Ráðherra segir misskilning tefja umræðu um nýjan þjóðarleikvang í handbolta Anton Ingi Leifsson skrifar 28. júní 2019 21:45 Misskilningur milli HSÍ og ríkisins gerir það að verkum að engar viðræður hafa átt sér stað um nýjan þjóðarleikvang fyrir handbolta á Íslandi. Þetta staðfesti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag þar sem Lilja var spurð afhverju ríkið hefði ekki gefið handboltanum á Íslandi betri svör en hafa borist. „Það ber fyrst að nefna að við settum á laggirnar nýja reglugerð um þjóðarleikvanga í fyrra. Í henni er kveðið á um formlegt ferli umsókna um þjóðleikvanga,“ sagði Lilja í spjalli sínu við Reykjavík síðdegis í dag. „Hún er framfaraskref því hún bætir umgjörð og faglega ákvörðunartöku. Þar sem sérsamböndin þurfa að gera er að þau þurfa að vinna að þarfagreiningu, eiga samtöl við viðkomandi sveitarfélög og vinna umsókn í gegnum ÍSÍ, sem síðan sendir ráðuneytinu.“ „Það hefur ekki borist til okkar sú umsókn til að meta og fara yfir. Við munum að sjálfsögðu taka vel í þá umsókn frá viðkomandi sérsambandi með það að markmiði að bæta þjóðarleikvanga hér á landi.“ Lilja segir að fyrst og fremst þurfi HSÍ að vinna að greinngunni, innan sinna raða, áður en þeir sendi inn umsóknina. Sú umsókn og greining hafi aldrei borist. „Það er sérsambandanna að fara í þarfagreininguna og tala við sveitarfélagið og koma svo til okkar. Ég vil líka nefna það að það er búið að setja á laggirnar nefnd um þjóðarleikvanga sem ÍSÍ er með. Það hefur heilmikið gerst,“ segir Lilja.Úr landsleik í Laugardalshöll.vísir/vilhelmLilja bætir við að hún hafi átt samtal við borgarstjórann í Reykjavík, Dag B. Eggertsson, og þau bæði hafa verið sammála um það, að viljinn sé fyrir hendi. „Ég hef verið í sambandi við borgarstjórann og við höfum farið yfir það hvernig við getum komið til móts við HSÍ. Auðvitað erum við handboltaþjóð. Auðvitað viljum við hafa þetta í góðum farvegi og við höfum verið að leggja grunninn að því.“ „Íþróttastarf og árangur okkar er framúrskarandi. Við þurfum að hafa aðstöðuna þannig og okkar metnaður er til þess,“ en HSÍ þarf hins vegar að klára sína umsókn að fullnustu, segir Lilja: „Umsóknin þarf að koma. Ákveðin þarfagreining þarf að eiga sér stað. Ég hef verið í sambandi við mína embættismenn, því það vita allir hér í ráðuneytinu að ég er sjálf mikil íþróttamanneskja og sæki landsleiki reglulega og aðra leiki. Mér finnst afskaplega mikilvægt að við sníðum alla umgjörð í kringum menningarstarf og við gerum það eins vel og hægt er.“ „Við gerum ákveðnar kröfur til sérsambandanna að þau vinni sína heimavinnu. Ég hef ítrekað spurt um hvort að þessi umsókn sé komin hingað inn. Mér skilst að svo sé ekki.“ Það er þó tilhlökkun í Lilju að umsóknin berist loks inn á borð ríkisins og að hún fari að skoða málið af alvöru. „Ég hlakka til að fá þessa umsókn og fara yfir hana eftir að það er búið að vinna þessa heimavinnu. Þetta ráðuneyti er opið fyrir öllu frá því frábæra fólki sem er að vinna frábært starf um allt land til að efla íþróttir og heilsu landsmanna,“ sagði Lilja. Viðtalið í heild sinni má heyra í glugganum efst í fréttinni. Íslenski handboltinn Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. 21. júní 2019 10:57 HSÍ kallar eftir svörum: "Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Landsliðin okkar í handbolta eru á undanþágu og ljóst er að það þarf nýja þjóðarhöll sem allra, allra fyrst. 27. júní 2019 07:00 Engin keppnishöll uppfyllti skilyrði EHF Það var hiti yfir málinu í dag en nú hefur borist skýring. 21. júní 2019 17:44 Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Misskilningur milli HSÍ og ríkisins gerir það að verkum að engar viðræður hafa átt sér stað um nýjan þjóðarleikvang fyrir handbolta á Íslandi. Þetta staðfesti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag þar sem Lilja var spurð afhverju ríkið hefði ekki gefið handboltanum á Íslandi betri svör en hafa borist. „Það ber fyrst að nefna að við settum á laggirnar nýja reglugerð um þjóðarleikvanga í fyrra. Í henni er kveðið á um formlegt ferli umsókna um þjóðleikvanga,“ sagði Lilja í spjalli sínu við Reykjavík síðdegis í dag. „Hún er framfaraskref því hún bætir umgjörð og faglega ákvörðunartöku. Þar sem sérsamböndin þurfa að gera er að þau þurfa að vinna að þarfagreiningu, eiga samtöl við viðkomandi sveitarfélög og vinna umsókn í gegnum ÍSÍ, sem síðan sendir ráðuneytinu.“ „Það hefur ekki borist til okkar sú umsókn til að meta og fara yfir. Við munum að sjálfsögðu taka vel í þá umsókn frá viðkomandi sérsambandi með það að markmiði að bæta þjóðarleikvanga hér á landi.“ Lilja segir að fyrst og fremst þurfi HSÍ að vinna að greinngunni, innan sinna raða, áður en þeir sendi inn umsóknina. Sú umsókn og greining hafi aldrei borist. „Það er sérsambandanna að fara í þarfagreininguna og tala við sveitarfélagið og koma svo til okkar. Ég vil líka nefna það að það er búið að setja á laggirnar nefnd um þjóðarleikvanga sem ÍSÍ er með. Það hefur heilmikið gerst,“ segir Lilja.Úr landsleik í Laugardalshöll.vísir/vilhelmLilja bætir við að hún hafi átt samtal við borgarstjórann í Reykjavík, Dag B. Eggertsson, og þau bæði hafa verið sammála um það, að viljinn sé fyrir hendi. „Ég hef verið í sambandi við borgarstjórann og við höfum farið yfir það hvernig við getum komið til móts við HSÍ. Auðvitað erum við handboltaþjóð. Auðvitað viljum við hafa þetta í góðum farvegi og við höfum verið að leggja grunninn að því.“ „Íþróttastarf og árangur okkar er framúrskarandi. Við þurfum að hafa aðstöðuna þannig og okkar metnaður er til þess,“ en HSÍ þarf hins vegar að klára sína umsókn að fullnustu, segir Lilja: „Umsóknin þarf að koma. Ákveðin þarfagreining þarf að eiga sér stað. Ég hef verið í sambandi við mína embættismenn, því það vita allir hér í ráðuneytinu að ég er sjálf mikil íþróttamanneskja og sæki landsleiki reglulega og aðra leiki. Mér finnst afskaplega mikilvægt að við sníðum alla umgjörð í kringum menningarstarf og við gerum það eins vel og hægt er.“ „Við gerum ákveðnar kröfur til sérsambandanna að þau vinni sína heimavinnu. Ég hef ítrekað spurt um hvort að þessi umsókn sé komin hingað inn. Mér skilst að svo sé ekki.“ Það er þó tilhlökkun í Lilju að umsóknin berist loks inn á borð ríkisins og að hún fari að skoða málið af alvöru. „Ég hlakka til að fá þessa umsókn og fara yfir hana eftir að það er búið að vinna þessa heimavinnu. Þetta ráðuneyti er opið fyrir öllu frá því frábæra fólki sem er að vinna frábært starf um allt land til að efla íþróttir og heilsu landsmanna,“ sagði Lilja. Viðtalið í heild sinni má heyra í glugganum efst í fréttinni.
Íslenski handboltinn Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. 21. júní 2019 10:57 HSÍ kallar eftir svörum: "Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Landsliðin okkar í handbolta eru á undanþágu og ljóst er að það þarf nýja þjóðarhöll sem allra, allra fyrst. 27. júní 2019 07:00 Engin keppnishöll uppfyllti skilyrði EHF Það var hiti yfir málinu í dag en nú hefur borist skýring. 21. júní 2019 17:44 Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. 21. júní 2019 10:57
HSÍ kallar eftir svörum: "Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Landsliðin okkar í handbolta eru á undanþágu og ljóst er að það þarf nýja þjóðarhöll sem allra, allra fyrst. 27. júní 2019 07:00
Engin keppnishöll uppfyllti skilyrði EHF Það var hiti yfir málinu í dag en nú hefur borist skýring. 21. júní 2019 17:44
Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16
Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32