Stefanía Daney setti fjögur Íslandsmet á Íslandsmótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2019 16:30 Stefanía Daney Guðmundsdóttir. Mynd/Fésbókarsíðu Stefaníu Daney Frjálsíþróttakonan Stefanía Daney Guðmundsdóttir átti frábæra helgi á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fram fór á Kaplakrikavelli um helgina. Hún var ekki sú eina sem blómstraði á stóra sviðinu í Hafnarfirði um helgina. Góður árangur og fjöldi Íslandsmeta litu dagsins ljós á Íslandsmótinu en Íþróttasambands fatlaðra sagði frá besta árangri sínum á fésbókarsíðu sinni. Ármann sigraði liðakeppnina með tólf gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Stefanía Daney Guðmundsdóttir úr Eik bætti Íslandsmetin sín í flokki 20 í fjórum greinum eða í 100 metra hlaupi (13,64 sekúndur), 200 metra hlaupi (28,32 sekúndur), langstökki (5,07 metrar) og spjótkasti (25,39 metrar). Stefanía Daney vann einnig gullverðlaun í 400 metra hlaupi (67,32 sekúndur). Stefanía Daney var ánægð með árangurinn eins og sjá má hér fyrir neðan. Patrekur Andrés Axelsson kom með nýjum aðstoðarmanni sínum Helga Björnssyni í 100 metra hlaupi (12,38 sekúndur) og 200 metra hlaupi (25,89 sekúndur). Hann er greinilega að ná sínu fyrra formi eftir erfið meiðsli í allan vetur. Hulda Sigurjónsdóttir bætti metin sín í kúluvarpi (10,31 metrar) og sleggjukasti (30,10 metrar) í flokki 20. Hún sigraði einnig í kringlukasti (30,85 metrar) og varð önnur í spjótkasti með kast upp á 24,24 metra. Hafliði Hafþórsson er 14 ára og keppti í flokki 62 - 64 í langstökki en hann er aflimaður fyrir neðan hné á báðum fótum. Hafliði stökk 4,25 metra sem er met í hans flokki. Emil Steinar Björnsson sigraði í kastgreinunum í flokki 20. Hann kastið kúlu 8,26 metra, hann kasti kringlunni 16,78 metra, kastaði spjótinu 21,69 metra og sleggjan fór 12,65 metra hjá honum,. Kristinn Arinbjörn Guðmundsson sigraði í kúluvarpi 5kg í fl 35-38 með 7,76 metra kast og vann líka kringlu 1,5kg með 14,97 metra kasti. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir úr ÍR bætti metið í spjótkasti (500g) í flokki 37 með kasti upp á 21,69 metra. Hún hjó nærri meti Matthildar Ylfu Þorsteinsdóttur í langstökki með 4,26 metra stökki en metið er 2 sentímetrum lengra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Frjálsíþróttakonan Stefanía Daney Guðmundsdóttir átti frábæra helgi á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fram fór á Kaplakrikavelli um helgina. Hún var ekki sú eina sem blómstraði á stóra sviðinu í Hafnarfirði um helgina. Góður árangur og fjöldi Íslandsmeta litu dagsins ljós á Íslandsmótinu en Íþróttasambands fatlaðra sagði frá besta árangri sínum á fésbókarsíðu sinni. Ármann sigraði liðakeppnina með tólf gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Stefanía Daney Guðmundsdóttir úr Eik bætti Íslandsmetin sín í flokki 20 í fjórum greinum eða í 100 metra hlaupi (13,64 sekúndur), 200 metra hlaupi (28,32 sekúndur), langstökki (5,07 metrar) og spjótkasti (25,39 metrar). Stefanía Daney vann einnig gullverðlaun í 400 metra hlaupi (67,32 sekúndur). Stefanía Daney var ánægð með árangurinn eins og sjá má hér fyrir neðan. Patrekur Andrés Axelsson kom með nýjum aðstoðarmanni sínum Helga Björnssyni í 100 metra hlaupi (12,38 sekúndur) og 200 metra hlaupi (25,89 sekúndur). Hann er greinilega að ná sínu fyrra formi eftir erfið meiðsli í allan vetur. Hulda Sigurjónsdóttir bætti metin sín í kúluvarpi (10,31 metrar) og sleggjukasti (30,10 metrar) í flokki 20. Hún sigraði einnig í kringlukasti (30,85 metrar) og varð önnur í spjótkasti með kast upp á 24,24 metra. Hafliði Hafþórsson er 14 ára og keppti í flokki 62 - 64 í langstökki en hann er aflimaður fyrir neðan hné á báðum fótum. Hafliði stökk 4,25 metra sem er met í hans flokki. Emil Steinar Björnsson sigraði í kastgreinunum í flokki 20. Hann kastið kúlu 8,26 metra, hann kasti kringlunni 16,78 metra, kastaði spjótinu 21,69 metra og sleggjan fór 12,65 metra hjá honum,. Kristinn Arinbjörn Guðmundsson sigraði í kúluvarpi 5kg í fl 35-38 með 7,76 metra kast og vann líka kringlu 1,5kg með 14,97 metra kasti. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir úr ÍR bætti metið í spjótkasti (500g) í flokki 37 með kasti upp á 21,69 metra. Hún hjó nærri meti Matthildar Ylfu Þorsteinsdóttur í langstökki með 4,26 metra stökki en metið er 2 sentímetrum lengra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira