Að selja landið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. júlí 2019 08:00 Við lifum á tímum þar sem það blasir við hverjum sem sjá vill að mannkynið hefur gengið illa um náttúruna. Í græðgislegri þörf sinni fyrir velmegun hefur það mengað umhverfi sitt, jafnvel svo mjög að lífi á jörðinni stafar hætta af. Þannig er gríðarlegur fjöldi dýrategunda og plantna í útrýmingarhættu vegna kæruleysis mannsins og mörgum hefur nú þegar verið eytt. Æ fleiri viðurkenna þessa nöturlegu staðreynd og gerast talsmenn náttúruverndar í þeirri vissu að náttúran sé ómetanleg auðlind sem verði að vernda. Um leið líta aðrir þessar sömu auðlindir og fara í hrifningarvímu þegar þeir uppgötva að þar sé hægt að virkja og græða peninga, jafnvel heilmikið af þeim. Hvalárvirkjun á Ströndum er dæmi um þetta. Þar stendur til að fremja skelfilegt skemmdarverk á náttúrunni í von um að einhverjir geti grætt peninga. Þeir sem hafa litið þetta svæði augum og hafa einhverja tilfinningu fyrir náttúrufegurð hljóta að fyllast skelfingu við þá tilhugsun að þetta ægifagra svæði verði eyðilagt. Reyndar þarf fólk ekki að mæta á svæðið til að átta sig á náttúrufegurðinni sem þarna blasir við. Við lifum á tækniöld og ljósmyndir og fréttamyndir sýna greinilega hvað þarna er í húfi. Náttúruperlur eru svo sannarlega þess virði að fyrir þeim sé barist. Virkjanasinnar láta oft eins og náttúruverndarsinnar séu draumórafólk af höfuðborgarsvæðinu sem hafi ekki hundsvit á atvinnuuppbyggingu úti á landi. Það hentar málstað þeirra vel að draga upp slíka mynd og gera um leið lítið úr þeim sem búa á því svæði og skynja og skilja þá óendanlegu dýrð sem býr í náttúrunni. En auðvitað eru náttúruverndarsinnar um allt land og stefna að sama markmiði: verndun náttúruperla. Það mun verða íslenskri þjóð til eilífðarvansa ef hún situr aðgerðarlaus hjá meðan stórbrotin náttúra á Ströndum verður virkjun að bráð. Of fáir berjast gegn ákvörðun sem einkennist af slíku dómgreindarleysi að engu er líkara en hún hafi verið tekin í óráði. Hún er allavega mikil tímaskekkja á því herrans ári 2019 þegar æ fleiri einstaklingar gera sér grein fyrir mikilvægi þess að standa vörð um náttúruna um leið og þeir leita til hennar, finna þar frið og öðlast endurnýjaðan kraft um leið og þeir dást að henni. „En þú átt að muna alla tilveruna, að þetta land á þig,“ segir hið góða skáld Guðmundur Böðvarsson í ljóði sínu Fylgd. (Nokkuð er síðan Guðmundur lést, en þar sem afburða skáldskapur er eilífur eru afburða skáld það líka og því er hér talað um Guðmund í nútíð.) Í ljóðinu bætir skáldið við þessari mikilvægu áminningu: „Þú mátt aldrei selja það úr hendi þér.“ Náttúruverndarsinnar um allt land þurfa nú að sameinast í baráttu fyrir hinni stórbrotnu náttúru á Ströndum og voldugu fossunum sem þar eru en munu að mestu þurrkast upp verði af virkjanaframkvæmdum. Staðreynd sem sumir eiga auðvelt með að leiða hjá sér, enda blindaðir af gróðavon. Íslendingar eiga að vernda náttúru sína en ekki selja hana úr hendi sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Umhverfismál Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem það blasir við hverjum sem sjá vill að mannkynið hefur gengið illa um náttúruna. Í græðgislegri þörf sinni fyrir velmegun hefur það mengað umhverfi sitt, jafnvel svo mjög að lífi á jörðinni stafar hætta af. Þannig er gríðarlegur fjöldi dýrategunda og plantna í útrýmingarhættu vegna kæruleysis mannsins og mörgum hefur nú þegar verið eytt. Æ fleiri viðurkenna þessa nöturlegu staðreynd og gerast talsmenn náttúruverndar í þeirri vissu að náttúran sé ómetanleg auðlind sem verði að vernda. Um leið líta aðrir þessar sömu auðlindir og fara í hrifningarvímu þegar þeir uppgötva að þar sé hægt að virkja og græða peninga, jafnvel heilmikið af þeim. Hvalárvirkjun á Ströndum er dæmi um þetta. Þar stendur til að fremja skelfilegt skemmdarverk á náttúrunni í von um að einhverjir geti grætt peninga. Þeir sem hafa litið þetta svæði augum og hafa einhverja tilfinningu fyrir náttúrufegurð hljóta að fyllast skelfingu við þá tilhugsun að þetta ægifagra svæði verði eyðilagt. Reyndar þarf fólk ekki að mæta á svæðið til að átta sig á náttúrufegurðinni sem þarna blasir við. Við lifum á tækniöld og ljósmyndir og fréttamyndir sýna greinilega hvað þarna er í húfi. Náttúruperlur eru svo sannarlega þess virði að fyrir þeim sé barist. Virkjanasinnar láta oft eins og náttúruverndarsinnar séu draumórafólk af höfuðborgarsvæðinu sem hafi ekki hundsvit á atvinnuuppbyggingu úti á landi. Það hentar málstað þeirra vel að draga upp slíka mynd og gera um leið lítið úr þeim sem búa á því svæði og skynja og skilja þá óendanlegu dýrð sem býr í náttúrunni. En auðvitað eru náttúruverndarsinnar um allt land og stefna að sama markmiði: verndun náttúruperla. Það mun verða íslenskri þjóð til eilífðarvansa ef hún situr aðgerðarlaus hjá meðan stórbrotin náttúra á Ströndum verður virkjun að bráð. Of fáir berjast gegn ákvörðun sem einkennist af slíku dómgreindarleysi að engu er líkara en hún hafi verið tekin í óráði. Hún er allavega mikil tímaskekkja á því herrans ári 2019 þegar æ fleiri einstaklingar gera sér grein fyrir mikilvægi þess að standa vörð um náttúruna um leið og þeir leita til hennar, finna þar frið og öðlast endurnýjaðan kraft um leið og þeir dást að henni. „En þú átt að muna alla tilveruna, að þetta land á þig,“ segir hið góða skáld Guðmundur Böðvarsson í ljóði sínu Fylgd. (Nokkuð er síðan Guðmundur lést, en þar sem afburða skáldskapur er eilífur eru afburða skáld það líka og því er hér talað um Guðmund í nútíð.) Í ljóðinu bætir skáldið við þessari mikilvægu áminningu: „Þú mátt aldrei selja það úr hendi þér.“ Náttúruverndarsinnar um allt land þurfa nú að sameinast í baráttu fyrir hinni stórbrotnu náttúru á Ströndum og voldugu fossunum sem þar eru en munu að mestu þurrkast upp verði af virkjanaframkvæmdum. Staðreynd sem sumir eiga auðvelt með að leiða hjá sér, enda blindaðir af gróðavon. Íslendingar eiga að vernda náttúru sína en ekki selja hana úr hendi sér.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar