Umdeilt Panamafélag í 277 milljóna þrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júlí 2019 11:57 Lögmannsstofan Mossack Fonseca í Panama stofnaði fjölda aflandsfélaga fyrir viðskiptavini. Vísir/AFP Skiptum er lokið í þrotabú félagsins Sýrey ehf, en um 1,52 prósent fengust upp í almennar kröfur sem voru tæplega 278 milljónir króna. Félagið, sem tekið var gjaldþrotaskipta í febrúar síðastliðnum, var eitt þeirra félaga sem dróst inn í Panamaskjalahringiðuna í apríl 2016. Félagið var stofnað af lögmanninum Sigurmari K. Albertssyni árið 2005 en hann er eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur, fyrrverandi þingmanns og ráðherra Vinstri grænna. Í ársreikningum Sýreyjar frá 2005-2014 má sjá að það var í eigu Holt Investment Group tld. Holt Investment var skráð á Íslandi í apríl 2005, með heimilisfang panamísku lögmannsstofunnar Mossack Fonseca á Tortóla, en það félag var síðan í eigu Holt Holdings SA sem skráð var í Lúxemborg. Morgunblaðið sló því upp að „Eiginmaður Álfheiðar“ væri „hjá Mossack Fonseca“ sem hjónin mótmæltu bæði. Álfheiður taldi að fréttaflutningurinn væri aðeins hugsaður til að reyna að koma höggi á stjórnmálaflokk sinn og hana sjálfa. „Meira er ekkert um þetta að segja – það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn – gefa til kynna að það sé sami rassinn undir öllum sem koma nálægt pólitík og vinstri græn eigi sko bara líka !!! peninga í skattaskjólum,“ skrifaði Álfheiður á Facebook. Sigurmar hafnaði þessu einnig og sagðist hafa stofnað Sýrey meðan hann starfaði fyrir Kaupþing á sínum tíma, rétt eins og mörg önnur félög. Sýrey hafi verið stofnað þegar verið var að ganga frá skuldaskilum vegna lands í Borgarfirði, í kringum Langá. „Ég sat í stjórn Sýreyjar í sex eða sjö mánuði, ásamt Kaupþingsmanni sem heitir Eggert Hilmarsson, sem búsettur er í Lúxemborg. Þegar búið var að afgreiða skuldaskilin gekk ég úr stjórn Sýreyjar, þann 10. febrúar 2006,” sagði Sigurmar í samtali við Eyjuna.Hann sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem sagðist ítrekaði að hann hafi aðeins setið í stjórn félagsins um sex mánaða skeið. „Síðan hef ég hvorki heyrt né séð þetta félag og hvorki komið nálægt nafnbreytingu þess né hugsanlegum flutningi á heimilisfesti. Sama gildir um langflest önnur félög sem ég hef stofnað og tengst tímabundið. Slík þjónusta er einfaldlega hluti af daglegum verkefnum fjölmargra lögmanna – jafnvel þeirra sem deilt hafa lífinu hamingjusamlega með fólki úr stjórnmálageiranum,“ skrifaði Sigurmar. Gjaldþrot Panama-skjölin Tengdar fréttir „Það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn“ Álfheiður Ingadóttir segir ekkert fjær sanni en að eiginmaður hennar eigi félag á Tortóla. 14. apríl 2016 14:28 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Skiptum er lokið í þrotabú félagsins Sýrey ehf, en um 1,52 prósent fengust upp í almennar kröfur sem voru tæplega 278 milljónir króna. Félagið, sem tekið var gjaldþrotaskipta í febrúar síðastliðnum, var eitt þeirra félaga sem dróst inn í Panamaskjalahringiðuna í apríl 2016. Félagið var stofnað af lögmanninum Sigurmari K. Albertssyni árið 2005 en hann er eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur, fyrrverandi þingmanns og ráðherra Vinstri grænna. Í ársreikningum Sýreyjar frá 2005-2014 má sjá að það var í eigu Holt Investment Group tld. Holt Investment var skráð á Íslandi í apríl 2005, með heimilisfang panamísku lögmannsstofunnar Mossack Fonseca á Tortóla, en það félag var síðan í eigu Holt Holdings SA sem skráð var í Lúxemborg. Morgunblaðið sló því upp að „Eiginmaður Álfheiðar“ væri „hjá Mossack Fonseca“ sem hjónin mótmæltu bæði. Álfheiður taldi að fréttaflutningurinn væri aðeins hugsaður til að reyna að koma höggi á stjórnmálaflokk sinn og hana sjálfa. „Meira er ekkert um þetta að segja – það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn – gefa til kynna að það sé sami rassinn undir öllum sem koma nálægt pólitík og vinstri græn eigi sko bara líka !!! peninga í skattaskjólum,“ skrifaði Álfheiður á Facebook. Sigurmar hafnaði þessu einnig og sagðist hafa stofnað Sýrey meðan hann starfaði fyrir Kaupþing á sínum tíma, rétt eins og mörg önnur félög. Sýrey hafi verið stofnað þegar verið var að ganga frá skuldaskilum vegna lands í Borgarfirði, í kringum Langá. „Ég sat í stjórn Sýreyjar í sex eða sjö mánuði, ásamt Kaupþingsmanni sem heitir Eggert Hilmarsson, sem búsettur er í Lúxemborg. Þegar búið var að afgreiða skuldaskilin gekk ég úr stjórn Sýreyjar, þann 10. febrúar 2006,” sagði Sigurmar í samtali við Eyjuna.Hann sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem sagðist ítrekaði að hann hafi aðeins setið í stjórn félagsins um sex mánaða skeið. „Síðan hef ég hvorki heyrt né séð þetta félag og hvorki komið nálægt nafnbreytingu þess né hugsanlegum flutningi á heimilisfesti. Sama gildir um langflest önnur félög sem ég hef stofnað og tengst tímabundið. Slík þjónusta er einfaldlega hluti af daglegum verkefnum fjölmargra lögmanna – jafnvel þeirra sem deilt hafa lífinu hamingjusamlega með fólki úr stjórnmálageiranum,“ skrifaði Sigurmar.
Gjaldþrot Panama-skjölin Tengdar fréttir „Það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn“ Álfheiður Ingadóttir segir ekkert fjær sanni en að eiginmaður hennar eigi félag á Tortóla. 14. apríl 2016 14:28 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn“ Álfheiður Ingadóttir segir ekkert fjær sanni en að eiginmaður hennar eigi félag á Tortóla. 14. apríl 2016 14:28