Hver á hvað? Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 24. júlí 2019 08:00 Ég átti afmæli um helgina og í tilefni af því gistu barnabörnin hjá ömmu og afa. Yfir hafragrautnum á mánudagsmorgni horfði ég á eitt þriggja ára andlit og annað fimm ára og það var verið að ræða málin. „Ég á ykkur,“ sagði ég til að reyna þau. „Ég er amma ykkar og ég á ykkur!“ Þá horfði þriggja ára nafna mín á mig og sagði: „Nei, þú átt okkur ekki, við eigum þig!“ Ég reyndi að malda í móinn og endurtók yfirlýsingu mína heldur ákveðnari, en hún svaraði fullum hálsi og ítrekaði afstöðu sína. Fimm ára drengurinn vildi milda stemninguna og mælti: „En Guð á okkur öll!“ Og þar með lauk þeirri umræðu en ný málefni tekin á dagskrá. Í rauninni var ég heldur ánægð með yfirlýsingar barnanna beggja. – Þriggja ára skottið bar fram sjálfstæðisyfirlýsingu en fimm ára heimspekingurinn minnti á ást Guðs á öllum mönnum. Það er sístætt umræðuefni þetta með eignarréttinn. Hver á hvað í þessum heimi? Nýlega lá ég á mosaþembu og horfði úr svimandi hæð á fuglinn bjástra í bjarginu undir Arnarstapa líkt og hann hefur gert í þúsundir ára. Uppstreymið af bjarginu bar með sér stækan þef af driti í bland við ilm af hafi. Á heimleiðinni gargaði krían í eyru mér í miklum ham við að verja varpsvæði sitt. Tvær kríur höfðu tyllt sér á skilti við veginn sem á var letrað: „Einkavegur“ líkt og upp á grín, því krían veit betur og fylgir sínum málum ekki síður fast eftir en hún nafna mín. „Þú átt mig ekki, ég á þig!“ Í árþúsundir hefur vorað á Íslandi og gróandinn tekið völdin með fuglasöng, flugnasuði og tófugaggi. Svo mun áfram verða hvað sem öllu mannlífi líður. Við eigum ekki þetta land, landið á okkur. Og vilji einhver um það deila mælir fimm ára barnsröddin: „En Guð á okkur öll!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Ég átti afmæli um helgina og í tilefni af því gistu barnabörnin hjá ömmu og afa. Yfir hafragrautnum á mánudagsmorgni horfði ég á eitt þriggja ára andlit og annað fimm ára og það var verið að ræða málin. „Ég á ykkur,“ sagði ég til að reyna þau. „Ég er amma ykkar og ég á ykkur!“ Þá horfði þriggja ára nafna mín á mig og sagði: „Nei, þú átt okkur ekki, við eigum þig!“ Ég reyndi að malda í móinn og endurtók yfirlýsingu mína heldur ákveðnari, en hún svaraði fullum hálsi og ítrekaði afstöðu sína. Fimm ára drengurinn vildi milda stemninguna og mælti: „En Guð á okkur öll!“ Og þar með lauk þeirri umræðu en ný málefni tekin á dagskrá. Í rauninni var ég heldur ánægð með yfirlýsingar barnanna beggja. – Þriggja ára skottið bar fram sjálfstæðisyfirlýsingu en fimm ára heimspekingurinn minnti á ást Guðs á öllum mönnum. Það er sístætt umræðuefni þetta með eignarréttinn. Hver á hvað í þessum heimi? Nýlega lá ég á mosaþembu og horfði úr svimandi hæð á fuglinn bjástra í bjarginu undir Arnarstapa líkt og hann hefur gert í þúsundir ára. Uppstreymið af bjarginu bar með sér stækan þef af driti í bland við ilm af hafi. Á heimleiðinni gargaði krían í eyru mér í miklum ham við að verja varpsvæði sitt. Tvær kríur höfðu tyllt sér á skilti við veginn sem á var letrað: „Einkavegur“ líkt og upp á grín, því krían veit betur og fylgir sínum málum ekki síður fast eftir en hún nafna mín. „Þú átt mig ekki, ég á þig!“ Í árþúsundir hefur vorað á Íslandi og gróandinn tekið völdin með fuglasöng, flugnasuði og tófugaggi. Svo mun áfram verða hvað sem öllu mannlífi líður. Við eigum ekki þetta land, landið á okkur. Og vilji einhver um það deila mælir fimm ára barnsröddin: „En Guð á okkur öll!“
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar