Brostu – þú ert í beinni! Katrín Atladóttir skrifar 20. júní 2019 07:00 Nýlega spratt upp umræða á Twitter um eftirlitsmyndavél við Einarsnes í Skerjafirði. Hún er merkt umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að myndefninu er varpað, að ósk borgarinnar, í beinni útsendingu á vefsíðu Vegagerðarinnar. Nú veit ég ekki hvort íbúar við götuna, eða aðrir vegfarendur, eru sáttir við að vera í beinni útsendingu á netinu allan sólarhringinn, en málið vakti furðu mína. Við nánari eftirgrennslan komst ég að því að umhverfis- og skipulagssvið er með átta eftirlitsmyndavélar víðsvegar í borgarlandinu. Tilgangurinn er sagður vera sá að fylgjast með færð vega! Lögreglan er einnig með tugi myndavéla í borginni og vill tvöfalda fjöldann. Áður fyrr var þessu eftirliti yfirleitt stýrt af fólki. Nú er því stýrt af tölvum sem hafa mikla vinnslugetu og geta unnið úr öllum upplýsingum jafnóðum. Andlitsgreining getur greint einstaklinga á mynd á augabragði, greint kyn, hvort viðkomandi er með tösku og margt fleira. Eftir því sem eftirlitsmyndavélum er fjölgað er auðveldara fyrir stjórnvöld (eða Vegagerðina í tilfelli Einarsness) að fylgjast með ferðum fólks, án nokkurs lögmæts tilefnis. Stjórnvöld í Kína hafa víða sett upp eftirlitsmyndavélar í landinu og nota þær til að fylgjast með fólki hvert sem það fer. Sama á við um nokkrar borgir í Bandaríkjunum og þar í landi er rætt um slíkt eftirlit í skólum. Félagi minn fór nýlega um LAX flugvöllinn í Los Angeles án þess að þurfa að sýna vegabréf, vélarnar þekktu hann. Þegar tækninni fleygir fram þarf að doka við og stíga varlega til jarðar. Þarf að fylgjast með færð á Einarsnesi á sumrin eða yfirleitt? Talsmenn eftirlitssamfélags segja oft að þeir hafi ekkert að fela, eftirlitið sé til þess að góma lögbrjóta. En við megum ekki byggja upp samfélag þar sem allir eru sjálfkrafa tortryggðir meðan langflestir fara að lögum og reglum. Áður var viðkvæðið að fylgjast með þeim sem gerðu eitthvað af sér. Nú virðist það vera að fylgjast með öllum, alls staðar, öllum stundum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Persónuvernd Reykjavík Skipulag Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega spratt upp umræða á Twitter um eftirlitsmyndavél við Einarsnes í Skerjafirði. Hún er merkt umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að myndefninu er varpað, að ósk borgarinnar, í beinni útsendingu á vefsíðu Vegagerðarinnar. Nú veit ég ekki hvort íbúar við götuna, eða aðrir vegfarendur, eru sáttir við að vera í beinni útsendingu á netinu allan sólarhringinn, en málið vakti furðu mína. Við nánari eftirgrennslan komst ég að því að umhverfis- og skipulagssvið er með átta eftirlitsmyndavélar víðsvegar í borgarlandinu. Tilgangurinn er sagður vera sá að fylgjast með færð vega! Lögreglan er einnig með tugi myndavéla í borginni og vill tvöfalda fjöldann. Áður fyrr var þessu eftirliti yfirleitt stýrt af fólki. Nú er því stýrt af tölvum sem hafa mikla vinnslugetu og geta unnið úr öllum upplýsingum jafnóðum. Andlitsgreining getur greint einstaklinga á mynd á augabragði, greint kyn, hvort viðkomandi er með tösku og margt fleira. Eftir því sem eftirlitsmyndavélum er fjölgað er auðveldara fyrir stjórnvöld (eða Vegagerðina í tilfelli Einarsness) að fylgjast með ferðum fólks, án nokkurs lögmæts tilefnis. Stjórnvöld í Kína hafa víða sett upp eftirlitsmyndavélar í landinu og nota þær til að fylgjast með fólki hvert sem það fer. Sama á við um nokkrar borgir í Bandaríkjunum og þar í landi er rætt um slíkt eftirlit í skólum. Félagi minn fór nýlega um LAX flugvöllinn í Los Angeles án þess að þurfa að sýna vegabréf, vélarnar þekktu hann. Þegar tækninni fleygir fram þarf að doka við og stíga varlega til jarðar. Þarf að fylgjast með færð á Einarsnesi á sumrin eða yfirleitt? Talsmenn eftirlitssamfélags segja oft að þeir hafi ekkert að fela, eftirlitið sé til þess að góma lögbrjóta. En við megum ekki byggja upp samfélag þar sem allir eru sjálfkrafa tortryggðir meðan langflestir fara að lögum og reglum. Áður var viðkvæðið að fylgjast með þeim sem gerðu eitthvað af sér. Nú virðist það vera að fylgjast með öllum, alls staðar, öllum stundum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun