarleg vonbrigði „Mín viðbrögð eru mikil vonbrigði. Nú erum við búin að bíða í tæp tíu ár eftir því að fá formlega stefnumótun utan um þennan stóra, flókna og dýra málaflokk. Fáum hana loksins núna og erum því miður mjög ósátt bæði með skjalið í heild sinni og hvernig að því var staðið,“ sagði Jón Gauti Jónsson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Hann segir stefnuna einkum skorta tvennt. Greiningarvinnu og samráð við fagaðila. Eftir að drög stefnunnar voru kynnt gafst fagaðilum kostur á að senda inn ábendingar um innihald stefnunnar í samráðsgáttina. Hann segir að þær ábendingar hafi verið virtar að vettugi. „Sérstaklega ábendingar Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur sem skiluðu inn mjög góðum greinargerðum en það var ekki tekið neitt tillit til þeirra punkta sem þar komu fram,“ sagði Jón Gauti. Hann segir þónokkra málaflokka vanta í stefnuna og að hún virki ekki sem það stýritæki sem hún þarf að vera. „Það vantar fjömarga þætti þar inn í. Bæði efnislega og kannski verra að það er mjög margt hvað formið varðar sem gerir það að verkum að hún virkar ekki sem það stýritæki sem þarf. Hún er í raun hálfunnin. Þess vegna eru vonbrigðin gríðarleg að Alþingi hafi samþykkt þetta, verandi á þessu stigi sem hún er,“ sagði Jón Gauti. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Sjá meira
Formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja segir nýja heilbrigðisstefnu gríðarleg vonbrigði. Um sé að ræða hálfkláraða stefnu sem virkar ekki sem það stýritæki sem málaflokkurinn þarf. Dapurlegt sé að Alþingi hafi samþykkt svo hálfunnið skjal. Í byrjun mánaðarins var ný heilbrigðisstefna til ársins 2030 samþykkt á Alþingi. Tillagan var samþykkt með 45 atkvæðum og er markmið hennar að styrkja sameiginlega sýn í málaflokknum til framtíðar. Formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja segir stefnuna gríðarleg vonbrigði „Mín viðbrögð eru mikil vonbrigði. Nú erum við búin að bíða í tæp tíu ár eftir því að fá formlega stefnumótun utan um þennan stóra, flókna og dýra málaflokk. Fáum hana loksins núna og erum því miður mjög ósátt bæði með skjalið í heild sinni og hvernig að því var staðið,“ sagði Jón Gauti Jónsson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Hann segir stefnuna einkum skorta tvennt. Greiningarvinnu og samráð við fagaðila. Eftir að drög stefnunnar voru kynnt gafst fagaðilum kostur á að senda inn ábendingar um innihald stefnunnar í samráðsgáttina. Hann segir að þær ábendingar hafi verið virtar að vettugi. „Sérstaklega ábendingar Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur sem skiluðu inn mjög góðum greinargerðum en það var ekki tekið neitt tillit til þeirra punkta sem þar komu fram,“ sagði Jón Gauti. Hann segir þónokkra málaflokka vanta í stefnuna og að hún virki ekki sem það stýritæki sem hún þarf að vera. „Það vantar fjömarga þætti þar inn í. Bæði efnislega og kannski verra að það er mjög margt hvað formið varðar sem gerir það að verkum að hún virkar ekki sem það stýritæki sem þarf. Hún er í raun hálfunnin. Þess vegna eru vonbrigðin gríðarleg að Alþingi hafi samþykkt þetta, verandi á þessu stigi sem hún er,“ sagði Jón Gauti.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Sjá meira