Fjöldi dauðra hvala á ströndum er vísindamönnum ráðgáta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2019 13:26 Mögulegt er að sandlægjustofninn sé orðinn eins stór og hann getur orðið. Natalie Fobes/Getty Vísindamenn á vegum bandarísku ríkisstjórnarinnar hafa hafið rannsókna á miklum fjölda dauðra sandlægja (e. grey whale) sem skolað hefur upp á vesturströnd Bandaríkjanna. Um 70 hvalir hafa fundist á ströndum Kaliforníu, Washington, Oregon og Alaska frá áramótum en jafn mörgum dauðum sandlægjum hefur ekki skolað upp á þessum slóðum síðan árið 2000. Vísindamenn eru uggandi yfir þessum fjölda dauðra hvala sem fundist hafa og telja dýrin aðeins vera brot af þeim heildarfjölda sandlægja sem drepist hafa á árinu, þar sem flest hvalshræ sökkva beint á sjávarbotninn. Útvegsmáladeild sjávar- og andrúmsloftsstofnunnar Bandaríkjanna segir þessa háu dánartíðni hvalanna óvenjulega og að frekari rannsókna sé þörf. „Margir hvalanna hafa verið horaðir og vannærðir, en það bendir til þess að þeir hafi ekki fengið nóg að éta á síðasta átutímabili á norðurskautinu,“ sagði talsmaður stofnunarinnar, Michael Milstein, í samtali við Guardian. Sandlægjur eru skíðishvalir sem nærast nánast eingöngu á fimm mánaða tímabili frá maí fram í október. Á því tímabili er eðlilegt að meðalsandlægja éti rúmlega tonn á dag af ýmsum botndýrum, svo sem burstaormum, kuðungum, samlokum og sæbjúgum, auk síla og síldartegunda. Sandlægjustofninn hefur síðasta áratuginn mælst í um 27 þúsund dýrum, því hæsta síðan mælingar hófust árið 1967. Tegundin var nálægt útrýmingu þar sem gríðarlega miklar veiðar á stofninum fóru fram á seinni hluta nítjándu aldar. Sandlægjan var friðuð árið 1946 og mælist stofninn nú, eins og áður segir, fjöldameiri en nokkru sinni fyrr. Óvíst er hvort stofninn hefur einfaldlega náð þeim hámarksfjölda sem búsvæði þeirra býður upp á eða hvort bráðnun íss á norðurhveli jarðar sé um að kenna. Bandaríkin Dýr Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Vísindamenn á vegum bandarísku ríkisstjórnarinnar hafa hafið rannsókna á miklum fjölda dauðra sandlægja (e. grey whale) sem skolað hefur upp á vesturströnd Bandaríkjanna. Um 70 hvalir hafa fundist á ströndum Kaliforníu, Washington, Oregon og Alaska frá áramótum en jafn mörgum dauðum sandlægjum hefur ekki skolað upp á þessum slóðum síðan árið 2000. Vísindamenn eru uggandi yfir þessum fjölda dauðra hvala sem fundist hafa og telja dýrin aðeins vera brot af þeim heildarfjölda sandlægja sem drepist hafa á árinu, þar sem flest hvalshræ sökkva beint á sjávarbotninn. Útvegsmáladeild sjávar- og andrúmsloftsstofnunnar Bandaríkjanna segir þessa háu dánartíðni hvalanna óvenjulega og að frekari rannsókna sé þörf. „Margir hvalanna hafa verið horaðir og vannærðir, en það bendir til þess að þeir hafi ekki fengið nóg að éta á síðasta átutímabili á norðurskautinu,“ sagði talsmaður stofnunarinnar, Michael Milstein, í samtali við Guardian. Sandlægjur eru skíðishvalir sem nærast nánast eingöngu á fimm mánaða tímabili frá maí fram í október. Á því tímabili er eðlilegt að meðalsandlægja éti rúmlega tonn á dag af ýmsum botndýrum, svo sem burstaormum, kuðungum, samlokum og sæbjúgum, auk síla og síldartegunda. Sandlægjustofninn hefur síðasta áratuginn mælst í um 27 þúsund dýrum, því hæsta síðan mælingar hófust árið 1967. Tegundin var nálægt útrýmingu þar sem gríðarlega miklar veiðar á stofninum fóru fram á seinni hluta nítjándu aldar. Sandlægjan var friðuð árið 1946 og mælist stofninn nú, eins og áður segir, fjöldameiri en nokkru sinni fyrr. Óvíst er hvort stofninn hefur einfaldlega náð þeim hámarksfjölda sem búsvæði þeirra býður upp á eða hvort bráðnun íss á norðurhveli jarðar sé um að kenna.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira