120 frumvörp urðu að lögum á löngu þingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2019 11:45 Frá þingi í vikunni þar sem var nóg um að vera áður en þingmenn fóru í sumarfrí. vísir/vilhelm Alþingi var frestað í gærkvöldi og mun koma saman að nýju seint í ágúst til þess að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. Fjölmörg frumvörp urðu að lögum á þingvetrinum, eða alls 120 talsins, samkvæmt samantekt á vef Alþingis. Þá voru alls 47 þingsályktunartillögur samþykktar, þar á meðal fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 og breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018 til 2022. Þingið var óvenju langt nú, og er í raun ekki lokið þar sem orkupakkanum var frestað fram á sérstakt síðsumarþing, en samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti að fresta því þann 5. júní síðastliðinn. Þing fór því tvær vikur fram úr áætluninni, aðallega vegna ágreinings vegna um það hvernig afgreiða skyldi þriðja orkupakkann.Kynrænt sjálfræði, fiskeldi og ný umferðarlög Á meðal þeirra mála sem urðu að lögum voru ný umferðarlög, lög um kynrænt sjálfræði, sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins sem og frumvarp sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Í síðastnefnda frumvarpinu sem varð að lögum í gær er meðal annars áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest auk þess sem innleiddir voru fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi til að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna. Með nýjum umferðarlögum var leyfilegt magn vínanda í blóði minnkað þar sem það fór úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Þá er sveitarfélögum og Vegagerðinni nú heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst. Með lögum um kynrænt sjálfræði er fólki síðan nú heimilt að skilgreina kyn sitt sjálft. Þannig getur fólk nú farið í og breytt kyni sínu í Þjóðskrá og á öllum skilríkjum án þess að fyrir liggi opinbert samþykki. Þá þarf viðkomandi ekki að hafa undirgengist skurðaðgerð, lyfjameðferð, hormónameðferð eða aðra læknismeðferð til að breyta því hvernig sá er skráður.Hægt er að kynna sér hvaða mál fóru í gegnum þingið og hver ekki nánar á vef Alþingis. Alþingi Fiskeldi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vonsviknir makrílveiðimenn ætla í mál við ríkið Fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna munu höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu eftir að frumvarp um kvótasetningu á makríl varð að lögum á Alþingi í dag. 19. júní 2019 22:01 Samþykktu gjaldtöku vegna fiskeldis Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. 19. júní 2019 17:41 Banna beinar textalýsingar úr dómsal Frumvarp dómsmálaráðherra felur í sér nokkrar veigamiklar breytingar á ákvæðum laga um meðferð einkamála. 13. júní 2019 14:56 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Alþingi var frestað í gærkvöldi og mun koma saman að nýju seint í ágúst til þess að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. Fjölmörg frumvörp urðu að lögum á þingvetrinum, eða alls 120 talsins, samkvæmt samantekt á vef Alþingis. Þá voru alls 47 þingsályktunartillögur samþykktar, þar á meðal fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 og breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018 til 2022. Þingið var óvenju langt nú, og er í raun ekki lokið þar sem orkupakkanum var frestað fram á sérstakt síðsumarþing, en samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti að fresta því þann 5. júní síðastliðinn. Þing fór því tvær vikur fram úr áætluninni, aðallega vegna ágreinings vegna um það hvernig afgreiða skyldi þriðja orkupakkann.Kynrænt sjálfræði, fiskeldi og ný umferðarlög Á meðal þeirra mála sem urðu að lögum voru ný umferðarlög, lög um kynrænt sjálfræði, sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins sem og frumvarp sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Í síðastnefnda frumvarpinu sem varð að lögum í gær er meðal annars áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest auk þess sem innleiddir voru fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi til að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna. Með nýjum umferðarlögum var leyfilegt magn vínanda í blóði minnkað þar sem það fór úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Þá er sveitarfélögum og Vegagerðinni nú heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst. Með lögum um kynrænt sjálfræði er fólki síðan nú heimilt að skilgreina kyn sitt sjálft. Þannig getur fólk nú farið í og breytt kyni sínu í Þjóðskrá og á öllum skilríkjum án þess að fyrir liggi opinbert samþykki. Þá þarf viðkomandi ekki að hafa undirgengist skurðaðgerð, lyfjameðferð, hormónameðferð eða aðra læknismeðferð til að breyta því hvernig sá er skráður.Hægt er að kynna sér hvaða mál fóru í gegnum þingið og hver ekki nánar á vef Alþingis.
Alþingi Fiskeldi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vonsviknir makrílveiðimenn ætla í mál við ríkið Fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna munu höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu eftir að frumvarp um kvótasetningu á makríl varð að lögum á Alþingi í dag. 19. júní 2019 22:01 Samþykktu gjaldtöku vegna fiskeldis Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. 19. júní 2019 17:41 Banna beinar textalýsingar úr dómsal Frumvarp dómsmálaráðherra felur í sér nokkrar veigamiklar breytingar á ákvæðum laga um meðferð einkamála. 13. júní 2019 14:56 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Vonsviknir makrílveiðimenn ætla í mál við ríkið Fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna munu höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu eftir að frumvarp um kvótasetningu á makríl varð að lögum á Alþingi í dag. 19. júní 2019 22:01
Samþykktu gjaldtöku vegna fiskeldis Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. 19. júní 2019 17:41
Banna beinar textalýsingar úr dómsal Frumvarp dómsmálaráðherra felur í sér nokkrar veigamiklar breytingar á ákvæðum laga um meðferð einkamála. 13. júní 2019 14:56