Steingrímur harðorður áður en þingi var formlega frestað Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2019 20:30 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, gagnrýndi þróun þingstarfa undanfarnar vikur rétt áður en þingi var frestað nú á níunda tímanum. Vísir/vilhelm Alþingi samþykkti nú í kvöld bæði fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Þá var þingi frestað þangað til í lok ágúst þegar umræða um orkupakkann verður tekin aftur upp, samkvæmt samkomulagi við Miðflokkinn. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis gagnrýndi jafnframt lengd þingsins og álag á starfsfólki í aðdraganda þingloka áður en þingi var frestað nú í kvöld. Fjármálaáætlunin var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 16 en 10 þingmenn greiddu ekki atkvæði. Allar breytingartillögur minnihlutans voru felldar en báðar þingsályktunartillögur ríkisstjórnarinnar, þ.e. fjármálaáætlunin og fjármálastefnan, hafa verið umdeildar. Í dag kom til dæmis til snarpra orðaskipta á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun. Stjórnarliðar sökuðu Ágúst um að hafa í frammi villandi málflutning um endurskoðun á fjármálaáætlun og Ágúst sakaði stjórnarliða um að vilja drepa umræðunni á dreif.Helgi Bernódusson fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis tekur í hönd Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis þegar sá fyrrnefndi var kvaddur á lokadegi þingsins í kvöld.Skjáskot/AlþingiÞegar atkvæðagreiðslum um fjármálin lauk tók Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis til máls og þakkaði Helga Bernódussyni skrifstofustjóra Alþingis fyrir vel unnin störf en Helgi hættir sem skrifstofustjóri við lok þessa þings. Helgi var kallaður fram á gólf í þingsal og hann leystur út með blómvendi og lófaklappi úr þingsal.Ekki saklaus af „strákapörum hér á Alþingi“ Þá notaði Steingrímur tækifærið áður en þingi var frestað og gagnrýndi lengd þinghalds hér á landi, sem hann sagði langtum lengra en gengur og gerist í nágrannalöndum. „Þess vegna er réttmætt að varpa fram þeirri spurningu hvort hlutirnir þurfi áfram að vera svona,“ sagði Steingrímur. Hann sagðist þó fullmeðvitaður um að hann væri ekki saklaus af „strákapörum hér á Alþingi,“ enda hafi hann oft verið í stjórnarandstöðu. Í framhaldinu sagði hann raunar engan í salnum vera með „hreint sakavottorð“ í þessum efnum. „Við getum ekki látið slíkt stöðva eðlilega og æskilega þróun þingstarfa alla 21. öldina. Við þurfum öll að standa saman um virðingu og sóma Alþingis en hvorutveggja getur aðeins verið áunnið,“ sagði Steingrímur. Þá sagði hann nauðsynlegt að fjölga starfsfólki á Alþingi miðað við hvernig álagið hafi verið undanfarna daga. „Það álag sem hefur verið á starfsfólki að undanförnu er mér áhyggjuefni,“ sagði Steingrímur. Þar má ætla að hann vísi að einhverju leyti í hinn langa aðdraganda sem var að þinglokum, m.a. vegna málþófs Miðflokksmanna um 3. orkupakkann en nokkrir þingmenn hafa sakað þá um að halda þinginu í gíslingu nú í vor. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom svo í ræðustól klukkan 20 mínútur yfir átta og frestaði þingi formlega til 28. ágúst næstkomandi með umboði frá forseta Íslands. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir „Áttu þetta að vera einhverjar leynitillögur?“ Til snarpra orðaskipta kom á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun á lokadegi þingsins í dag 20. júní 2019 16:04 Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00 Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
Alþingi samþykkti nú í kvöld bæði fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Þá var þingi frestað þangað til í lok ágúst þegar umræða um orkupakkann verður tekin aftur upp, samkvæmt samkomulagi við Miðflokkinn. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis gagnrýndi jafnframt lengd þingsins og álag á starfsfólki í aðdraganda þingloka áður en þingi var frestað nú í kvöld. Fjármálaáætlunin var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 16 en 10 þingmenn greiddu ekki atkvæði. Allar breytingartillögur minnihlutans voru felldar en báðar þingsályktunartillögur ríkisstjórnarinnar, þ.e. fjármálaáætlunin og fjármálastefnan, hafa verið umdeildar. Í dag kom til dæmis til snarpra orðaskipta á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun. Stjórnarliðar sökuðu Ágúst um að hafa í frammi villandi málflutning um endurskoðun á fjármálaáætlun og Ágúst sakaði stjórnarliða um að vilja drepa umræðunni á dreif.Helgi Bernódusson fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis tekur í hönd Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis þegar sá fyrrnefndi var kvaddur á lokadegi þingsins í kvöld.Skjáskot/AlþingiÞegar atkvæðagreiðslum um fjármálin lauk tók Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis til máls og þakkaði Helga Bernódussyni skrifstofustjóra Alþingis fyrir vel unnin störf en Helgi hættir sem skrifstofustjóri við lok þessa þings. Helgi var kallaður fram á gólf í þingsal og hann leystur út með blómvendi og lófaklappi úr þingsal.Ekki saklaus af „strákapörum hér á Alþingi“ Þá notaði Steingrímur tækifærið áður en þingi var frestað og gagnrýndi lengd þinghalds hér á landi, sem hann sagði langtum lengra en gengur og gerist í nágrannalöndum. „Þess vegna er réttmætt að varpa fram þeirri spurningu hvort hlutirnir þurfi áfram að vera svona,“ sagði Steingrímur. Hann sagðist þó fullmeðvitaður um að hann væri ekki saklaus af „strákapörum hér á Alþingi,“ enda hafi hann oft verið í stjórnarandstöðu. Í framhaldinu sagði hann raunar engan í salnum vera með „hreint sakavottorð“ í þessum efnum. „Við getum ekki látið slíkt stöðva eðlilega og æskilega þróun þingstarfa alla 21. öldina. Við þurfum öll að standa saman um virðingu og sóma Alþingis en hvorutveggja getur aðeins verið áunnið,“ sagði Steingrímur. Þá sagði hann nauðsynlegt að fjölga starfsfólki á Alþingi miðað við hvernig álagið hafi verið undanfarna daga. „Það álag sem hefur verið á starfsfólki að undanförnu er mér áhyggjuefni,“ sagði Steingrímur. Þar má ætla að hann vísi að einhverju leyti í hinn langa aðdraganda sem var að þinglokum, m.a. vegna málþófs Miðflokksmanna um 3. orkupakkann en nokkrir þingmenn hafa sakað þá um að halda þinginu í gíslingu nú í vor. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom svo í ræðustól klukkan 20 mínútur yfir átta og frestaði þingi formlega til 28. ágúst næstkomandi með umboði frá forseta Íslands.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir „Áttu þetta að vera einhverjar leynitillögur?“ Til snarpra orðaskipta kom á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun á lokadegi þingsins í dag 20. júní 2019 16:04 Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00 Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
„Áttu þetta að vera einhverjar leynitillögur?“ Til snarpra orðaskipta kom á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun á lokadegi þingsins í dag 20. júní 2019 16:04
Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00
Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59