Simmi Vill orðinn talsmaður svína- og kjúklingabænda Jakob Bjarnar skrifar 2. júlí 2019 13:00 Simmi Vill vill rétta hlut bænda sem hann segir nú hart sótt að. Hann mun fylgjast með umræðunni og ef eitthvað fer á milli mála mun hann grípa inní. Fjölmiðlamaðurinn Simmi Vill, eða Sigmar Vilhjálmsson fyrrum eigandi Hamborgarafabrikkunnar, hefur verið ráðinn talsmaður nýstofnaðs félags í eigu svínabænda, eggjabænda og kjúklingabænda. Bændablaðið greinir frá þessu en félagið heitir FESK og er meginmarkmið þess að stuðla að upplýstri og ábyrgri umræðu um landbúnað á Íslandi.Ætlar að fylgjast með umræðunni og svara fyrir hönd bændaÍ Bændablaðinu segir að FESK sé ætlað að vera málsvari bænda á þessu sviði á opinberum vettvangi og koma fram fyrir hönd félagsmanna. „Stofnendur FESK vonast til að starfsemi félagsins verði öflugur liðsauki í baráttu alls íslensks landbúnaðar fyrir tilveru sinni, enda samvinna og samheldni allra búgreina mikilvæg heildinni,“ segir í blaðinu og er vísað til tilkynningar í því samhengi. Þar er jafnframt vitnað til Simma sjálfs. „Í nútíma samfélagi er offramboð af upplýsingum og því miður eru upplýsingarnar oft harðsoðnar, stuttar og klipptar úr samhengi. Mitt hlutverk verður að létta á bændum með því að fylgjast með umræðunni og svara fyrir þá þætti sem FESK telur ekki nægilega skýra.“ Simmi segir hart sótt að bændum Simmi gerði garðinn frægan í fjölmiðlum á árum áður, var með útvarpsþátt á útvapsstöðinni Mónó ásamt félaga sínum Jóhannesi Ásbjörnssyni. Þeir slógu svo í gegn sem kynnar í íslensku útgáfunni af Idol-keppninni sem var á dagskrá Stöðvar 2. Þar voru þeir viðriðnir ýmsa dagskrárgerð, gerðu meðal annars sérstaka sjónvarpsþáttarröð um það þegar þeir stofnuðu Hamborgarafabrikkuna. Og færðu sig í kjölfarið báðir yfir í veitingageirann þar sem gustað hefur um þá, einkum athafnamanninn Sigmar. Simmi hefur svo vakið nokkra athygli að undanförnu meðal annars fyrir eindregnar skoðanir á 3. orkupakkanum, sem einmitt bændastéttin að meirihluta er afar mótfallin. Þá hefur hann viðrað umdeildar skoðanir á leiklestri í Borgarleikhúsinu og hvatt þá sem lakar eru settir að flytja bara út á land. Í Bændablaðinu er haft eftir Simma að hann vilji að um landbúnað sé rætt án sleggjudóma og fullyrðir að hart sé sótt að íslenskum landbúnaði úr ýmsum áttum. Fjölmiðlar Landbúnaður Samfélagsmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Undrast að láglaunafólk flytji ekki úr borginni Sagði að það væri eins og fólk liti á búferlaflutninga út á land sem einhvern dauðadóm. 27. nóvember 2018 15:14 Viðskiptin 2018: Sviptivindar og Simmi Vill Vísir hleypur á hundavaði yfir margar af stærstu og áhugaverðustu viðskiptafréttum ársins. 20. desember 2018 09:00 Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni "Eins og að draga framtennurnar úr fólki að tala um að flytja út á land.“ 27. febrúar 2019 14:39 Fólkið sem hlustaði á upplesturinn í Borgarleikhúsinu eigi að skammast sín Ekki til eftirbreytni að hneygja sig á sviði eftir að hafa lesið upp hljóðupptökur sem skapað hafi mannlegan harmleik víða, segir Sigmar Vilhjálmsson. 4. desember 2018 12:28 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Simmi Vill, eða Sigmar Vilhjálmsson fyrrum eigandi Hamborgarafabrikkunnar, hefur verið ráðinn talsmaður nýstofnaðs félags í eigu svínabænda, eggjabænda og kjúklingabænda. Bændablaðið greinir frá þessu en félagið heitir FESK og er meginmarkmið þess að stuðla að upplýstri og ábyrgri umræðu um landbúnað á Íslandi.Ætlar að fylgjast með umræðunni og svara fyrir hönd bændaÍ Bændablaðinu segir að FESK sé ætlað að vera málsvari bænda á þessu sviði á opinberum vettvangi og koma fram fyrir hönd félagsmanna. „Stofnendur FESK vonast til að starfsemi félagsins verði öflugur liðsauki í baráttu alls íslensks landbúnaðar fyrir tilveru sinni, enda samvinna og samheldni allra búgreina mikilvæg heildinni,“ segir í blaðinu og er vísað til tilkynningar í því samhengi. Þar er jafnframt vitnað til Simma sjálfs. „Í nútíma samfélagi er offramboð af upplýsingum og því miður eru upplýsingarnar oft harðsoðnar, stuttar og klipptar úr samhengi. Mitt hlutverk verður að létta á bændum með því að fylgjast með umræðunni og svara fyrir þá þætti sem FESK telur ekki nægilega skýra.“ Simmi segir hart sótt að bændum Simmi gerði garðinn frægan í fjölmiðlum á árum áður, var með útvarpsþátt á útvapsstöðinni Mónó ásamt félaga sínum Jóhannesi Ásbjörnssyni. Þeir slógu svo í gegn sem kynnar í íslensku útgáfunni af Idol-keppninni sem var á dagskrá Stöðvar 2. Þar voru þeir viðriðnir ýmsa dagskrárgerð, gerðu meðal annars sérstaka sjónvarpsþáttarröð um það þegar þeir stofnuðu Hamborgarafabrikkuna. Og færðu sig í kjölfarið báðir yfir í veitingageirann þar sem gustað hefur um þá, einkum athafnamanninn Sigmar. Simmi hefur svo vakið nokkra athygli að undanförnu meðal annars fyrir eindregnar skoðanir á 3. orkupakkanum, sem einmitt bændastéttin að meirihluta er afar mótfallin. Þá hefur hann viðrað umdeildar skoðanir á leiklestri í Borgarleikhúsinu og hvatt þá sem lakar eru settir að flytja bara út á land. Í Bændablaðinu er haft eftir Simma að hann vilji að um landbúnað sé rætt án sleggjudóma og fullyrðir að hart sé sótt að íslenskum landbúnaði úr ýmsum áttum.
Fjölmiðlar Landbúnaður Samfélagsmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Undrast að láglaunafólk flytji ekki úr borginni Sagði að það væri eins og fólk liti á búferlaflutninga út á land sem einhvern dauðadóm. 27. nóvember 2018 15:14 Viðskiptin 2018: Sviptivindar og Simmi Vill Vísir hleypur á hundavaði yfir margar af stærstu og áhugaverðustu viðskiptafréttum ársins. 20. desember 2018 09:00 Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni "Eins og að draga framtennurnar úr fólki að tala um að flytja út á land.“ 27. febrúar 2019 14:39 Fólkið sem hlustaði á upplesturinn í Borgarleikhúsinu eigi að skammast sín Ekki til eftirbreytni að hneygja sig á sviði eftir að hafa lesið upp hljóðupptökur sem skapað hafi mannlegan harmleik víða, segir Sigmar Vilhjálmsson. 4. desember 2018 12:28 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Undrast að láglaunafólk flytji ekki úr borginni Sagði að það væri eins og fólk liti á búferlaflutninga út á land sem einhvern dauðadóm. 27. nóvember 2018 15:14
Viðskiptin 2018: Sviptivindar og Simmi Vill Vísir hleypur á hundavaði yfir margar af stærstu og áhugaverðustu viðskiptafréttum ársins. 20. desember 2018 09:00
Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni "Eins og að draga framtennurnar úr fólki að tala um að flytja út á land.“ 27. febrúar 2019 14:39
Fólkið sem hlustaði á upplesturinn í Borgarleikhúsinu eigi að skammast sín Ekki til eftirbreytni að hneygja sig á sviði eftir að hafa lesið upp hljóðupptökur sem skapað hafi mannlegan harmleik víða, segir Sigmar Vilhjálmsson. 4. desember 2018 12:28