Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júní 2019 13:02 Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er kynjafræðingur. Hún er ötul í baráttu sinni fyrir mannréttindum trans- og intersexfólks á Íslandi. FBL/Stefán Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. Ráðist var gegn transkonu í Árbæ aðfaranótt síðastliðins föstudags. Talið er að þar hafi verið að verki tveir erlendir karlmenn sem réðust á konuna vegna kynvitundar hennar, og því um hatursglæp að ræða. Mennirnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði og samkvæmt upplýsingum frá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar er ekki vitað hverjir voru að verki, en að árásin sé til rannsóknar.Sjá nánar: Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er formaður samtakanna Trans Ísland, en samtökin hafa verið í samskiptum við þolanda árásarinnar, sem Ugla segir ekkert einsdæmi. Hún þekki til þriggja tilfella á skömmum tíma þar sem transmanneskja á Íslandi hefur orðið fyrir alvarlegum fordómum eða ofbeldi. „Glæpirnir eru að verða alvarlegri þótt þeir séu kannski ekkert endilega að færast í aukana, þannig. Ég held bara að þeir séu að koma meira fram á sjónarsviðið ef eitthvað.“ Ugla segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólk vera að aukast í heiminum, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem þrengt hefur verið að lagalegum réttum transfólks á síðustu misserum. „Við erum að sjá þetta alls staðar í heiminum ekki síst þar sem ákveðin pólitísk öfl eru í rauninni að rísa. Þetta eru pólitísk öfl sem eru hvað mest að beita sér gegn mannréttindum yfir höfuð og þá er náttúrulega transfólk eitt af þeim hópum sem verður fyrir barðinu á því.“ Þessi þróun undrirstrikar að mati Uglu mikilvægi þess að þrengja ekki að lögum um hatursorðræðu eins og Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra lagði til. Auk þess yrði það mikil réttarbót ef Alþingi samþykkti frumvarp um kynrænt sjálfræði, sem festir í lög rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt sjálfir. „Vegna þess að frumvarpið um kynrænt sjálfræði í sjálfu sér myndi vera stærsta skref í réttindabaráttu transfólks og intersexfólks jafnvel í heiminum. Það er líf okkar sem er um að ræða þannig að auðvitað ættum við að fá að ráða ferðinni svolítið í þeim málum.“ Jafnréttismál Lögreglumál Tengdar fréttir Telur hatursglæpum hafa fjölgað hér á landi Lögreglan þarf að standa sig betur þegar kemur að hatursglæpum hér á landi að sögn aðjúnkts í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Þekkingu skorti innan lögreglunnar til að bera kennsl á hatursglæpi og skrá þá rétt og því lítil sem engin tölfræði til. 23. apríl 2019 20:30 Börnin sem hafa ekki rödd Börn eiga að hafa frelsi til þess að fá að taka upplýsta ákvörðun um eigin líkama. Það þarf ekki sérfræðing í hinsegin málefnum til þess að átta sig á því að mögulega er verið að gera breytingar á líkama barna sem þeim mun ekki hugnast í framtíðinni, en til eru fjölmörg dæmi um að kynvitund barna passi ekki við það kyn sem er valið. Þessar skurðaðgerðir geta beðið. 15. mars 2019 00:01 Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31 Fólki verði gert mögulegt að breyta kynskráningu sinni í þjóðskrá Forsætisráðherra fer fyrir frumvarpi um kynrænt sjálfstæði einstaklinga. 24. febrúar 2019 20:43 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Sjá meira
Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. Ráðist var gegn transkonu í Árbæ aðfaranótt síðastliðins föstudags. Talið er að þar hafi verið að verki tveir erlendir karlmenn sem réðust á konuna vegna kynvitundar hennar, og því um hatursglæp að ræða. Mennirnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði og samkvæmt upplýsingum frá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar er ekki vitað hverjir voru að verki, en að árásin sé til rannsóknar.Sjá nánar: Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er formaður samtakanna Trans Ísland, en samtökin hafa verið í samskiptum við þolanda árásarinnar, sem Ugla segir ekkert einsdæmi. Hún þekki til þriggja tilfella á skömmum tíma þar sem transmanneskja á Íslandi hefur orðið fyrir alvarlegum fordómum eða ofbeldi. „Glæpirnir eru að verða alvarlegri þótt þeir séu kannski ekkert endilega að færast í aukana, þannig. Ég held bara að þeir séu að koma meira fram á sjónarsviðið ef eitthvað.“ Ugla segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólk vera að aukast í heiminum, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem þrengt hefur verið að lagalegum réttum transfólks á síðustu misserum. „Við erum að sjá þetta alls staðar í heiminum ekki síst þar sem ákveðin pólitísk öfl eru í rauninni að rísa. Þetta eru pólitísk öfl sem eru hvað mest að beita sér gegn mannréttindum yfir höfuð og þá er náttúrulega transfólk eitt af þeim hópum sem verður fyrir barðinu á því.“ Þessi þróun undrirstrikar að mati Uglu mikilvægi þess að þrengja ekki að lögum um hatursorðræðu eins og Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra lagði til. Auk þess yrði það mikil réttarbót ef Alþingi samþykkti frumvarp um kynrænt sjálfræði, sem festir í lög rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt sjálfir. „Vegna þess að frumvarpið um kynrænt sjálfræði í sjálfu sér myndi vera stærsta skref í réttindabaráttu transfólks og intersexfólks jafnvel í heiminum. Það er líf okkar sem er um að ræða þannig að auðvitað ættum við að fá að ráða ferðinni svolítið í þeim málum.“
Jafnréttismál Lögreglumál Tengdar fréttir Telur hatursglæpum hafa fjölgað hér á landi Lögreglan þarf að standa sig betur þegar kemur að hatursglæpum hér á landi að sögn aðjúnkts í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Þekkingu skorti innan lögreglunnar til að bera kennsl á hatursglæpi og skrá þá rétt og því lítil sem engin tölfræði til. 23. apríl 2019 20:30 Börnin sem hafa ekki rödd Börn eiga að hafa frelsi til þess að fá að taka upplýsta ákvörðun um eigin líkama. Það þarf ekki sérfræðing í hinsegin málefnum til þess að átta sig á því að mögulega er verið að gera breytingar á líkama barna sem þeim mun ekki hugnast í framtíðinni, en til eru fjölmörg dæmi um að kynvitund barna passi ekki við það kyn sem er valið. Þessar skurðaðgerðir geta beðið. 15. mars 2019 00:01 Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31 Fólki verði gert mögulegt að breyta kynskráningu sinni í þjóðskrá Forsætisráðherra fer fyrir frumvarpi um kynrænt sjálfstæði einstaklinga. 24. febrúar 2019 20:43 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Sjá meira
Telur hatursglæpum hafa fjölgað hér á landi Lögreglan þarf að standa sig betur þegar kemur að hatursglæpum hér á landi að sögn aðjúnkts í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Þekkingu skorti innan lögreglunnar til að bera kennsl á hatursglæpi og skrá þá rétt og því lítil sem engin tölfræði til. 23. apríl 2019 20:30
Börnin sem hafa ekki rödd Börn eiga að hafa frelsi til þess að fá að taka upplýsta ákvörðun um eigin líkama. Það þarf ekki sérfræðing í hinsegin málefnum til þess að átta sig á því að mögulega er verið að gera breytingar á líkama barna sem þeim mun ekki hugnast í framtíðinni, en til eru fjölmörg dæmi um að kynvitund barna passi ekki við það kyn sem er valið. Þessar skurðaðgerðir geta beðið. 15. mars 2019 00:01
Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31
Fólki verði gert mögulegt að breyta kynskráningu sinni í þjóðskrá Forsætisráðherra fer fyrir frumvarpi um kynrænt sjálfstæði einstaklinga. 24. febrúar 2019 20:43