Ekki hægt að eyða lúpínunni sem breytir landinu varanlega Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 19. júní 2019 07:30 Lúpínubreiður setja mjög mikinn svip á Keldnaholt við Grafarvogshverfið í Reykjavík. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Lúpínan er dugleg planta. Hún er skilgreind sem ágeng tegund og hún í rauninni er að breiðast út víða í borgarlandinu,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. Borgarbúar hafa tekið eftir mikilli útbreiðslu lúpínu í borginni og eru skiptar skoðanir á ágæti hennar. „Ef maður lítur nokkur ár aftur í tímann má sjá að minna var af lúpínunni en núna er. Þar sem eru góð skilyrði fyrir hana hefur hún teygt sig um svona einn til tvo metra á ári. Nú þegar hún er í fullum blóma er hún áberandi, sést rosa vel,“ segir Þórólfur. Lúpínan getur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á það landsvæði sem hún tekur undir sig. Svæðin breytast og verða móttækilegri fyrir öðrum gróðurtegundum en þeim sem fyrir voru. Þar sem lúpínan vex verður auðveldara að rækta gras- og blómlendi sem og skóga. Á sama tíma hverfur þar gróðurinn sem fyrr var, svo sem berjalyng. „Lúpínan í rauninni breytir landinu varanlega,“ segir Þórólfur.Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. „Hún er að breyta magurri jörð í frjósama þannig að það eru þá kostir hennar. Þar er þá til dæmis fínt að rækta skóg eða eitthvað slíkt síðar en hún náttúrulega kæfir þennan litla smágróður sem er á melum og holtum. Við viljum gjarnan halda líka í berjabrekkurnar, lyngið og smágróðurinn.“ Aðspurður um stefnu borgarinnar er kemur að útbreiðslu lúpínu segir Þórólfur að óraunhæft sé að ætla sér að eyða henni en að stefnt sé að því að halda henni í skefjum á ákveðnum svæðum. „Við þurfum að forgangsraða því hvaða svæði við tökum fyrir. Náttúruverndarsvæðin okkar eru þau svæði sem við höfum aðallega verið að horfa á. Við vildum gjarnan gera meira en til þess þarf aukinn mannafla og fjármagn,“ segir Þórólfur og bætir við að Vinnuskóli Reykjavíkur og sjálfboðaliðar frá Umhverfisstofnun hafi tekið þátt í verkefninu. „Bæði nú í sumar og í fyrrasumar hefur vinnuskólinn tekið að sér vinnu tengda því að minnka útbreiðslu lúpínu og einnig höfum við unnið með sjálfboðaliðum frá Umhverfisstofnun af og til á undanförnum árum. Við höfum áhuga á því að gera meira, til dæmis að fara í Rauðhóla, þeir eru dæmi um svæði þar sem auðvelt er fyrir lúpínu að dreifa úr sér,“ segir Þórólfur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
„Lúpínan er dugleg planta. Hún er skilgreind sem ágeng tegund og hún í rauninni er að breiðast út víða í borgarlandinu,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. Borgarbúar hafa tekið eftir mikilli útbreiðslu lúpínu í borginni og eru skiptar skoðanir á ágæti hennar. „Ef maður lítur nokkur ár aftur í tímann má sjá að minna var af lúpínunni en núna er. Þar sem eru góð skilyrði fyrir hana hefur hún teygt sig um svona einn til tvo metra á ári. Nú þegar hún er í fullum blóma er hún áberandi, sést rosa vel,“ segir Þórólfur. Lúpínan getur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á það landsvæði sem hún tekur undir sig. Svæðin breytast og verða móttækilegri fyrir öðrum gróðurtegundum en þeim sem fyrir voru. Þar sem lúpínan vex verður auðveldara að rækta gras- og blómlendi sem og skóga. Á sama tíma hverfur þar gróðurinn sem fyrr var, svo sem berjalyng. „Lúpínan í rauninni breytir landinu varanlega,“ segir Þórólfur.Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. „Hún er að breyta magurri jörð í frjósama þannig að það eru þá kostir hennar. Þar er þá til dæmis fínt að rækta skóg eða eitthvað slíkt síðar en hún náttúrulega kæfir þennan litla smágróður sem er á melum og holtum. Við viljum gjarnan halda líka í berjabrekkurnar, lyngið og smágróðurinn.“ Aðspurður um stefnu borgarinnar er kemur að útbreiðslu lúpínu segir Þórólfur að óraunhæft sé að ætla sér að eyða henni en að stefnt sé að því að halda henni í skefjum á ákveðnum svæðum. „Við þurfum að forgangsraða því hvaða svæði við tökum fyrir. Náttúruverndarsvæðin okkar eru þau svæði sem við höfum aðallega verið að horfa á. Við vildum gjarnan gera meira en til þess þarf aukinn mannafla og fjármagn,“ segir Þórólfur og bætir við að Vinnuskóli Reykjavíkur og sjálfboðaliðar frá Umhverfisstofnun hafi tekið þátt í verkefninu. „Bæði nú í sumar og í fyrrasumar hefur vinnuskólinn tekið að sér vinnu tengda því að minnka útbreiðslu lúpínu og einnig höfum við unnið með sjálfboðaliðum frá Umhverfisstofnun af og til á undanförnum árum. Við höfum áhuga á því að gera meira, til dæmis að fara í Rauðhóla, þeir eru dæmi um svæði þar sem auðvelt er fyrir lúpínu að dreifa úr sér,“ segir Þórólfur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira