Bráðalæknir segir eðlilegra að skylda ökumenn til hjálmanotkunar frekar en hjólreiðamenn Sylvía Hall skrifar 6. júní 2019 09:00 Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðamóttöku Landspítalans. Vísir/Sigurjón Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri og sérfræðingur í bráðalækningum á Landspítalanum, segir áhrif hjálma við að koma í veg fyrir höfuðáverka vera minniháttar og í raun mun minni en fólk heldur. Þetta kom fram í viðtali við Hjalta í Reykjavík síðdegis í gær. Hjalti þekkir vel til í þessum efnum verandi bráðalæknir. Hann segir tilfelli þar sem hjólreiðamenn slasast ekki vera algeng en þau færist þó í aukana eftir því sem fleiri taki upp hjólreiðar. „Þetta kemur fyrir og eftir því sem fleiri hjóla þá er það eins og með hlaup eða fjallgöngur eða annað sem fólk tekur sér fyrir hendur að það geta orðið slys,“ segir Hjalti en bætir við að þetta sé alls ekki mikið vandamál. Áhrif hjálmanotkunar séu líkt og áður sagði þó minni en fólk haldi. „Það er alveg ljóst að hjálmar virðast draga örlítið úr tíðni höfuðáverka ef fólk dettur af hjólum. Þessi áhrif eru samt miklu minni en fólk heldur almennt séð því hjálmurinn veitir alls ekkert örugga vörn og þær vísindarannsóknir sem hafa verið gerðar benda til þess að gagnsemi hjálma við hjólreiðar sé minniháttar við að draga úr höfuðáverkum,“ segir Hjalti. „Hjálmleysi hjólareiðamanna á Íslandi er ekki vandamál.“Hjalti segir fólk almennt ofmeta áhrif hjálma. Það sé þó mikilvægt að brýna fyrir börnum að nota hjálma enda séu þau viðkvæmari fyrir höfuðmeiðslum.Vísir/GettyOf langt gengið að skylda eldri en fimmtán ára til hjálmanotkunar Nú á dögunum fjallaði Vísir um frumvarp til nýrra umferðarlaga en í þeim er lagt til að gera notkun hjálma að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára og var frumvarpið meðal annars gagnrýnt af Landsamtökum hjólreiðamanna.Sjá einnig: Óttast að hjálmaskylda muni draga úr hjólreiðum Hjalti segir það mikilvægara fyrir börn yngri en fimmtán ára að nota hjálma en fullorðna. Bæði hafa þau ekki sömu öryggistilfinningu og fullorðnir í umferðinni og þá eru þau viðkvæmari fyrir höfuðmeiðslum. Því sé skynsamlegt að hafa hjálmaskyldu hjá yngstu börnum. „Ég held að þau mörk sem hafa verið við fimmtán ára aldur hafi verið skynsamleg. Eftir það er þetta orðið sjálfráða fólk að miklu leyti, praktískt séð, þó það sé ekki lögfræðilega. Mér finnst alltof langt gengið að gera það að skyldu að setja hjálma á alla sem eru eldri en fimmtán ára,“ sagði Hjalti. Hann segir mikilvægt að horfa á hlutina í stóru samhengi. Það sé sannað að hjálmanotkun dragi örlítið úr höfuðáverkum ef til þess kemur en á móti komi sú staðreynd að 90% hjólreiðamanna noti hjálma og það sé brýnt að hvetja fólk til þess að nota hjól sem samgöngumáta frekar en að fæla það frá því.Hjalti segir algengustu ástæðu þess að hjólreiðamenn slasist ekki vera gáleysi þeirra sjálfra heldur gáleysi ökumanna sem aka á þá.Vísir/Getty„Við erum bókstaflega að eyðileggja lífríki manna með akstri“ „Vandamálið er að yfir 90% fólks ferðast á milli staða með bílum og það er bara einfaldlega eitthvað sem gengur ekki upp,“ segir Hjalti og tekur undir sjónarmið formanns Landsamtaka hjólreiðamanna. Mannfólkið sé að eyðileggja lífríki manna með því að ferðast á bílum. Hann bendir á að í löndum þar sem hjálmaskylda hafi verið innleidd hafi slík mál verið afgreidd með þrýstingi frá samtökum bílaeigenda og olíuframleiðenda sem vilji mála hjólreiðar upp sem hættulegan ferðamáta. „Íslendingar eru almennt séð ekki að verða fyrir heilsutjóni af völdum hjólreiða eða höfuðhögga en á hverjum degi verður fólk fyrir verulegu heilsutjóni af völdum mengunar. Það má líka benda á að helsta ástæða slysa hjólreiðamanna eru ekki hjólreiðamenn heldur ökumenn á bílum sem aka á hjólreiðamenn.“ Hann segist reglulega sjá fólk sem slasast hefur af völdum hjólreiða í sinni vinnu en mun oftar sjái hann þó fólk sem verður fyrir slysi við það að keyra bíl. „Ef að við viljum draga úr tíðni alvarlegra höfuðáverka á Íslandi væri mun skynsamlegra að mínu mati að setja hjálmaskyldu á þá sem keyra bíla,“ segir Hjalti og bætir við að honum þætti í rauninni eðlilegra að sjá bílstjóra nota hjálma en hjólreiðamenn. Heilbrigðismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Óttast að hjálmaskylda muni draga úr hjólreiðum Frumvarp til nýrra umferðarlaga gerir notkun hjálms að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára. Hjálmaskyldan mun draga úr hjólreiðum að mati Landsamtaka hjólreiðamanna. Borgarfulltrúi Viðreisnar tekur undir það sjónarmið. 3. júní 2019 19:15 Gísli Marteinn deilir við lögreglu um „byltingu gegn hjólreiðum“ Tilkynning lögreglu vakti mikla athygli í gær en í henni var hjólreiðafólk hvatt til að "gera betur í umferðinni“ vegna tíðra kvartana sem lögreglu hafa borist vegna þess. 2. ágúst 2018 16:30 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira
Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri og sérfræðingur í bráðalækningum á Landspítalanum, segir áhrif hjálma við að koma í veg fyrir höfuðáverka vera minniháttar og í raun mun minni en fólk heldur. Þetta kom fram í viðtali við Hjalta í Reykjavík síðdegis í gær. Hjalti þekkir vel til í þessum efnum verandi bráðalæknir. Hann segir tilfelli þar sem hjólreiðamenn slasast ekki vera algeng en þau færist þó í aukana eftir því sem fleiri taki upp hjólreiðar. „Þetta kemur fyrir og eftir því sem fleiri hjóla þá er það eins og með hlaup eða fjallgöngur eða annað sem fólk tekur sér fyrir hendur að það geta orðið slys,“ segir Hjalti en bætir við að þetta sé alls ekki mikið vandamál. Áhrif hjálmanotkunar séu líkt og áður sagði þó minni en fólk haldi. „Það er alveg ljóst að hjálmar virðast draga örlítið úr tíðni höfuðáverka ef fólk dettur af hjólum. Þessi áhrif eru samt miklu minni en fólk heldur almennt séð því hjálmurinn veitir alls ekkert örugga vörn og þær vísindarannsóknir sem hafa verið gerðar benda til þess að gagnsemi hjálma við hjólreiðar sé minniháttar við að draga úr höfuðáverkum,“ segir Hjalti. „Hjálmleysi hjólareiðamanna á Íslandi er ekki vandamál.“Hjalti segir fólk almennt ofmeta áhrif hjálma. Það sé þó mikilvægt að brýna fyrir börnum að nota hjálma enda séu þau viðkvæmari fyrir höfuðmeiðslum.Vísir/GettyOf langt gengið að skylda eldri en fimmtán ára til hjálmanotkunar Nú á dögunum fjallaði Vísir um frumvarp til nýrra umferðarlaga en í þeim er lagt til að gera notkun hjálma að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára og var frumvarpið meðal annars gagnrýnt af Landsamtökum hjólreiðamanna.Sjá einnig: Óttast að hjálmaskylda muni draga úr hjólreiðum Hjalti segir það mikilvægara fyrir börn yngri en fimmtán ára að nota hjálma en fullorðna. Bæði hafa þau ekki sömu öryggistilfinningu og fullorðnir í umferðinni og þá eru þau viðkvæmari fyrir höfuðmeiðslum. Því sé skynsamlegt að hafa hjálmaskyldu hjá yngstu börnum. „Ég held að þau mörk sem hafa verið við fimmtán ára aldur hafi verið skynsamleg. Eftir það er þetta orðið sjálfráða fólk að miklu leyti, praktískt séð, þó það sé ekki lögfræðilega. Mér finnst alltof langt gengið að gera það að skyldu að setja hjálma á alla sem eru eldri en fimmtán ára,“ sagði Hjalti. Hann segir mikilvægt að horfa á hlutina í stóru samhengi. Það sé sannað að hjálmanotkun dragi örlítið úr höfuðáverkum ef til þess kemur en á móti komi sú staðreynd að 90% hjólreiðamanna noti hjálma og það sé brýnt að hvetja fólk til þess að nota hjól sem samgöngumáta frekar en að fæla það frá því.Hjalti segir algengustu ástæðu þess að hjólreiðamenn slasist ekki vera gáleysi þeirra sjálfra heldur gáleysi ökumanna sem aka á þá.Vísir/Getty„Við erum bókstaflega að eyðileggja lífríki manna með akstri“ „Vandamálið er að yfir 90% fólks ferðast á milli staða með bílum og það er bara einfaldlega eitthvað sem gengur ekki upp,“ segir Hjalti og tekur undir sjónarmið formanns Landsamtaka hjólreiðamanna. Mannfólkið sé að eyðileggja lífríki manna með því að ferðast á bílum. Hann bendir á að í löndum þar sem hjálmaskylda hafi verið innleidd hafi slík mál verið afgreidd með þrýstingi frá samtökum bílaeigenda og olíuframleiðenda sem vilji mála hjólreiðar upp sem hættulegan ferðamáta. „Íslendingar eru almennt séð ekki að verða fyrir heilsutjóni af völdum hjólreiða eða höfuðhögga en á hverjum degi verður fólk fyrir verulegu heilsutjóni af völdum mengunar. Það má líka benda á að helsta ástæða slysa hjólreiðamanna eru ekki hjólreiðamenn heldur ökumenn á bílum sem aka á hjólreiðamenn.“ Hann segist reglulega sjá fólk sem slasast hefur af völdum hjólreiða í sinni vinnu en mun oftar sjái hann þó fólk sem verður fyrir slysi við það að keyra bíl. „Ef að við viljum draga úr tíðni alvarlegra höfuðáverka á Íslandi væri mun skynsamlegra að mínu mati að setja hjálmaskyldu á þá sem keyra bíla,“ segir Hjalti og bætir við að honum þætti í rauninni eðlilegra að sjá bílstjóra nota hjálma en hjólreiðamenn.
Heilbrigðismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Óttast að hjálmaskylda muni draga úr hjólreiðum Frumvarp til nýrra umferðarlaga gerir notkun hjálms að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára. Hjálmaskyldan mun draga úr hjólreiðum að mati Landsamtaka hjólreiðamanna. Borgarfulltrúi Viðreisnar tekur undir það sjónarmið. 3. júní 2019 19:15 Gísli Marteinn deilir við lögreglu um „byltingu gegn hjólreiðum“ Tilkynning lögreglu vakti mikla athygli í gær en í henni var hjólreiðafólk hvatt til að "gera betur í umferðinni“ vegna tíðra kvartana sem lögreglu hafa borist vegna þess. 2. ágúst 2018 16:30 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira
Óttast að hjálmaskylda muni draga úr hjólreiðum Frumvarp til nýrra umferðarlaga gerir notkun hjálms að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára. Hjálmaskyldan mun draga úr hjólreiðum að mati Landsamtaka hjólreiðamanna. Borgarfulltrúi Viðreisnar tekur undir það sjónarmið. 3. júní 2019 19:15
Gísli Marteinn deilir við lögreglu um „byltingu gegn hjólreiðum“ Tilkynning lögreglu vakti mikla athygli í gær en í henni var hjólreiðafólk hvatt til að "gera betur í umferðinni“ vegna tíðra kvartana sem lögreglu hafa borist vegna þess. 2. ágúst 2018 16:30