Stjörnum prýdd söngleikjamynd með Taylor Swift í fararbroddi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2019 09:54 Taylor Swift er meðal þeirra fjölmörgu stjarna sem fer með hlutverk í myndinni. Vísir/Getty Væntanleg er ný söngleikjamynd af dýrari gerðinni. Öllu er til tjaldað í framleiðslu á væntanlegri kvikmynd byggðri á söngleiknum sívinsæla Cats. Í myndbandi sem kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Universal Studios birti á YouTube í gær er skyggnst á bak við tjöldin við framleiðslu myndarinnar, sem leikstýrt er af Tom Hooper. Hann er enginn nýgræðingur þegar kemur að leikstjórn en meðal verka hans eru verðlaunamyndir á borð við The Danish Girl, Les Misérables, og The King‘s Speech.Þá er leikarahópurinn heldur ekkert slor, en með hlutverk í myndinni fer fríður hópur frægðarmenna. Þar er vert að nefna nöfn á borð við Taylor Swift, söngkonu og tekjuhæstu stjörnu síðustu tólf mánaða, spjallþáttastjórnandann James Corden, tónlistarfólkið Jennifer Hudson og Jason Derulo, auk leikaranna Judi Dench, Ian McKellen, Idris Elba og Rebel Wilson. Sannarlega valinn maður í hverju rúmi. Í opinberri yfirlýsingu frá Universal segir að myndin komi til með að „endurskapa söngleikinn fyrir nýja kynslíð með stórkostlegri framleiðslu, nýjustu tækni, og dansstílum frá ballett til samtímadans, hip-hop til djass, götudansi til stepps.“ Samkvæmt vef IMDb kemur myndin í kvikmyndahús rétt fyrir næstu jól, 20. desember 2019. Bíó og sjónvarp Hollywood Tónlist Mest lesið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Lífið Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Væntanleg er ný söngleikjamynd af dýrari gerðinni. Öllu er til tjaldað í framleiðslu á væntanlegri kvikmynd byggðri á söngleiknum sívinsæla Cats. Í myndbandi sem kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Universal Studios birti á YouTube í gær er skyggnst á bak við tjöldin við framleiðslu myndarinnar, sem leikstýrt er af Tom Hooper. Hann er enginn nýgræðingur þegar kemur að leikstjórn en meðal verka hans eru verðlaunamyndir á borð við The Danish Girl, Les Misérables, og The King‘s Speech.Þá er leikarahópurinn heldur ekkert slor, en með hlutverk í myndinni fer fríður hópur frægðarmenna. Þar er vert að nefna nöfn á borð við Taylor Swift, söngkonu og tekjuhæstu stjörnu síðustu tólf mánaða, spjallþáttastjórnandann James Corden, tónlistarfólkið Jennifer Hudson og Jason Derulo, auk leikaranna Judi Dench, Ian McKellen, Idris Elba og Rebel Wilson. Sannarlega valinn maður í hverju rúmi. Í opinberri yfirlýsingu frá Universal segir að myndin komi til með að „endurskapa söngleikinn fyrir nýja kynslíð með stórkostlegri framleiðslu, nýjustu tækni, og dansstílum frá ballett til samtímadans, hip-hop til djass, götudansi til stepps.“ Samkvæmt vef IMDb kemur myndin í kvikmyndahús rétt fyrir næstu jól, 20. desember 2019.
Bíó og sjónvarp Hollywood Tónlist Mest lesið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Lífið Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira