Nýr Sólvangur opnaður við hátíðlega athöfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2019 18:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, við opnunina í dag. Mynd/Aðsend Nýtt sextíu rýma hjúkrunarheimili í Hafnarfirði, sem leysir gamla Sólvang af hólmi, var formlega opnað í dag. Ráðgert er að fyrstu íbúarnir flytji inn í byrjun ágúst. Gamli Sólvangur mun áfram gegna hlutverki í þágu aldraðra, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. „Þetta er stór dagur fyrir Hafnfirðinga og nærsveitunga og gleðidagur fyrir okkur öll sem brennum fyrir bættri þjónustu og aðbúnaði fyrir aldraða,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við opnun heimilisins í dag. Nýi Sólvangur er byggður samkvæmt svokallaðri leiguleið sem felur í sér að Hafnarfjarðarbær hefur annast framkvæmdina að öllu leyti. Fjármögnun framkvæmdanna byggist á samningi milli ríkisins og bæjarfélagsins um greiðslur til fjörutíu ára. Sóltún öldrunarþjónusta ehf. mun annast rekstur nýja hjúkrunarheimilisins samkvæmt niðurstöðu útboðs sem Sjúkratryggingar Íslands efndu til. Sóltún mun einnig sjá um rekstur 14 dagdvalarrýma sem rekin eru í húsnæði gamla Sólvangs. Í tilkynningu er einnig fjallað um að enn sé mikiLL skortur á hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til þess að fyrirhuguð opnun hjúkrunarheimilis með 99 hjúkrunaríbúðum við Sléttuveg í Fossvogi verði breyting til hins betra í því samhengi. „Áður en ráðist verður í gagngerar endurbætur á gamla Sólvangi hefur því verið ákveðið að fela Sóltúni ehf. að reka þar tímabundið 38 hjúkrunarrými fram að opnun heimilisins við Sléttuveg,“ segir í tilkynningu.Ný dvalarrými fyrir fólk með heilabilun Í dag veitti ráðherra Hafnarfjarðarbæ jafnframt rekstrarheimild fyrir tólf nýjum dagdvalarrýmum fyrir fólk með heilabilun. Hafnarfjarðarbær mun útvega húsnæði fyrir reksturinn og ábyrgjast að þjónusta við notendur verði veitt á faglegum grunni í samræmi við þarfir fólks með alzheimer og aðra minnissjúkdóma, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Leitað verður eftir samvinnu við Alzheimersamtökin sem faglegum bakhjarli þjónustunnar. Ráðherra tilkynnti um ákvörðun sína við opnun nýja hjúkrunarheimilisins Sólvangs í Hafnarfirði síðdegis í dag. Ráðherra segist afar ánægð með að hafa getað orðið við ósk bæjarfélagsins um að auka þessa mikilvægu þjónustu, því þörfin sé brýn. „Bætt heilbrigðisþjónusta við aldraða samhliða stórsókn í fjölgun hjúkrunar- og dagdvalarrýma er áherslumál sem ég hef sett í sérstakan forgang. Vinna við stefnumótun í málefnum fólks með heilabilun er komin vel á veg og það er alveg ljóst að fjölgun sérhæfðra dagdvalarrýma fyrir fólk með alzheimer og aðra minnissjúkdóma felur í sér mikla bót fyrir þennan sjúklingahóp og aðstandendur þeirra,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Í Hafnarfirði hefur verið rekin sértæk dagdvöl fyrir fólk með heilabilun frá árinu 2006 í Drafnarhúsi. Hafnarfjararbær hefur lagt til húsnæði en Alzheimersamtökin hafa séð um reksturinn. Drög að stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun voru birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda 24. júní síðastliðinn og rennur umsagnarfrestur út 1. september næstkomandi. Hafnarfjörður Heilbrigðismál Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira
Nýtt sextíu rýma hjúkrunarheimili í Hafnarfirði, sem leysir gamla Sólvang af hólmi, var formlega opnað í dag. Ráðgert er að fyrstu íbúarnir flytji inn í byrjun ágúst. Gamli Sólvangur mun áfram gegna hlutverki í þágu aldraðra, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. „Þetta er stór dagur fyrir Hafnfirðinga og nærsveitunga og gleðidagur fyrir okkur öll sem brennum fyrir bættri þjónustu og aðbúnaði fyrir aldraða,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við opnun heimilisins í dag. Nýi Sólvangur er byggður samkvæmt svokallaðri leiguleið sem felur í sér að Hafnarfjarðarbær hefur annast framkvæmdina að öllu leyti. Fjármögnun framkvæmdanna byggist á samningi milli ríkisins og bæjarfélagsins um greiðslur til fjörutíu ára. Sóltún öldrunarþjónusta ehf. mun annast rekstur nýja hjúkrunarheimilisins samkvæmt niðurstöðu útboðs sem Sjúkratryggingar Íslands efndu til. Sóltún mun einnig sjá um rekstur 14 dagdvalarrýma sem rekin eru í húsnæði gamla Sólvangs. Í tilkynningu er einnig fjallað um að enn sé mikiLL skortur á hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til þess að fyrirhuguð opnun hjúkrunarheimilis með 99 hjúkrunaríbúðum við Sléttuveg í Fossvogi verði breyting til hins betra í því samhengi. „Áður en ráðist verður í gagngerar endurbætur á gamla Sólvangi hefur því verið ákveðið að fela Sóltúni ehf. að reka þar tímabundið 38 hjúkrunarrými fram að opnun heimilisins við Sléttuveg,“ segir í tilkynningu.Ný dvalarrými fyrir fólk með heilabilun Í dag veitti ráðherra Hafnarfjarðarbæ jafnframt rekstrarheimild fyrir tólf nýjum dagdvalarrýmum fyrir fólk með heilabilun. Hafnarfjarðarbær mun útvega húsnæði fyrir reksturinn og ábyrgjast að þjónusta við notendur verði veitt á faglegum grunni í samræmi við þarfir fólks með alzheimer og aðra minnissjúkdóma, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Leitað verður eftir samvinnu við Alzheimersamtökin sem faglegum bakhjarli þjónustunnar. Ráðherra tilkynnti um ákvörðun sína við opnun nýja hjúkrunarheimilisins Sólvangs í Hafnarfirði síðdegis í dag. Ráðherra segist afar ánægð með að hafa getað orðið við ósk bæjarfélagsins um að auka þessa mikilvægu þjónustu, því þörfin sé brýn. „Bætt heilbrigðisþjónusta við aldraða samhliða stórsókn í fjölgun hjúkrunar- og dagdvalarrýma er áherslumál sem ég hef sett í sérstakan forgang. Vinna við stefnumótun í málefnum fólks með heilabilun er komin vel á veg og það er alveg ljóst að fjölgun sérhæfðra dagdvalarrýma fyrir fólk með alzheimer og aðra minnissjúkdóma felur í sér mikla bót fyrir þennan sjúklingahóp og aðstandendur þeirra,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Í Hafnarfirði hefur verið rekin sértæk dagdvöl fyrir fólk með heilabilun frá árinu 2006 í Drafnarhúsi. Hafnarfjararbær hefur lagt til húsnæði en Alzheimersamtökin hafa séð um reksturinn. Drög að stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun voru birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda 24. júní síðastliðinn og rennur umsagnarfrestur út 1. september næstkomandi.
Hafnarfjörður Heilbrigðismál Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira