62 prósent rekstraraðila í miðbænum enn ósáttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 15:10 Laugavegi verður lokað frá Klapparstígi og niður Bankastræti að Lækjargötu í sumar. Aksturstefnu verður breytt ofan Klapparstígs þar sem keyrt verður upp Laugaveginn. Vísir/Vilhelm Um helmingur borgarbúa er hlynntur göngugötum í miðborg Reykjavíkur. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir framkvæmdi fyrir Miðborgina okkar og Samtök verslunar og þjónustu. 49% almennings er mjög eða frekar hlynntur göngugötum en 33% almennings er frekar eða mjög andvígur. Öðrum stendur á sama. Rekstaraðilum í miðborginni líst almennt ekki vel á áætlanir borgarstjórnar að gera Laugaveg og Bankastræti að göngugötum allt árið. 62% þeirra eru neikvæðir gagnvart göngugötum allt árið á meðan um 30% eru jákvæðir. Undanfarin ár hafa Bankastræti og hluti Laugavegar verið lokuð yfir sumartímann en til stendur að útfæra lokunina fyrir allt árið. Er málið á borði umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. Formaður Miðborgarinnar okkar, samtök sem um 100 rekstraraðilar í borginni eru hluti af, segir kaupmenn þurfa að horfa fram á veginn. Ekki þýði að líta endurtekið um öxl til gósentíðar þegar samkeppnin við Laugaveginn hafi verið lítil. Íbúar í nærumhverfi duglegastir að sækja miðbæinn heim Niðurstöður könnunarinnar sýna svart á hvítu að þeir sem búa í eða nálægt miðborginni eru líklegri til að versla eða sækja sér þjónustu í miðbæinn en þeir sem búa fjær. Sá hópur er einnig mun hlynntari göngugötum. Sami hópur segist einnig líklegri til að koma jafn oft eða oftar í bæinn þegar göngugötur eru orðnar varanlegar. „Það eru frábærar fréttir“ segir Guðrún Jóhannesdóttir formaður Miðborgarinnar Okkar, hagsmunasamtaka rekstraraðila í miðborginni, í tilkynningu frá Miðborginni okkar. Guðrún rekur verslunina Kokka við Laugaveg. „Það að tæp 70% þeirra sem sækja miðborgina heim sjái fyrir sér að þeir muni koma jafnoft eða oftar í bæinn þegar göngugöturnar verða að veruleika er auðvitað mjög ánægjulegt fyrir okkur sem erum með rekstur í miðbænum“. 44 ára og yngri eru marktækt hlynntari göngugötum en þeir sem eldri eru. Í aldurshópnum 25 til 34 ára eru til að mynda 61% borgarbúa fylgjandi göngugötum meðan einungis 36% í elsta aldurshópnum eru hlynntir eða mjög hlynntir. „Maður finnur það vel í samtölum við viðskiptavini“ segir Guðrún.Yngra fólk hugsi meira um mengun og umhverfisþætti „Þeir sem yngri eru koma oftar gangandi, á hjóli eða með strætó. Sá kúnnahópur er að hugsa um umhverfið og vill njóta sín í bænum án þess að hafa áhyggjur af bílaumferð á helstu verslunargötu borgarinnar. Maður heyrir mikið frá þeim sem eru með börn að þau hlakki til meira afslappandi bæjarferða.“ Guðrún segir einnig þá sem yngri eru líklegri til að nefna mengun og verri hljóðvist ástæðuna fyrir því að þeir vilji ekki hafa bílaumferð á Laugaveginum. Borgarbúar tilgreina margar ástæður þess að göngugötur séu af hinu góða. Helstu ástæðurnar eru þær að göngugötur skapi skemmtilegri stemningu, kalli á aukið mannlíf og auki loftgæði. Andstæðingar göngugatna nefna helst að veðrið og tíðarfarið skipti þar mestu og skert aðgengi. Aðspurð segir Guðrún þá ástæðu áhugaverða, því margir nefni bætt aðgengi sem eina ástæðu þess að þeir eru hlynntir göngugötum. „Borgin er í samstarfi við Öryrkjabandalagið til að tryggja að aðgengi fyrir fatlaða verði betra en hingað til með tilkomu göngugatna. Miðborgin hefur ítrekað fengið falleinkun hjá öryrkjum vegna aðgengismála og á göngugötu myndast mun betra rými til að aðlaga yfirborð götunnar að inngangi verslunar. Því tel ég þetta mikla framför.“ Einnig nefna þeir sem eru neikvæðir í garð göngugatna það að bílastæðum muni fækka. Guðrún nefnir í því samhengi að ekki séu mörg stæði á Laugaveginum eins og hann er í dag en þau eru 48 í heildina. „Í bílastæðahúsum miðborgarinnar eru nú yfir 3.000 bílastæði og þeim á eftir að fjölga í rúm 4.000 þegar Hafnartorg verður fullbyggt. Þar fyrir utan eru ótal stæði í nærliggjandi götum og þeim götum sem þvera Laugaveginn. Það stendur ekki til að loka þeim svo aðgengi fyrir gesti á einkabílnum verður áfram mjög gott.“Afstaða rekstraraðila neikvæðari Samfara könnuninni meðal almennings var könnuð afstaða rekstraraðila í miðborginni. Niðurstaða þeirrar könnunar sýnir að meirihluti rekstraraðila hefur áhyggjur af breyttu fyrirkomulagi og er andvígur varanlegum göngugötum. 62% þeirra sem svöruðu eru neikvæðir gagnvart göngugötum í miðborginni á meðan rétt tæp 30% eru jákvæðir. Aðspurð segist Guðrún hafa fullan skilning á því að rekstraraðilar hafi áhyggjur af þeim breytingum sem fram undan eru. „Það er mjög eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af afkomu sinni, en könnunin meðal almennings sýnir fram á að viðskiptavinir okkar eru fylgjandi göngugötum. Ég hlýt að vilja bjóða upp á það umhverfi sem viðskiptavinurinn sækist eftir. Er það ekki það sem viðskipti ganga út á?“ spyr Guðrún. Athygli vekur að rekstaraðilar á svæðum þar sem aldrei hefur verið lokað fyrir bílaumferð eru frekar á móti. Á meðan að á þeim svæðum þar sem sumargötur hafa verið undanfarin ár eru færri mótfallnir göngugötum þó þeir séu í minnihluta. Þau svæði í miðborginni þar sem yfirgnæfandi hluti rekstaraðila er fylgjandi göngugötum eru Kvosin, Hafnartorg og Grandinn. „Maður finnur líka kynslóðabilið þarna“ segir Guðrún. „Yngri kaupmenn eru frekar fylgjandi göngugötum en þeir sem eldri eru. Það skýrist kannski líka af því að yngri kaupmenn eru líklegri til að nýta sér stafræna tækni í viðskiptum. Ég hef oft bent á að búðagluggi dagsins í dag er ekki við umferðargötu, hann er á netinu. Viðskiptavinur dagsins í dag er búinn að kynna sér vöruúrvalið í netverslun eða á samfélagsmiðlum áður en hann gerir sér fer. Það á jafnt við um verslanir í miðbænum og annars staðar. Sú staðreynd sem við kaupmenn stöndum frammi fyrir er að borgarstjórn hefur tekið þessa ákvörðun út frá stefnu og framtíðarsýn núverandi meirihluta. Hún er einnig studd af vilja borgarbúa. Kaupmenn þurfa einfaldlega að horfa fram á veginn og hætta líta sífellt um öxl til einhverrar gósentíðar þegar samkeppnin við Laugaveginn var lítil sem engin. Samkeppnin um viðskiptavininn er orðin harðari og við þurfum því að hlusta á óskir og væntingar þeirra sem sækja miðborgina heim.“Borða, drekka og skemmta sér Þeir sem heimsækja miðborgina oftar eru hlynntari göngugötum en þeir sem heimsækja hana sjaldan eða aldrei. 75% þeirra sem nýta sér þjónustu í miðborginni vikulega eða oftar eru jákvæðir gagnvart göngugötum. Hins vegar eru 27% þeirra sem hafa aldrei nýtt sér þjónustu í miðborg Reykjavíkur á síðastliðnum tólf mánuðum hlynntir göngugötum. Samkvæmt könnuninni hafa borgarbúar helst verið að nýta sér þjónustu veitingastaða, kaffihúsa og skemmtistaða í miðbænum. Af þeim sem komið hafa í bæinn undanfarna 12 mánuði hafa 90% karla og 94% kvenna heimsótt miðborgina í þeim tilgangi. Einnig koma margir til að versla eða 64% karla og 71% kvenna. Þá nýtur vinsælda að heimsækja listagallerí og söfn í miðbænum en 58% karla og 73% kvenna höfðu gert það. Göngugötur Neytendur Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Um helmingur borgarbúa er hlynntur göngugötum í miðborg Reykjavíkur. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir framkvæmdi fyrir Miðborgina okkar og Samtök verslunar og þjónustu. 49% almennings er mjög eða frekar hlynntur göngugötum en 33% almennings er frekar eða mjög andvígur. Öðrum stendur á sama. Rekstaraðilum í miðborginni líst almennt ekki vel á áætlanir borgarstjórnar að gera Laugaveg og Bankastræti að göngugötum allt árið. 62% þeirra eru neikvæðir gagnvart göngugötum allt árið á meðan um 30% eru jákvæðir. Undanfarin ár hafa Bankastræti og hluti Laugavegar verið lokuð yfir sumartímann en til stendur að útfæra lokunina fyrir allt árið. Er málið á borði umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. Formaður Miðborgarinnar okkar, samtök sem um 100 rekstraraðilar í borginni eru hluti af, segir kaupmenn þurfa að horfa fram á veginn. Ekki þýði að líta endurtekið um öxl til gósentíðar þegar samkeppnin við Laugaveginn hafi verið lítil. Íbúar í nærumhverfi duglegastir að sækja miðbæinn heim Niðurstöður könnunarinnar sýna svart á hvítu að þeir sem búa í eða nálægt miðborginni eru líklegri til að versla eða sækja sér þjónustu í miðbæinn en þeir sem búa fjær. Sá hópur er einnig mun hlynntari göngugötum. Sami hópur segist einnig líklegri til að koma jafn oft eða oftar í bæinn þegar göngugötur eru orðnar varanlegar. „Það eru frábærar fréttir“ segir Guðrún Jóhannesdóttir formaður Miðborgarinnar Okkar, hagsmunasamtaka rekstraraðila í miðborginni, í tilkynningu frá Miðborginni okkar. Guðrún rekur verslunina Kokka við Laugaveg. „Það að tæp 70% þeirra sem sækja miðborgina heim sjái fyrir sér að þeir muni koma jafnoft eða oftar í bæinn þegar göngugöturnar verða að veruleika er auðvitað mjög ánægjulegt fyrir okkur sem erum með rekstur í miðbænum“. 44 ára og yngri eru marktækt hlynntari göngugötum en þeir sem eldri eru. Í aldurshópnum 25 til 34 ára eru til að mynda 61% borgarbúa fylgjandi göngugötum meðan einungis 36% í elsta aldurshópnum eru hlynntir eða mjög hlynntir. „Maður finnur það vel í samtölum við viðskiptavini“ segir Guðrún.Yngra fólk hugsi meira um mengun og umhverfisþætti „Þeir sem yngri eru koma oftar gangandi, á hjóli eða með strætó. Sá kúnnahópur er að hugsa um umhverfið og vill njóta sín í bænum án þess að hafa áhyggjur af bílaumferð á helstu verslunargötu borgarinnar. Maður heyrir mikið frá þeim sem eru með börn að þau hlakki til meira afslappandi bæjarferða.“ Guðrún segir einnig þá sem yngri eru líklegri til að nefna mengun og verri hljóðvist ástæðuna fyrir því að þeir vilji ekki hafa bílaumferð á Laugaveginum. Borgarbúar tilgreina margar ástæður þess að göngugötur séu af hinu góða. Helstu ástæðurnar eru þær að göngugötur skapi skemmtilegri stemningu, kalli á aukið mannlíf og auki loftgæði. Andstæðingar göngugatna nefna helst að veðrið og tíðarfarið skipti þar mestu og skert aðgengi. Aðspurð segir Guðrún þá ástæðu áhugaverða, því margir nefni bætt aðgengi sem eina ástæðu þess að þeir eru hlynntir göngugötum. „Borgin er í samstarfi við Öryrkjabandalagið til að tryggja að aðgengi fyrir fatlaða verði betra en hingað til með tilkomu göngugatna. Miðborgin hefur ítrekað fengið falleinkun hjá öryrkjum vegna aðgengismála og á göngugötu myndast mun betra rými til að aðlaga yfirborð götunnar að inngangi verslunar. Því tel ég þetta mikla framför.“ Einnig nefna þeir sem eru neikvæðir í garð göngugatna það að bílastæðum muni fækka. Guðrún nefnir í því samhengi að ekki séu mörg stæði á Laugaveginum eins og hann er í dag en þau eru 48 í heildina. „Í bílastæðahúsum miðborgarinnar eru nú yfir 3.000 bílastæði og þeim á eftir að fjölga í rúm 4.000 þegar Hafnartorg verður fullbyggt. Þar fyrir utan eru ótal stæði í nærliggjandi götum og þeim götum sem þvera Laugaveginn. Það stendur ekki til að loka þeim svo aðgengi fyrir gesti á einkabílnum verður áfram mjög gott.“Afstaða rekstraraðila neikvæðari Samfara könnuninni meðal almennings var könnuð afstaða rekstraraðila í miðborginni. Niðurstaða þeirrar könnunar sýnir að meirihluti rekstraraðila hefur áhyggjur af breyttu fyrirkomulagi og er andvígur varanlegum göngugötum. 62% þeirra sem svöruðu eru neikvæðir gagnvart göngugötum í miðborginni á meðan rétt tæp 30% eru jákvæðir. Aðspurð segist Guðrún hafa fullan skilning á því að rekstraraðilar hafi áhyggjur af þeim breytingum sem fram undan eru. „Það er mjög eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af afkomu sinni, en könnunin meðal almennings sýnir fram á að viðskiptavinir okkar eru fylgjandi göngugötum. Ég hlýt að vilja bjóða upp á það umhverfi sem viðskiptavinurinn sækist eftir. Er það ekki það sem viðskipti ganga út á?“ spyr Guðrún. Athygli vekur að rekstaraðilar á svæðum þar sem aldrei hefur verið lokað fyrir bílaumferð eru frekar á móti. Á meðan að á þeim svæðum þar sem sumargötur hafa verið undanfarin ár eru færri mótfallnir göngugötum þó þeir séu í minnihluta. Þau svæði í miðborginni þar sem yfirgnæfandi hluti rekstaraðila er fylgjandi göngugötum eru Kvosin, Hafnartorg og Grandinn. „Maður finnur líka kynslóðabilið þarna“ segir Guðrún. „Yngri kaupmenn eru frekar fylgjandi göngugötum en þeir sem eldri eru. Það skýrist kannski líka af því að yngri kaupmenn eru líklegri til að nýta sér stafræna tækni í viðskiptum. Ég hef oft bent á að búðagluggi dagsins í dag er ekki við umferðargötu, hann er á netinu. Viðskiptavinur dagsins í dag er búinn að kynna sér vöruúrvalið í netverslun eða á samfélagsmiðlum áður en hann gerir sér fer. Það á jafnt við um verslanir í miðbænum og annars staðar. Sú staðreynd sem við kaupmenn stöndum frammi fyrir er að borgarstjórn hefur tekið þessa ákvörðun út frá stefnu og framtíðarsýn núverandi meirihluta. Hún er einnig studd af vilja borgarbúa. Kaupmenn þurfa einfaldlega að horfa fram á veginn og hætta líta sífellt um öxl til einhverrar gósentíðar þegar samkeppnin við Laugaveginn var lítil sem engin. Samkeppnin um viðskiptavininn er orðin harðari og við þurfum því að hlusta á óskir og væntingar þeirra sem sækja miðborgina heim.“Borða, drekka og skemmta sér Þeir sem heimsækja miðborgina oftar eru hlynntari göngugötum en þeir sem heimsækja hana sjaldan eða aldrei. 75% þeirra sem nýta sér þjónustu í miðborginni vikulega eða oftar eru jákvæðir gagnvart göngugötum. Hins vegar eru 27% þeirra sem hafa aldrei nýtt sér þjónustu í miðborg Reykjavíkur á síðastliðnum tólf mánuðum hlynntir göngugötum. Samkvæmt könnuninni hafa borgarbúar helst verið að nýta sér þjónustu veitingastaða, kaffihúsa og skemmtistaða í miðbænum. Af þeim sem komið hafa í bæinn undanfarna 12 mánuði hafa 90% karla og 94% kvenna heimsótt miðborgina í þeim tilgangi. Einnig koma margir til að versla eða 64% karla og 71% kvenna. Þá nýtur vinsælda að heimsækja listagallerí og söfn í miðbænum en 58% karla og 73% kvenna höfðu gert það.
Göngugötur Neytendur Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira