Bjarni svarar gagnrýni Ágústs Ólafs Andri Eysteinsson skrifar 8. júní 2019 16:26 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, við kynningu fjárlaga fyrr á árinu. Vísir/Vilhelm Framlög til málefnasviðsins örorka og málefni fatlaðs fólks hafa vaxið úr 45,7 milljörðum á ári upp í 69 milljarða í ár en samkvæmt áformum stefnir upphæðin að 77 milljörðum árið 2024. Þetta kemur fram í stuttum pistli Fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, um fjármálaáætlun sem liggur fyrir þinginu. Segja má að með pistlinum svari fjármálaráðherra gagnrýni sem Ágúst Ólafur Ágústsson setti fram í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Bjarni segir að í áætluninni sé víða komið við, bæði á tekju- og gjaldahlið og segir það vera skyldu ríkisstjórnarinnar að ganga eins vel um sameiginlega sjóði og mögulegt er. Bjarni svarar þá gagnrýni þingmanns Samfylkingarinnar, Ágústs Ólafs Ágústssonar sem sagðist í samtali við fréttastofu í dag vera í „hálfgerðu áfalli við lestur breytingatillagna á fjármálaáætlun.“Sjá einnig: Í áfalli vegna fjármálaáætlunnar Bjarni skýtur þá á Samfylkinguna og segir flokkinn hafa helst lagt það til að auka skattlagningu og verja í varanleg útgjöld. „Af þessu tilefni hefur þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson haft uppi stór orð og er ekki annað að skilja en að hann sé enn að jafna sig eftir að hafa séð tillögurnar í nefnd þingsins. Flokkur hans hefur helst lagt það til að auka skattlagningu um 25-35 milljarða og verja því meira og minna öllu í varanleg útgjöld“ skrifar Bjarni. Með pistlinum lætur Bjarni fylgja með graf sem sýnir þróun framlaga til málefnasviðs 27, sem er „Örorka og málefni fatlaðs fólks“ en Ágúst hafði gagnrýnt breytingar á fjármálaáætlun sem myndu lækka framlög til málaflokksins um tæpa átta milljarða frá því sem kynnt hefði verið. „Á málefnasviðinu örorka og málefni fatlaðs fólks verður samkvæmt tillögum, sem kynntar hafa verið fjárlaganefnd og eru þar til meðferðar, áhersla lögð á að auka skilvirkni, bæta nýtingu fjármuna og huga að samspili við önnur stuðningskerfi. Engin áform eru hins vegar uppi um niðurskurð í bótakerfum,“ skrifar Bjarni, en pistil Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins má sjá hér að neðan. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Framlög til málefnasviðsins örorka og málefni fatlaðs fólks hafa vaxið úr 45,7 milljörðum á ári upp í 69 milljarða í ár en samkvæmt áformum stefnir upphæðin að 77 milljörðum árið 2024. Þetta kemur fram í stuttum pistli Fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, um fjármálaáætlun sem liggur fyrir þinginu. Segja má að með pistlinum svari fjármálaráðherra gagnrýni sem Ágúst Ólafur Ágústsson setti fram í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Bjarni segir að í áætluninni sé víða komið við, bæði á tekju- og gjaldahlið og segir það vera skyldu ríkisstjórnarinnar að ganga eins vel um sameiginlega sjóði og mögulegt er. Bjarni svarar þá gagnrýni þingmanns Samfylkingarinnar, Ágústs Ólafs Ágústssonar sem sagðist í samtali við fréttastofu í dag vera í „hálfgerðu áfalli við lestur breytingatillagna á fjármálaáætlun.“Sjá einnig: Í áfalli vegna fjármálaáætlunnar Bjarni skýtur þá á Samfylkinguna og segir flokkinn hafa helst lagt það til að auka skattlagningu og verja í varanleg útgjöld. „Af þessu tilefni hefur þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson haft uppi stór orð og er ekki annað að skilja en að hann sé enn að jafna sig eftir að hafa séð tillögurnar í nefnd þingsins. Flokkur hans hefur helst lagt það til að auka skattlagningu um 25-35 milljarða og verja því meira og minna öllu í varanleg útgjöld“ skrifar Bjarni. Með pistlinum lætur Bjarni fylgja með graf sem sýnir þróun framlaga til málefnasviðs 27, sem er „Örorka og málefni fatlaðs fólks“ en Ágúst hafði gagnrýnt breytingar á fjármálaáætlun sem myndu lækka framlög til málaflokksins um tæpa átta milljarða frá því sem kynnt hefði verið. „Á málefnasviðinu örorka og málefni fatlaðs fólks verður samkvæmt tillögum, sem kynntar hafa verið fjárlaganefnd og eru þar til meðferðar, áhersla lögð á að auka skilvirkni, bæta nýtingu fjármuna og huga að samspili við önnur stuðningskerfi. Engin áform eru hins vegar uppi um niðurskurð í bótakerfum,“ skrifar Bjarni, en pistil Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins má sjá hér að neðan.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira