Ekkert verður til af engu Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 22. júlí 2019 08:00 Hvar eru Íslendingar um þessar mundir í forystu á alþjóðavísu og fyrirmynd? Í fljótu bragði er svarið ekki augljóst, en við nánari athugun sést að í þróun á lausnum og tækjum fyrir sjávarútveg og matvælavinnslu standa þeir fremstir í flokki. Reyndar svo að útflutningur á þessum vörum nemur tugum milljarða króna á ári. Nefna má nýlega frétt af Skaganum 3X þar sem fram kemur að: „Hátæknifyrirtækið Skaginn [3X], sem þróar, framleiðir og selur tækjabúnað fyrir matvælaiðnaðinn, hagnaðist um 397 milljónir króna á síðasta ári en til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins 340 milljónir á árinu 2017. Tekjur Skagans [3X] námu 8,1 milljarði og jukust um 2,4 milljarða á milli ára.“ Skaginn 3X er alls ekki einsdæmi á þessu sviði, fjölmörg önnur hátækni- og iðnfyrirtæki mætti nefna. En hvernig gerðist þetta, af hverju eru Íslendingar fremstir í flokki þegar kemur að því að verka fisk og mat á grundvelli fjórðu iðnbyltingarinnar; byltingar sem framkvæmdastjóri Skagans 3X segir að hafi hafist fyrir löngu hjá fyrirtækinu? Það er ekki síst fyrir áræðni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem þessi árangur hefur náðst. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa talið íslenskar lausnir hentugastar og hagkvæmastar og hafa þróað þær í samstarfi við hátæknifyrirtækin. Eftir að lausnir hafa verið prófaðar hér á landi hefur opnast fyrir útflutning. Fjárfestingar fyrirtækja sem nýta eina auðlind hafa því í raun skapað aðra og dýrmæta auðlind þar sem þörf er á fólki með margvíslega menntun og hæfileika. Það er full ástæða til að hnykkja sérstaklega á þessu samhengi. Auðlindin í sjónum er með mjög áþreifanlegum hætti að geta af sér aðra auðlind; íslensk þjónustu- og hátæknifyrirtæki. Svo má að sjálfsögðu bæta við öflugum, spennandi og framsæknum líftæknifyrirtækjum um allt land. Í leiðara Fréttablaðsins, 16. júlí var því fagnað að forsætisráðherra hefði skipað verkefnisstjórn um aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Undir þetta skal tekið. Einnig sagði að hér væru tækifæri „...til að taka forystu og vera gerendur í nýrri byltingu – almenningi til góða.“ Um leið og ástæða er til að hvetja stjórnvöld til dáða verður ekki undan því vikist að benda á árangurinn sem íslensk tækni- og iðnfyrirtæki hafa náð í samstarfi við sjávarútveginn. Þróunin þar hefur ekki gerst á forsendum eða undir leiðsögn hins opinbera, heldur þörfum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem berjast á alþjóðlegum markaði, en um 98% af íslensku sjávarfangi eru seld þar. Samkeppnishæfnin byggist meðal annars á því að nota nýjustu tækni. Þarna leiðir eitt af öðru. Það sem stjórnvöld verða að hafa í huga þegar þau hyggjast undirbúa „aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar“, er að það þarf að vera spurn eftir lausnum og svigrúm hjá fyrirtækjum til fjárfestinga. Fjárfesting er forsenda framfara, nú sem fyrr. Að öðrum kosti verða aðgerðirnar lítið meira en orð á blaði. Samspil sjávarútvegsfyrirtækja og hátæknifyrirtækja er gott dæmi um eftirspurn, framboð og fjárfestingu. Þegar þetta fer saman er aldrei að vita nema Íslendingar verði enn frekari gerendur en þiggjendur á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS – Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hvar eru Íslendingar um þessar mundir í forystu á alþjóðavísu og fyrirmynd? Í fljótu bragði er svarið ekki augljóst, en við nánari athugun sést að í þróun á lausnum og tækjum fyrir sjávarútveg og matvælavinnslu standa þeir fremstir í flokki. Reyndar svo að útflutningur á þessum vörum nemur tugum milljarða króna á ári. Nefna má nýlega frétt af Skaganum 3X þar sem fram kemur að: „Hátæknifyrirtækið Skaginn [3X], sem þróar, framleiðir og selur tækjabúnað fyrir matvælaiðnaðinn, hagnaðist um 397 milljónir króna á síðasta ári en til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins 340 milljónir á árinu 2017. Tekjur Skagans [3X] námu 8,1 milljarði og jukust um 2,4 milljarða á milli ára.“ Skaginn 3X er alls ekki einsdæmi á þessu sviði, fjölmörg önnur hátækni- og iðnfyrirtæki mætti nefna. En hvernig gerðist þetta, af hverju eru Íslendingar fremstir í flokki þegar kemur að því að verka fisk og mat á grundvelli fjórðu iðnbyltingarinnar; byltingar sem framkvæmdastjóri Skagans 3X segir að hafi hafist fyrir löngu hjá fyrirtækinu? Það er ekki síst fyrir áræðni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem þessi árangur hefur náðst. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa talið íslenskar lausnir hentugastar og hagkvæmastar og hafa þróað þær í samstarfi við hátæknifyrirtækin. Eftir að lausnir hafa verið prófaðar hér á landi hefur opnast fyrir útflutning. Fjárfestingar fyrirtækja sem nýta eina auðlind hafa því í raun skapað aðra og dýrmæta auðlind þar sem þörf er á fólki með margvíslega menntun og hæfileika. Það er full ástæða til að hnykkja sérstaklega á þessu samhengi. Auðlindin í sjónum er með mjög áþreifanlegum hætti að geta af sér aðra auðlind; íslensk þjónustu- og hátæknifyrirtæki. Svo má að sjálfsögðu bæta við öflugum, spennandi og framsæknum líftæknifyrirtækjum um allt land. Í leiðara Fréttablaðsins, 16. júlí var því fagnað að forsætisráðherra hefði skipað verkefnisstjórn um aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Undir þetta skal tekið. Einnig sagði að hér væru tækifæri „...til að taka forystu og vera gerendur í nýrri byltingu – almenningi til góða.“ Um leið og ástæða er til að hvetja stjórnvöld til dáða verður ekki undan því vikist að benda á árangurinn sem íslensk tækni- og iðnfyrirtæki hafa náð í samstarfi við sjávarútveginn. Þróunin þar hefur ekki gerst á forsendum eða undir leiðsögn hins opinbera, heldur þörfum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem berjast á alþjóðlegum markaði, en um 98% af íslensku sjávarfangi eru seld þar. Samkeppnishæfnin byggist meðal annars á því að nota nýjustu tækni. Þarna leiðir eitt af öðru. Það sem stjórnvöld verða að hafa í huga þegar þau hyggjast undirbúa „aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar“, er að það þarf að vera spurn eftir lausnum og svigrúm hjá fyrirtækjum til fjárfestinga. Fjárfesting er forsenda framfara, nú sem fyrr. Að öðrum kosti verða aðgerðirnar lítið meira en orð á blaði. Samspil sjávarútvegsfyrirtækja og hátæknifyrirtækja er gott dæmi um eftirspurn, framboð og fjárfestingu. Þegar þetta fer saman er aldrei að vita nema Íslendingar verði enn frekari gerendur en þiggjendur á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS – Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun