120 frumvörp urðu að lögum á löngu þingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2019 11:45 Frá þingi í vikunni þar sem var nóg um að vera áður en þingmenn fóru í sumarfrí. vísir/vilhelm Alþingi var frestað í gærkvöldi og mun koma saman að nýju seint í ágúst til þess að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. Fjölmörg frumvörp urðu að lögum á þingvetrinum, eða alls 120 talsins, samkvæmt samantekt á vef Alþingis. Þá voru alls 47 þingsályktunartillögur samþykktar, þar á meðal fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 og breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018 til 2022. Þingið var óvenju langt nú, og er í raun ekki lokið þar sem orkupakkanum var frestað fram á sérstakt síðsumarþing, en samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti að fresta því þann 5. júní síðastliðinn. Þing fór því tvær vikur fram úr áætluninni, aðallega vegna ágreinings vegna um það hvernig afgreiða skyldi þriðja orkupakkann.Kynrænt sjálfræði, fiskeldi og ný umferðarlög Á meðal þeirra mála sem urðu að lögum voru ný umferðarlög, lög um kynrænt sjálfræði, sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins sem og frumvarp sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Í síðastnefnda frumvarpinu sem varð að lögum í gær er meðal annars áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest auk þess sem innleiddir voru fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi til að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna. Með nýjum umferðarlögum var leyfilegt magn vínanda í blóði minnkað þar sem það fór úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Þá er sveitarfélögum og Vegagerðinni nú heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst. Með lögum um kynrænt sjálfræði er fólki síðan nú heimilt að skilgreina kyn sitt sjálft. Þannig getur fólk nú farið í og breytt kyni sínu í Þjóðskrá og á öllum skilríkjum án þess að fyrir liggi opinbert samþykki. Þá þarf viðkomandi ekki að hafa undirgengist skurðaðgerð, lyfjameðferð, hormónameðferð eða aðra læknismeðferð til að breyta því hvernig sá er skráður.Hægt er að kynna sér hvaða mál fóru í gegnum þingið og hver ekki nánar á vef Alþingis. Alþingi Fiskeldi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vonsviknir makrílveiðimenn ætla í mál við ríkið Fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna munu höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu eftir að frumvarp um kvótasetningu á makríl varð að lögum á Alþingi í dag. 19. júní 2019 22:01 Samþykktu gjaldtöku vegna fiskeldis Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. 19. júní 2019 17:41 Banna beinar textalýsingar úr dómsal Frumvarp dómsmálaráðherra felur í sér nokkrar veigamiklar breytingar á ákvæðum laga um meðferð einkamála. 13. júní 2019 14:56 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Sjá meira
Alþingi var frestað í gærkvöldi og mun koma saman að nýju seint í ágúst til þess að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. Fjölmörg frumvörp urðu að lögum á þingvetrinum, eða alls 120 talsins, samkvæmt samantekt á vef Alþingis. Þá voru alls 47 þingsályktunartillögur samþykktar, þar á meðal fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 og breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018 til 2022. Þingið var óvenju langt nú, og er í raun ekki lokið þar sem orkupakkanum var frestað fram á sérstakt síðsumarþing, en samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti að fresta því þann 5. júní síðastliðinn. Þing fór því tvær vikur fram úr áætluninni, aðallega vegna ágreinings vegna um það hvernig afgreiða skyldi þriðja orkupakkann.Kynrænt sjálfræði, fiskeldi og ný umferðarlög Á meðal þeirra mála sem urðu að lögum voru ný umferðarlög, lög um kynrænt sjálfræði, sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins sem og frumvarp sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Í síðastnefnda frumvarpinu sem varð að lögum í gær er meðal annars áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest auk þess sem innleiddir voru fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi til að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna. Með nýjum umferðarlögum var leyfilegt magn vínanda í blóði minnkað þar sem það fór úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Þá er sveitarfélögum og Vegagerðinni nú heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst. Með lögum um kynrænt sjálfræði er fólki síðan nú heimilt að skilgreina kyn sitt sjálft. Þannig getur fólk nú farið í og breytt kyni sínu í Þjóðskrá og á öllum skilríkjum án þess að fyrir liggi opinbert samþykki. Þá þarf viðkomandi ekki að hafa undirgengist skurðaðgerð, lyfjameðferð, hormónameðferð eða aðra læknismeðferð til að breyta því hvernig sá er skráður.Hægt er að kynna sér hvaða mál fóru í gegnum þingið og hver ekki nánar á vef Alþingis.
Alþingi Fiskeldi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vonsviknir makrílveiðimenn ætla í mál við ríkið Fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna munu höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu eftir að frumvarp um kvótasetningu á makríl varð að lögum á Alþingi í dag. 19. júní 2019 22:01 Samþykktu gjaldtöku vegna fiskeldis Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. 19. júní 2019 17:41 Banna beinar textalýsingar úr dómsal Frumvarp dómsmálaráðherra felur í sér nokkrar veigamiklar breytingar á ákvæðum laga um meðferð einkamála. 13. júní 2019 14:56 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Sjá meira
Vonsviknir makrílveiðimenn ætla í mál við ríkið Fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna munu höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu eftir að frumvarp um kvótasetningu á makríl varð að lögum á Alþingi í dag. 19. júní 2019 22:01
Samþykktu gjaldtöku vegna fiskeldis Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. 19. júní 2019 17:41
Banna beinar textalýsingar úr dómsal Frumvarp dómsmálaráðherra felur í sér nokkrar veigamiklar breytingar á ákvæðum laga um meðferð einkamála. 13. júní 2019 14:56