Dýravistfræðingur segir hegðun gæsarinnar eðlilega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2019 20:30 Gæsin liggur á hreiðri sínu EGILL AÐALSTEINSSON Gæs sem búsett er í Breiðholti hefur vakið athygli vegfarenda þar sem hún stendur vörð um hreiður sitt á hringtorgi einu. Vegfarendur eru misánægðir með hegðun gæsarinnar en dýravistfræðingur segir ekki ráð að fjarlægja hana. Gæsin sem um ræðir er staðsett í návígi við hringtorgið að Stekkjarbakka í Breiðholti. Fyrir stuttu réðst hún á hjólreiðamann sem stóð ekki á sama og lýsa íbúar því hvernig hún hvæsir á gangandi vegfarendur eða hreinlega ræðst til atlögu. Dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir hegðun gæsarinnar mjög eðlilega. Á varptíma hrekja þær allt sem þær telja ógn frá hreiðri sínu. Hann segir einstaklingsbundið hversu miklu gæsirnar ógna. Venjan sé að kvenfuglinn liggi á hreiðri en karlfuglinn ver það fyrir utanaðkomandi ógn. „Varptíminn stendur yfir núna og grágæsir eru víða komnar með unga. Að öllum líkindum er stutt í klak og þá fara þær,“ sagði Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.Gæsin er óhrædd við að stöðva umferðSKJÁSKOT ÚR FRÉTTGetur gæsin verið hættuleg í þessu ástandi? „Ég myndi ekki segja það. Þær geta slegið en það lít ég ekki á sem vandamál. Ég hef aldrei lent í því að gæs meiði mig á neinn hátt,“ saði Guðmundur. Þegar fréttastofa heimsótti gæsina umtöluðu var hún róleg og gerði ekki tilraun til að ráðast á fréttamann. Vegfarendur hafa haft samband við lögreglu, vegna gæsarinnar, sem vísar á borgaryfirvöld en einhverjir vegfarendur vilja fá gæsina fjarlægða. „Mér finnst það algjör firra að hlutast til um náttúruna á þann hátt. Það er bara hið besta mál að hafa gæs í borginni,“ sagði Guðmundur. Dýr Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Gæs sem búsett er í Breiðholti hefur vakið athygli vegfarenda þar sem hún stendur vörð um hreiður sitt á hringtorgi einu. Vegfarendur eru misánægðir með hegðun gæsarinnar en dýravistfræðingur segir ekki ráð að fjarlægja hana. Gæsin sem um ræðir er staðsett í návígi við hringtorgið að Stekkjarbakka í Breiðholti. Fyrir stuttu réðst hún á hjólreiðamann sem stóð ekki á sama og lýsa íbúar því hvernig hún hvæsir á gangandi vegfarendur eða hreinlega ræðst til atlögu. Dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands segir hegðun gæsarinnar mjög eðlilega. Á varptíma hrekja þær allt sem þær telja ógn frá hreiðri sínu. Hann segir einstaklingsbundið hversu miklu gæsirnar ógna. Venjan sé að kvenfuglinn liggi á hreiðri en karlfuglinn ver það fyrir utanaðkomandi ógn. „Varptíminn stendur yfir núna og grágæsir eru víða komnar með unga. Að öllum líkindum er stutt í klak og þá fara þær,“ sagði Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.Gæsin er óhrædd við að stöðva umferðSKJÁSKOT ÚR FRÉTTGetur gæsin verið hættuleg í þessu ástandi? „Ég myndi ekki segja það. Þær geta slegið en það lít ég ekki á sem vandamál. Ég hef aldrei lent í því að gæs meiði mig á neinn hátt,“ saði Guðmundur. Þegar fréttastofa heimsótti gæsina umtöluðu var hún róleg og gerði ekki tilraun til að ráðast á fréttamann. Vegfarendur hafa haft samband við lögreglu, vegna gæsarinnar, sem vísar á borgaryfirvöld en einhverjir vegfarendur vilja fá gæsina fjarlægða. „Mér finnst það algjör firra að hlutast til um náttúruna á þann hátt. Það er bara hið besta mál að hafa gæs í borginni,“ sagði Guðmundur.
Dýr Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00