Ekki forsvaranlegt að loka börn inni í menguðu húsnæði Ari Brynjólfsson skrifar 24. júní 2019 07:00 Í álmunni sem var lokað í Breiðholtsskóla í vor eftir að mygla fannst þar eru átta kennslustofur. Fréttablaðið/Ernir Samdráttur í útgjöldum til viðhalds eftir hrun hefur leitt til mygluvandamála í skólum. Sveppafræðingur segir ekki forsvaranlegt að loka börn inni í húsnæði sem mengað er af myglu. Fyrrverandi starfsmaður Breiðholtsskóla segist hafa fundið fyrir alvarlegum einkennum sem læknir rakti til myglu. „Ég er á því að gamalt fólk sem fær heimahjúkrun og ýmsa aðstoð á vegum sveitarfélagsins svo að það geti dvalið sem lengst heima hjá sér, ætti að fá smið í heimsókn sem hluta af þjónustunni. Það gerist of oft að þegar fólk eldist að það hætti að geta sinnt eðlilegu viðhaldi húsnæðisins og þá er hætta á að það fari að mygla en sjúklingar og gamalt fólk er svo viðkvæmt fyrir mengun af því tagi. Eftir hrunið var víða dregið saman í útgjöldum til viðhalds, það er að koma í bakið á fólki núna,“ segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Fossvogsskóla var lokað í vor eftir að mygla fannst í húsnæðinu, en einnig er verið að skoða ástand Ártúnsskóla. Í vor var álmu í Breiðholtsskóla lokað í kjölfar þess að mygla fannst í húsnæðinu. Um er að ræða átta kennslustofur sem verða endurnýjaðar að fullu innandyra, búist er við því að framkvæmdum ljúki næsta haust. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, doktor í sveppafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Mygla leggst mismunandi á einstaklinga og er aðeins lítill hluti fólks sem fær mjög sterk einkenni. Fyrrverandi starfsmaður skólans, sem vill ekki koma fram undir nafni að svo stöddu, segir að hann hafi ekki verið sá eini sem fann fyrir einkennum. „Það fyrsta sem læknirinn sagði við mig var að ég væri að vinna einhvers staðar þar sem er mikill sveppur. Það eina sem kæmi til greina væri mygla,“ segir starfsmaðurinn fyrrverandi. Hann starfaði þangað til í fyrra nálægt álmunni sem var lokað. Segir hann að það hafi tekið sig nokkra mánuði að ná sér að fullu. „Mér leið eins ég reykti karton á dag. Ég þarf stundum enn að ræskja mig.“ Fram kemur í minnisblaði Mannvits frá því í byrjun árs að engar sýnilegar rakaskemmdir hafi fundist við frumskoðun í Breiðholtsskóla en sýni voru tekin vegna kvartana starfsfólks um slappleika. Sýnin voru send á Náttúrufræðistofnun Íslands. Í þremur af fjórum kennslustofum þar sem tekin voru sýni fundust vísbendingar um ástand sem ástæða væri til að bregðast við, þar á meðal klumpur af brúnum sveppafrumum sem eiga líklega uppruna að rekja innandyra. Sýni sem tekið var úr útvegg einnar kennslustofunnar reyndist mengað af sveppagróum. Fréttablaðið bar niðurstöður sýnatökunnar undir Guðríði Gyðu. Miðað við þær sveppategundir sem fundust segir Guðríður Gyða að hún myndi byrja að leita undir gólfefnunum og líta síðan á sögu byggingarinnar hvað varðar leka og vatnstjón. Guðríður Gyða segir það geta verið mjög heilsuspillandi að dvelja í húsnæði menguðu af myglu og að það gæti gert einstaklinga viðkvæmari fyrir myglu. „Það er ekki forsvaranlegt að bjóða börnum upp á að vera lokuð inni heilan vetur í mygluðu húsnæði því börn, fólk með langvarandi sjúkdóma og gamalt fólk er viðkvæmast fyrir þessari mengun.“ Ekki sé nóg að drepa mygluna, það þurfi að hreinsa hana alveg í burtu til að koma í veg fyrir að agnir úr henni berist í fólk. Um sé að ræða vistkerfi sem fylgir því þegar húsnæði blotnar og mengar andrúmsloftið inni í húsum. Uppsöfnuð viðhaldsþörf Í svari frá borginni við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að viðhaldsþörf í grunnskólunum sé uppsöfnuð og afleiðing af efnahagssamdrættinum sem varð eftir hrunið. Er nú verið að vinna það upp með auknum fjárframlögum til viðhalds. Hjá Reykjavíkurborg er miðað við að 1,5 prósent af stofnkostnaði fari í viðhaldskostnað. Á árunum 2009-2013 runnu að 0,64 prósent af stofnkostnaði til viðhalds í grunnskólum borgarinnar, það hlutfall hækkaði í 1,33 prósent á árunum 2014 til 2017. Þetta hækkaði í fyrra upp í 1,83 prósent en í ár er ráðgert er að verja 1,63 prósent af stofnkostnaði í viðhald. Alls runnu 267 milljónir til viðhalds á Breiðholtsskóla á árunum 2013 til 2018, þar af runnu 112 milljónir í átaksverkefni árið 2014. Í fyrra runnu 35 milljónir til viðhalds og 16 milljónir árið áður. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fyrsti mygluleitarhundur landsins tekin til starfa "Hann sýnir mér hvar myglan er, hann stendur kyrr og bendir og það gefur okkur vísbendingu um hvar við getum þá leitað af myglunni“, segir Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari, sem á fyrsta mygluleitarhund landsins. 11. maí 2019 19:30 Fossvogskóli verr farinn af myglu en áður var talið Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi. Óvíst er hvernig skólahaldi verður háttað í haust vegna málsins. 6. júní 2019 20:17 Skólastjóri kveður mygluna í Fossvogsskóla Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. 14. júní 2019 16:27 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Samdráttur í útgjöldum til viðhalds eftir hrun hefur leitt til mygluvandamála í skólum. Sveppafræðingur segir ekki forsvaranlegt að loka börn inni í húsnæði sem mengað er af myglu. Fyrrverandi starfsmaður Breiðholtsskóla segist hafa fundið fyrir alvarlegum einkennum sem læknir rakti til myglu. „Ég er á því að gamalt fólk sem fær heimahjúkrun og ýmsa aðstoð á vegum sveitarfélagsins svo að það geti dvalið sem lengst heima hjá sér, ætti að fá smið í heimsókn sem hluta af þjónustunni. Það gerist of oft að þegar fólk eldist að það hætti að geta sinnt eðlilegu viðhaldi húsnæðisins og þá er hætta á að það fari að mygla en sjúklingar og gamalt fólk er svo viðkvæmt fyrir mengun af því tagi. Eftir hrunið var víða dregið saman í útgjöldum til viðhalds, það er að koma í bakið á fólki núna,“ segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Fossvogsskóla var lokað í vor eftir að mygla fannst í húsnæðinu, en einnig er verið að skoða ástand Ártúnsskóla. Í vor var álmu í Breiðholtsskóla lokað í kjölfar þess að mygla fannst í húsnæðinu. Um er að ræða átta kennslustofur sem verða endurnýjaðar að fullu innandyra, búist er við því að framkvæmdum ljúki næsta haust. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, doktor í sveppafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Mygla leggst mismunandi á einstaklinga og er aðeins lítill hluti fólks sem fær mjög sterk einkenni. Fyrrverandi starfsmaður skólans, sem vill ekki koma fram undir nafni að svo stöddu, segir að hann hafi ekki verið sá eini sem fann fyrir einkennum. „Það fyrsta sem læknirinn sagði við mig var að ég væri að vinna einhvers staðar þar sem er mikill sveppur. Það eina sem kæmi til greina væri mygla,“ segir starfsmaðurinn fyrrverandi. Hann starfaði þangað til í fyrra nálægt álmunni sem var lokað. Segir hann að það hafi tekið sig nokkra mánuði að ná sér að fullu. „Mér leið eins ég reykti karton á dag. Ég þarf stundum enn að ræskja mig.“ Fram kemur í minnisblaði Mannvits frá því í byrjun árs að engar sýnilegar rakaskemmdir hafi fundist við frumskoðun í Breiðholtsskóla en sýni voru tekin vegna kvartana starfsfólks um slappleika. Sýnin voru send á Náttúrufræðistofnun Íslands. Í þremur af fjórum kennslustofum þar sem tekin voru sýni fundust vísbendingar um ástand sem ástæða væri til að bregðast við, þar á meðal klumpur af brúnum sveppafrumum sem eiga líklega uppruna að rekja innandyra. Sýni sem tekið var úr útvegg einnar kennslustofunnar reyndist mengað af sveppagróum. Fréttablaðið bar niðurstöður sýnatökunnar undir Guðríði Gyðu. Miðað við þær sveppategundir sem fundust segir Guðríður Gyða að hún myndi byrja að leita undir gólfefnunum og líta síðan á sögu byggingarinnar hvað varðar leka og vatnstjón. Guðríður Gyða segir það geta verið mjög heilsuspillandi að dvelja í húsnæði menguðu af myglu og að það gæti gert einstaklinga viðkvæmari fyrir myglu. „Það er ekki forsvaranlegt að bjóða börnum upp á að vera lokuð inni heilan vetur í mygluðu húsnæði því börn, fólk með langvarandi sjúkdóma og gamalt fólk er viðkvæmast fyrir þessari mengun.“ Ekki sé nóg að drepa mygluna, það þurfi að hreinsa hana alveg í burtu til að koma í veg fyrir að agnir úr henni berist í fólk. Um sé að ræða vistkerfi sem fylgir því þegar húsnæði blotnar og mengar andrúmsloftið inni í húsum. Uppsöfnuð viðhaldsþörf Í svari frá borginni við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að viðhaldsþörf í grunnskólunum sé uppsöfnuð og afleiðing af efnahagssamdrættinum sem varð eftir hrunið. Er nú verið að vinna það upp með auknum fjárframlögum til viðhalds. Hjá Reykjavíkurborg er miðað við að 1,5 prósent af stofnkostnaði fari í viðhaldskostnað. Á árunum 2009-2013 runnu að 0,64 prósent af stofnkostnaði til viðhalds í grunnskólum borgarinnar, það hlutfall hækkaði í 1,33 prósent á árunum 2014 til 2017. Þetta hækkaði í fyrra upp í 1,83 prósent en í ár er ráðgert er að verja 1,63 prósent af stofnkostnaði í viðhald. Alls runnu 267 milljónir til viðhalds á Breiðholtsskóla á árunum 2013 til 2018, þar af runnu 112 milljónir í átaksverkefni árið 2014. Í fyrra runnu 35 milljónir til viðhalds og 16 milljónir árið áður.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fyrsti mygluleitarhundur landsins tekin til starfa "Hann sýnir mér hvar myglan er, hann stendur kyrr og bendir og það gefur okkur vísbendingu um hvar við getum þá leitað af myglunni“, segir Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari, sem á fyrsta mygluleitarhund landsins. 11. maí 2019 19:30 Fossvogskóli verr farinn af myglu en áður var talið Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi. Óvíst er hvernig skólahaldi verður háttað í haust vegna málsins. 6. júní 2019 20:17 Skólastjóri kveður mygluna í Fossvogsskóla Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. 14. júní 2019 16:27 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Fyrsti mygluleitarhundur landsins tekin til starfa "Hann sýnir mér hvar myglan er, hann stendur kyrr og bendir og það gefur okkur vísbendingu um hvar við getum þá leitað af myglunni“, segir Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari, sem á fyrsta mygluleitarhund landsins. 11. maí 2019 19:30
Fossvogskóli verr farinn af myglu en áður var talið Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi. Óvíst er hvernig skólahaldi verður háttað í haust vegna málsins. 6. júní 2019 20:17
Skólastjóri kveður mygluna í Fossvogsskóla Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. 14. júní 2019 16:27