Fjöldi dauðra hvala á ströndum er vísindamönnum ráðgáta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2019 13:26 Mögulegt er að sandlægjustofninn sé orðinn eins stór og hann getur orðið. Natalie Fobes/Getty Vísindamenn á vegum bandarísku ríkisstjórnarinnar hafa hafið rannsókna á miklum fjölda dauðra sandlægja (e. grey whale) sem skolað hefur upp á vesturströnd Bandaríkjanna. Um 70 hvalir hafa fundist á ströndum Kaliforníu, Washington, Oregon og Alaska frá áramótum en jafn mörgum dauðum sandlægjum hefur ekki skolað upp á þessum slóðum síðan árið 2000. Vísindamenn eru uggandi yfir þessum fjölda dauðra hvala sem fundist hafa og telja dýrin aðeins vera brot af þeim heildarfjölda sandlægja sem drepist hafa á árinu, þar sem flest hvalshræ sökkva beint á sjávarbotninn. Útvegsmáladeild sjávar- og andrúmsloftsstofnunnar Bandaríkjanna segir þessa háu dánartíðni hvalanna óvenjulega og að frekari rannsókna sé þörf. „Margir hvalanna hafa verið horaðir og vannærðir, en það bendir til þess að þeir hafi ekki fengið nóg að éta á síðasta átutímabili á norðurskautinu,“ sagði talsmaður stofnunarinnar, Michael Milstein, í samtali við Guardian. Sandlægjur eru skíðishvalir sem nærast nánast eingöngu á fimm mánaða tímabili frá maí fram í október. Á því tímabili er eðlilegt að meðalsandlægja éti rúmlega tonn á dag af ýmsum botndýrum, svo sem burstaormum, kuðungum, samlokum og sæbjúgum, auk síla og síldartegunda. Sandlægjustofninn hefur síðasta áratuginn mælst í um 27 þúsund dýrum, því hæsta síðan mælingar hófust árið 1967. Tegundin var nálægt útrýmingu þar sem gríðarlega miklar veiðar á stofninum fóru fram á seinni hluta nítjándu aldar. Sandlægjan var friðuð árið 1946 og mælist stofninn nú, eins og áður segir, fjöldameiri en nokkru sinni fyrr. Óvíst er hvort stofninn hefur einfaldlega náð þeim hámarksfjölda sem búsvæði þeirra býður upp á eða hvort bráðnun íss á norðurhveli jarðar sé um að kenna. Bandaríkin Dýr Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Vísindamenn á vegum bandarísku ríkisstjórnarinnar hafa hafið rannsókna á miklum fjölda dauðra sandlægja (e. grey whale) sem skolað hefur upp á vesturströnd Bandaríkjanna. Um 70 hvalir hafa fundist á ströndum Kaliforníu, Washington, Oregon og Alaska frá áramótum en jafn mörgum dauðum sandlægjum hefur ekki skolað upp á þessum slóðum síðan árið 2000. Vísindamenn eru uggandi yfir þessum fjölda dauðra hvala sem fundist hafa og telja dýrin aðeins vera brot af þeim heildarfjölda sandlægja sem drepist hafa á árinu, þar sem flest hvalshræ sökkva beint á sjávarbotninn. Útvegsmáladeild sjávar- og andrúmsloftsstofnunnar Bandaríkjanna segir þessa háu dánartíðni hvalanna óvenjulega og að frekari rannsókna sé þörf. „Margir hvalanna hafa verið horaðir og vannærðir, en það bendir til þess að þeir hafi ekki fengið nóg að éta á síðasta átutímabili á norðurskautinu,“ sagði talsmaður stofnunarinnar, Michael Milstein, í samtali við Guardian. Sandlægjur eru skíðishvalir sem nærast nánast eingöngu á fimm mánaða tímabili frá maí fram í október. Á því tímabili er eðlilegt að meðalsandlægja éti rúmlega tonn á dag af ýmsum botndýrum, svo sem burstaormum, kuðungum, samlokum og sæbjúgum, auk síla og síldartegunda. Sandlægjustofninn hefur síðasta áratuginn mælst í um 27 þúsund dýrum, því hæsta síðan mælingar hófust árið 1967. Tegundin var nálægt útrýmingu þar sem gríðarlega miklar veiðar á stofninum fóru fram á seinni hluta nítjándu aldar. Sandlægjan var friðuð árið 1946 og mælist stofninn nú, eins og áður segir, fjöldameiri en nokkru sinni fyrr. Óvíst er hvort stofninn hefur einfaldlega náð þeim hámarksfjölda sem búsvæði þeirra býður upp á eða hvort bráðnun íss á norðurhveli jarðar sé um að kenna.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira