Ekkert verður til af engu Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 22. júlí 2019 08:00 Hvar eru Íslendingar um þessar mundir í forystu á alþjóðavísu og fyrirmynd? Í fljótu bragði er svarið ekki augljóst, en við nánari athugun sést að í þróun á lausnum og tækjum fyrir sjávarútveg og matvælavinnslu standa þeir fremstir í flokki. Reyndar svo að útflutningur á þessum vörum nemur tugum milljarða króna á ári. Nefna má nýlega frétt af Skaganum 3X þar sem fram kemur að: „Hátæknifyrirtækið Skaginn [3X], sem þróar, framleiðir og selur tækjabúnað fyrir matvælaiðnaðinn, hagnaðist um 397 milljónir króna á síðasta ári en til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins 340 milljónir á árinu 2017. Tekjur Skagans [3X] námu 8,1 milljarði og jukust um 2,4 milljarða á milli ára.“ Skaginn 3X er alls ekki einsdæmi á þessu sviði, fjölmörg önnur hátækni- og iðnfyrirtæki mætti nefna. En hvernig gerðist þetta, af hverju eru Íslendingar fremstir í flokki þegar kemur að því að verka fisk og mat á grundvelli fjórðu iðnbyltingarinnar; byltingar sem framkvæmdastjóri Skagans 3X segir að hafi hafist fyrir löngu hjá fyrirtækinu? Það er ekki síst fyrir áræðni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem þessi árangur hefur náðst. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa talið íslenskar lausnir hentugastar og hagkvæmastar og hafa þróað þær í samstarfi við hátæknifyrirtækin. Eftir að lausnir hafa verið prófaðar hér á landi hefur opnast fyrir útflutning. Fjárfestingar fyrirtækja sem nýta eina auðlind hafa því í raun skapað aðra og dýrmæta auðlind þar sem þörf er á fólki með margvíslega menntun og hæfileika. Það er full ástæða til að hnykkja sérstaklega á þessu samhengi. Auðlindin í sjónum er með mjög áþreifanlegum hætti að geta af sér aðra auðlind; íslensk þjónustu- og hátæknifyrirtæki. Svo má að sjálfsögðu bæta við öflugum, spennandi og framsæknum líftæknifyrirtækjum um allt land. Í leiðara Fréttablaðsins, 16. júlí var því fagnað að forsætisráðherra hefði skipað verkefnisstjórn um aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Undir þetta skal tekið. Einnig sagði að hér væru tækifæri „...til að taka forystu og vera gerendur í nýrri byltingu – almenningi til góða.“ Um leið og ástæða er til að hvetja stjórnvöld til dáða verður ekki undan því vikist að benda á árangurinn sem íslensk tækni- og iðnfyrirtæki hafa náð í samstarfi við sjávarútveginn. Þróunin þar hefur ekki gerst á forsendum eða undir leiðsögn hins opinbera, heldur þörfum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem berjast á alþjóðlegum markaði, en um 98% af íslensku sjávarfangi eru seld þar. Samkeppnishæfnin byggist meðal annars á því að nota nýjustu tækni. Þarna leiðir eitt af öðru. Það sem stjórnvöld verða að hafa í huga þegar þau hyggjast undirbúa „aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar“, er að það þarf að vera spurn eftir lausnum og svigrúm hjá fyrirtækjum til fjárfestinga. Fjárfesting er forsenda framfara, nú sem fyrr. Að öðrum kosti verða aðgerðirnar lítið meira en orð á blaði. Samspil sjávarútvegsfyrirtækja og hátæknifyrirtækja er gott dæmi um eftirspurn, framboð og fjárfestingu. Þegar þetta fer saman er aldrei að vita nema Íslendingar verði enn frekari gerendur en þiggjendur á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS – Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hvar eru Íslendingar um þessar mundir í forystu á alþjóðavísu og fyrirmynd? Í fljótu bragði er svarið ekki augljóst, en við nánari athugun sést að í þróun á lausnum og tækjum fyrir sjávarútveg og matvælavinnslu standa þeir fremstir í flokki. Reyndar svo að útflutningur á þessum vörum nemur tugum milljarða króna á ári. Nefna má nýlega frétt af Skaganum 3X þar sem fram kemur að: „Hátæknifyrirtækið Skaginn [3X], sem þróar, framleiðir og selur tækjabúnað fyrir matvælaiðnaðinn, hagnaðist um 397 milljónir króna á síðasta ári en til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins 340 milljónir á árinu 2017. Tekjur Skagans [3X] námu 8,1 milljarði og jukust um 2,4 milljarða á milli ára.“ Skaginn 3X er alls ekki einsdæmi á þessu sviði, fjölmörg önnur hátækni- og iðnfyrirtæki mætti nefna. En hvernig gerðist þetta, af hverju eru Íslendingar fremstir í flokki þegar kemur að því að verka fisk og mat á grundvelli fjórðu iðnbyltingarinnar; byltingar sem framkvæmdastjóri Skagans 3X segir að hafi hafist fyrir löngu hjá fyrirtækinu? Það er ekki síst fyrir áræðni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem þessi árangur hefur náðst. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa talið íslenskar lausnir hentugastar og hagkvæmastar og hafa þróað þær í samstarfi við hátæknifyrirtækin. Eftir að lausnir hafa verið prófaðar hér á landi hefur opnast fyrir útflutning. Fjárfestingar fyrirtækja sem nýta eina auðlind hafa því í raun skapað aðra og dýrmæta auðlind þar sem þörf er á fólki með margvíslega menntun og hæfileika. Það er full ástæða til að hnykkja sérstaklega á þessu samhengi. Auðlindin í sjónum er með mjög áþreifanlegum hætti að geta af sér aðra auðlind; íslensk þjónustu- og hátæknifyrirtæki. Svo má að sjálfsögðu bæta við öflugum, spennandi og framsæknum líftæknifyrirtækjum um allt land. Í leiðara Fréttablaðsins, 16. júlí var því fagnað að forsætisráðherra hefði skipað verkefnisstjórn um aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Undir þetta skal tekið. Einnig sagði að hér væru tækifæri „...til að taka forystu og vera gerendur í nýrri byltingu – almenningi til góða.“ Um leið og ástæða er til að hvetja stjórnvöld til dáða verður ekki undan því vikist að benda á árangurinn sem íslensk tækni- og iðnfyrirtæki hafa náð í samstarfi við sjávarútveginn. Þróunin þar hefur ekki gerst á forsendum eða undir leiðsögn hins opinbera, heldur þörfum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem berjast á alþjóðlegum markaði, en um 98% af íslensku sjávarfangi eru seld þar. Samkeppnishæfnin byggist meðal annars á því að nota nýjustu tækni. Þarna leiðir eitt af öðru. Það sem stjórnvöld verða að hafa í huga þegar þau hyggjast undirbúa „aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar“, er að það þarf að vera spurn eftir lausnum og svigrúm hjá fyrirtækjum til fjárfestinga. Fjárfesting er forsenda framfara, nú sem fyrr. Að öðrum kosti verða aðgerðirnar lítið meira en orð á blaði. Samspil sjávarútvegsfyrirtækja og hátæknifyrirtækja er gott dæmi um eftirspurn, framboð og fjárfestingu. Þegar þetta fer saman er aldrei að vita nema Íslendingar verði enn frekari gerendur en þiggjendur á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS – Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun