Keppast um Íslandsmet og gull á hverju móti en eru bestu vinkonur Anton Ingi Leifsson skrifar 5. júlí 2019 19:30 Hlaupararnir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tíana Ósk Whitworth fóru á kostum á sterku unglingamóti í Þýskalandi á dögunum. Þær hlupu fjórum sinnum undir Íslandsmeti sem hafði ekki verið slegið í fimmtán ár. Á mótinu í Þýskalandi byrjaði Tíana Ósk á því að slá Íslandsmetið í undanrásunum með því að hlaupa á 11,57 sekúndum. Það liðu ekki nema tveir tímar er Guðbjörg Jóna var búin að slá það met er hún kom sú fyrsta í mark í úrslitahlaupinu. Guðbjörg hljóp þá á 11,56 sekúndum. Júlíana Þóra Hálfdánardóttir ræddi við stelpurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og þær segja frábært að æfa með hvor annarri. „Ég held að það haldi mjög margir að við séum ekki vinkonur en við æfum saman á hverjum einasta degi og erum bestu vinkonur,“ sagði Tíana Ósk og hélt áfram: „Það er ótrúlega þægilegt að geta verið að keppa við hvor aðra á hverri einustu æfingu. Þannig að maður sé alltaf að fá þessa keppni. Þetta virkar mjög vel fyrir okkur að hafa hvor aðra. Ég veit ekki hvort ég væri að bæta mig svona mikið ef ég væri ekki alltaf að æfa með Guðbjörgu.“ Guðbjörg Jóna tekur í svipaðan streng og segir keppnisskapið mikið. Þær keyri hvor aðra algjörlega út. „Við ýtum hvor annari áfram á öllum æfingum. Meira að segja lyftingaræfingum. Ef hún nær sinni bestu lyftu, þá þarf ég einnig að bæta mig. Þetta er ógeðslega gott,“ bætti Guðbjörg við. Framundan er Evrópumót unglinga og ef litið er á listann fyrir mótið er ljóst að okkar stelpur eiga mikinn möguleika á að næla í verðlaun þar. „Ég ætla að komast í úrslit. Miðað við Evrópulistann þá erum við báðar mjög ofarlega, í 100 metra og 200 metra. Mig langar að komast í úrslit og það er markmiðið. Allt betra en það er geggjað,“ sagði Guðbjörg en ætlar Tíana að bæta Íslandsmet Guðbjargar úti? „Maður veit aldrei. Auðvitað er Íslandsmetið alltaf markmiðið og ég stefni auðvitað að því en maður veit aldrei hvað gerist í hlaupunum. Það getur allt gerst. Ég stefni á að hlaupa mitt besta hlaup og gera mitt besta,“ sagði Tíana. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Sjá meira
Hlaupararnir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tíana Ósk Whitworth fóru á kostum á sterku unglingamóti í Þýskalandi á dögunum. Þær hlupu fjórum sinnum undir Íslandsmeti sem hafði ekki verið slegið í fimmtán ár. Á mótinu í Þýskalandi byrjaði Tíana Ósk á því að slá Íslandsmetið í undanrásunum með því að hlaupa á 11,57 sekúndum. Það liðu ekki nema tveir tímar er Guðbjörg Jóna var búin að slá það met er hún kom sú fyrsta í mark í úrslitahlaupinu. Guðbjörg hljóp þá á 11,56 sekúndum. Júlíana Þóra Hálfdánardóttir ræddi við stelpurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og þær segja frábært að æfa með hvor annarri. „Ég held að það haldi mjög margir að við séum ekki vinkonur en við æfum saman á hverjum einasta degi og erum bestu vinkonur,“ sagði Tíana Ósk og hélt áfram: „Það er ótrúlega þægilegt að geta verið að keppa við hvor aðra á hverri einustu æfingu. Þannig að maður sé alltaf að fá þessa keppni. Þetta virkar mjög vel fyrir okkur að hafa hvor aðra. Ég veit ekki hvort ég væri að bæta mig svona mikið ef ég væri ekki alltaf að æfa með Guðbjörgu.“ Guðbjörg Jóna tekur í svipaðan streng og segir keppnisskapið mikið. Þær keyri hvor aðra algjörlega út. „Við ýtum hvor annari áfram á öllum æfingum. Meira að segja lyftingaræfingum. Ef hún nær sinni bestu lyftu, þá þarf ég einnig að bæta mig. Þetta er ógeðslega gott,“ bætti Guðbjörg við. Framundan er Evrópumót unglinga og ef litið er á listann fyrir mótið er ljóst að okkar stelpur eiga mikinn möguleika á að næla í verðlaun þar. „Ég ætla að komast í úrslit. Miðað við Evrópulistann þá erum við báðar mjög ofarlega, í 100 metra og 200 metra. Mig langar að komast í úrslit og það er markmiðið. Allt betra en það er geggjað,“ sagði Guðbjörg en ætlar Tíana að bæta Íslandsmet Guðbjargar úti? „Maður veit aldrei. Auðvitað er Íslandsmetið alltaf markmiðið og ég stefni auðvitað að því en maður veit aldrei hvað gerist í hlaupunum. Það getur allt gerst. Ég stefni á að hlaupa mitt besta hlaup og gera mitt besta,“ sagði Tíana. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Sjá meira