Leikurinn að fjöregginu Bjarni Brynjólfsson skrifar 16. júlí 2019 07:00 Ákafir talsmenn sjókvíaeldis á laxi í fjörðum landsins hafa tíðrætt þann ábata sem sjávarbyggðir á eldissvæðunum geta haft af eldinu svo og þjóðhagslegan ávinning. Þeir hafa lítið minnst á þá vá sem lífríki grunnsævis í fjörðunum stafar af eldinu. Í upphafi laxeldis hins nýja var því jafnan haldið fram að nú ætti virkilega að vanda sig. Hvíla átti kvíarstæði í fjörðum eftir slátrun svo botninn næði að jafna sig af mengun. Nota átti búnað af nýjustu gerð sem kæmi í veg fyrir að laxinn slyppi og erfðamengaði íslenska laxastofna með tilheyrandi útrýmingu þeirra. Lús myndi ekki herja á laxinn í svo köldum sjó. Allt hefur þetta brugðist í laxeldinu. Mengun er staðreynd, lúsafaraldrar hafa komið upp og við þeim hefur verið brugðist með eiturefnanotkun, lax hefur drepist vegna kulda í kvíunum og sloppið úr þeim og veiðst í ám víða um land. Allt eru þetta vel þekktar staðreyndir. Hitt hefur nánast farið hjá garði í umræðunni að laxeldi í sjó af þeirri stærðargráðu sem eldismenn stefna að býður hættunni heim fyrir hið viðkvæma en mjög svo gjöfula lífríki Vestfjarða, Eyjafjarðar og Austfjarða. Talsmenn sjókvíaeldis, þar á meðal Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, róa nú að því öllum árum að laxeldi verði leyft í Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði. Áformin í Djúpinu eru um 30 þúsund tonna eldi að hámarki sem er ekkert smáræðis magn. Ekki aðeins eru í Djúpinu margar ár með litla og sérstaka laxa- og silungsstofna sem munu þurrkast út á nokkrum áratugum ef laxeldi verður leyft þar, heldur er Ísafjarðardjúp gullkista allrar byggðar í landinu en þar er að finna gjöfular seiðauppeldisstöðvar margra mikilvægustu nytjastofna okkar, t.a.m. þorskstofnsins. Litlar rannsóknir hafa farið fram á þessum uppeldissvæðum og nákvæmlega ekkert er vitað um hvaða áhrif mengun og eiturefnanotkun laxeldisins mun þýða fyrir vistkerfi grunnsævisins í Djúpinu. Í Djúpinu voru einnig svo gjöful rækjumið að þau voru á einni tíð nytjuð af yfir 50 bátum. Þar eru stórar lundabyggðir og kríuvarp sem nærast á því sjávarfangi sem Ísafjarðardjúp fóstrar. Ekki síður mikilvæg í þessu iðandi lífríki eru þrjú stór varpstaðir æðarfugls, í eyjunum Æðey, Vigur og Borgarey auk minni. Reyndar er mikið æðarvarp um alla Vestfirði sem má ætla að sé í hættu vegna eldisstarfseminnar. Notkun á lúsaeitri sem notað er til að aflúsa eldislaxinn þegar upp koma slæmir lúsafaraldrar, eins og þegar hefur gerst í laxeldinu á Vestfjörðum, er öllu þessu lífríki afar skaðlegt. Sannast hefur að lúsaeitrið er sérstaklega slæmt fyrir heilbrigði skeldýra. Það sem kálar lúsinni drepur einnig rækju, krækling, kuðung, burstaorma og marfló sem er mikilvæg fæða æðarfuglsins. Lúsaeitrið hefur án vafa slæm áhrif á bæði rauðátu og ljósátu sem er undirstaða alls lífríkisins og líffræðilegrar fjölbreytni á svæðinu. Þegar æðarkolluungarnir fara fyrst á flot er aðalfæða þeirra marfló og smáar skelfisklirfur. Ekkert mat hefur farið fram á því hvernig það getur farið saman að hafa svo mengandi eldisstarfsemi í nágrenni við þær náttúrugersemar sem æðarvarp og sjófuglabyggðir Vestfjarða eru. Í Djúpinu er einnig góð afkoma sandsílis sem margar tegundir byggja afkomu sína á, t.d. kría, þorskur, teista, ýsa og lundi o.fl. Að setja niður mengandi iðnaðarlaxeldi af norskum stofni í Ísafjarðardjúpi er því vægast sagt hættulegur leikur með fjöregg þjóðarinnar. Í þaraskógum Djúpsins og lognværum innfjörðunum eru helstu seiðauppeldisstöðvar fiskistofnanna okkar. Ætla útvegsmenn þessa lands virkilega að fljóta sofandi að feigðarósi með því að styðja rask og eyðileggingu þessara frjóu uppeldisstöðva af völdum norsks sjókvíaeldis? Við þurfum ekki að taka þessa áhættu. Förum frekar með laxeldið í land. Í Djúpinu væri m.a. hægt að hafa stórar landeldisstöðvar á Nauteyri og í Reykjanesi. Á báðum stöðum er gnægð af heitu vatni og hreinum sjó sem hægt væri að nýta fyrir eldið.Höfundur er upprunninn í Ísafjarðardjúpi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ákafir talsmenn sjókvíaeldis á laxi í fjörðum landsins hafa tíðrætt þann ábata sem sjávarbyggðir á eldissvæðunum geta haft af eldinu svo og þjóðhagslegan ávinning. Þeir hafa lítið minnst á þá vá sem lífríki grunnsævis í fjörðunum stafar af eldinu. Í upphafi laxeldis hins nýja var því jafnan haldið fram að nú ætti virkilega að vanda sig. Hvíla átti kvíarstæði í fjörðum eftir slátrun svo botninn næði að jafna sig af mengun. Nota átti búnað af nýjustu gerð sem kæmi í veg fyrir að laxinn slyppi og erfðamengaði íslenska laxastofna með tilheyrandi útrýmingu þeirra. Lús myndi ekki herja á laxinn í svo köldum sjó. Allt hefur þetta brugðist í laxeldinu. Mengun er staðreynd, lúsafaraldrar hafa komið upp og við þeim hefur verið brugðist með eiturefnanotkun, lax hefur drepist vegna kulda í kvíunum og sloppið úr þeim og veiðst í ám víða um land. Allt eru þetta vel þekktar staðreyndir. Hitt hefur nánast farið hjá garði í umræðunni að laxeldi í sjó af þeirri stærðargráðu sem eldismenn stefna að býður hættunni heim fyrir hið viðkvæma en mjög svo gjöfula lífríki Vestfjarða, Eyjafjarðar og Austfjarða. Talsmenn sjókvíaeldis, þar á meðal Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, róa nú að því öllum árum að laxeldi verði leyft í Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði. Áformin í Djúpinu eru um 30 þúsund tonna eldi að hámarki sem er ekkert smáræðis magn. Ekki aðeins eru í Djúpinu margar ár með litla og sérstaka laxa- og silungsstofna sem munu þurrkast út á nokkrum áratugum ef laxeldi verður leyft þar, heldur er Ísafjarðardjúp gullkista allrar byggðar í landinu en þar er að finna gjöfular seiðauppeldisstöðvar margra mikilvægustu nytjastofna okkar, t.a.m. þorskstofnsins. Litlar rannsóknir hafa farið fram á þessum uppeldissvæðum og nákvæmlega ekkert er vitað um hvaða áhrif mengun og eiturefnanotkun laxeldisins mun þýða fyrir vistkerfi grunnsævisins í Djúpinu. Í Djúpinu voru einnig svo gjöful rækjumið að þau voru á einni tíð nytjuð af yfir 50 bátum. Þar eru stórar lundabyggðir og kríuvarp sem nærast á því sjávarfangi sem Ísafjarðardjúp fóstrar. Ekki síður mikilvæg í þessu iðandi lífríki eru þrjú stór varpstaðir æðarfugls, í eyjunum Æðey, Vigur og Borgarey auk minni. Reyndar er mikið æðarvarp um alla Vestfirði sem má ætla að sé í hættu vegna eldisstarfseminnar. Notkun á lúsaeitri sem notað er til að aflúsa eldislaxinn þegar upp koma slæmir lúsafaraldrar, eins og þegar hefur gerst í laxeldinu á Vestfjörðum, er öllu þessu lífríki afar skaðlegt. Sannast hefur að lúsaeitrið er sérstaklega slæmt fyrir heilbrigði skeldýra. Það sem kálar lúsinni drepur einnig rækju, krækling, kuðung, burstaorma og marfló sem er mikilvæg fæða æðarfuglsins. Lúsaeitrið hefur án vafa slæm áhrif á bæði rauðátu og ljósátu sem er undirstaða alls lífríkisins og líffræðilegrar fjölbreytni á svæðinu. Þegar æðarkolluungarnir fara fyrst á flot er aðalfæða þeirra marfló og smáar skelfisklirfur. Ekkert mat hefur farið fram á því hvernig það getur farið saman að hafa svo mengandi eldisstarfsemi í nágrenni við þær náttúrugersemar sem æðarvarp og sjófuglabyggðir Vestfjarða eru. Í Djúpinu er einnig góð afkoma sandsílis sem margar tegundir byggja afkomu sína á, t.d. kría, þorskur, teista, ýsa og lundi o.fl. Að setja niður mengandi iðnaðarlaxeldi af norskum stofni í Ísafjarðardjúpi er því vægast sagt hættulegur leikur með fjöregg þjóðarinnar. Í þaraskógum Djúpsins og lognværum innfjörðunum eru helstu seiðauppeldisstöðvar fiskistofnanna okkar. Ætla útvegsmenn þessa lands virkilega að fljóta sofandi að feigðarósi með því að styðja rask og eyðileggingu þessara frjóu uppeldisstöðva af völdum norsks sjókvíaeldis? Við þurfum ekki að taka þessa áhættu. Förum frekar með laxeldið í land. Í Djúpinu væri m.a. hægt að hafa stórar landeldisstöðvar á Nauteyri og í Reykjanesi. Á báðum stöðum er gnægð af heitu vatni og hreinum sjó sem hægt væri að nýta fyrir eldið.Höfundur er upprunninn í Ísafjarðardjúpi
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun