Konan sem sakar Neymar um nauðgun mætti í sjónvarpsviðtal í Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2019 09:30 Neymar og Najila Trindade. Samsett mynd Stærsta fótboltastjarna Brasilíu á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann missir af Suðurameríkukeppninni vegna meiðsla og þá eru brasilískir fjölmiðlar fullir af fréttum um nauðgunarákæru á hendur honum. Najila Trindade hefur sakað Neymar bæði um líkamsárás og nauðgun á hóteli í París 15. maí síðastliðinn. Neymar hefur harðneitað þessum ásökunum og birti meðal annars öll samskipti þeirra á WhatsApp til að sanna sakleysi sitt. Neymar meiddist eftir aðeins tuttugu mínútna leik í vináttuleik á móti Katar en fyrir leikinn sagði hann að þessi leikur væri sá erfiðasti sem hann hefði spilað. Hann sleit síðan liðbönd í ökkla í leiknum. Nýjasta útspil Najila Trindade, og svar hennar við birtingu skilaboðanna, var að mæta í sjónvarpsviðtal hjá brasilískri sjónvarpsstöð og lýsa því sem gerðist. Hún viðurkenndi þar að hún hefði verið hrifin af Neymar og að hún hafi ætlað að sofa hjá honum. Neymar borgaði bæði fyrir flug hennar frá Brasilíu til París sem og hótelherbergið. Najila Trindade, sem er 27 ára gömul, sagðist í viðtalinu vera venjuleg manneskja en hún er módel og í námi í innanhússhönnun. Hún er einnig móðir. Najila talaði um bæði nauðgun og líkamsárás og sagði að þegar hún hitti Neymar hafi hann verið allt annar maður en strákurinn sem hún hafði samskipti við á WhatsApp. Najila Trindade sagðist einnig vera undribúin fyrir það að sofa hjá Neymar en heimtaði að hann notaði smokk. Hún hélt því síðan fram að Neymar hafi ekki viljað það og hafi þá ráðist á hana og nauðgað henni. Hún bað hann um að hætta en hann hlustaði ekki á það. Hér fyrir neðan má sjá hluta af sjónvarpsviðtalinu við Najila Trindade.Exclusivo! Modelo que acusa Neymar de estupro fala com Roberto Cabrini. Hoje, às 19h45, no #SBTBrasilpic.twitter.com/ZDqoFJlOIe — SBT Jornalismo (@sbtjornalismo) June 5, 2019Hér fyrir neðan er einnig myndband sem hefur verið gert opinbert sem sýna á samskipti þeirra í milli á umræddu hótelherbergi. Þetta myndband er frá kvöldinu eftir en þau hittust tvisvar í París. Faðir Neymar segir að þetta myndband sanni sakleysi sonar síns því Najila Trindade tók þetta upp sjálf. Neymar eldri segir þetta sanna að hún hafi ætlað að veiða Neymar í gildru.EXCLUSIVO! Assista ao vídeo da suposta briga entre Neymar e modelo que o acusou de agressão e estupro #JornalismoRecord#JornalismoVerdadepic.twitter.com/0K7N4mZe2X — Record TV (@recordtvoficial) June 6, 2019 Brasilía Fótbolti Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Sjá meira
Stærsta fótboltastjarna Brasilíu á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann missir af Suðurameríkukeppninni vegna meiðsla og þá eru brasilískir fjölmiðlar fullir af fréttum um nauðgunarákæru á hendur honum. Najila Trindade hefur sakað Neymar bæði um líkamsárás og nauðgun á hóteli í París 15. maí síðastliðinn. Neymar hefur harðneitað þessum ásökunum og birti meðal annars öll samskipti þeirra á WhatsApp til að sanna sakleysi sitt. Neymar meiddist eftir aðeins tuttugu mínútna leik í vináttuleik á móti Katar en fyrir leikinn sagði hann að þessi leikur væri sá erfiðasti sem hann hefði spilað. Hann sleit síðan liðbönd í ökkla í leiknum. Nýjasta útspil Najila Trindade, og svar hennar við birtingu skilaboðanna, var að mæta í sjónvarpsviðtal hjá brasilískri sjónvarpsstöð og lýsa því sem gerðist. Hún viðurkenndi þar að hún hefði verið hrifin af Neymar og að hún hafi ætlað að sofa hjá honum. Neymar borgaði bæði fyrir flug hennar frá Brasilíu til París sem og hótelherbergið. Najila Trindade, sem er 27 ára gömul, sagðist í viðtalinu vera venjuleg manneskja en hún er módel og í námi í innanhússhönnun. Hún er einnig móðir. Najila talaði um bæði nauðgun og líkamsárás og sagði að þegar hún hitti Neymar hafi hann verið allt annar maður en strákurinn sem hún hafði samskipti við á WhatsApp. Najila Trindade sagðist einnig vera undribúin fyrir það að sofa hjá Neymar en heimtaði að hann notaði smokk. Hún hélt því síðan fram að Neymar hafi ekki viljað það og hafi þá ráðist á hana og nauðgað henni. Hún bað hann um að hætta en hann hlustaði ekki á það. Hér fyrir neðan má sjá hluta af sjónvarpsviðtalinu við Najila Trindade.Exclusivo! Modelo que acusa Neymar de estupro fala com Roberto Cabrini. Hoje, às 19h45, no #SBTBrasilpic.twitter.com/ZDqoFJlOIe — SBT Jornalismo (@sbtjornalismo) June 5, 2019Hér fyrir neðan er einnig myndband sem hefur verið gert opinbert sem sýna á samskipti þeirra í milli á umræddu hótelherbergi. Þetta myndband er frá kvöldinu eftir en þau hittust tvisvar í París. Faðir Neymar segir að þetta myndband sanni sakleysi sonar síns því Najila Trindade tók þetta upp sjálf. Neymar eldri segir þetta sanna að hún hafi ætlað að veiða Neymar í gildru.EXCLUSIVO! Assista ao vídeo da suposta briga entre Neymar e modelo que o acusou de agressão e estupro #JornalismoRecord#JornalismoVerdadepic.twitter.com/0K7N4mZe2X — Record TV (@recordtvoficial) June 6, 2019
Brasilía Fótbolti Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Sjá meira