Grunaður um að hafa rænt verðmætu úri vopnaður eftirlíkingu af skammbyssu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. júlí 2019 14:53 Maðurinn var handtekinn eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu og sérsveitar. vísir/vilhelm Maðurinn sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu og sérsveitar í austurborginni síðastliðinn fimmtudag er grunaður um að hafa rænt verðmætu Breitling-úri af manni sem hugðist selja úrið. Hinn grunaði var vopnaður svartri Glock-skammbyssu sem reyndist vera eftirlíking.Greint var frá því í síðustu viku að karlmaður á þrítugsaldri hafi í Héraðsdómi Reykjavíkur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst næstkomandi eftir að hafa ógnað manni með skotvopni og rænt hann verðmætum. Fjórir voru handteknir í tengslum við málið en þremur sleppt úr haldi fljótlega eftir handtöku. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem í dag staðfesti gæsluvarðhald yfir manninum. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að að maðurinn sem var rændur hafi umræddan dag mælt sér mót við annan mann sem ætlaði að kaupa af honum verðmætt úr. Sagðist kaupandinn að hann myndi mæta í félagi við annan mann.Segist hafa verið á vettvangi en neitar að hafa tekið úrið Í greinargerð lögreglu segir að maðurinn sem er í haldi lögreglu hafi sest inn í bifreið mannsins sem ætlaði að selja úrið og hótað honum, vopnaður skammbyssu. Krafðist hann þess að fá úrið afhent. Varð maðurinn sem ætlaði að selja úrið við þeirri kröfu. Fór hinn grunaði því næst af vettvangi.Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.Vísir/vilhelmEftir að brotaþolinn gat veitt upplýsingar um kaupandann voru fjórir handteknir síðar um kvöldið. Sá sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald skýrði lögreglu frá því við yfirheyrslur að hann væri tilbúinn til þess að vísa á skotvopnið, sem reyndist vera eftirlíking af svartri Glock-skammbyssu.Hefur hann játað að hafa verið á vettvangi og haft byssu meðferðis en neitar hann að hafa tekið úrið og að hafa ógnað brotaþola með skammbyssunni, til að komast yfir úrið. Úrið er enn ófundið. Í úrskurðinum kemur fram að vitni sagt manninn hafi haft í hyggju að kaupa úr og hafi komið til baka með öskju utan af úri. Um er að ræða Breitling úr sem er að sögn brotaþola að verðmæti einnar milljónar.Í úrskurði Landsréttar segir að hinn grunaði sé undir sterkum grun að hafa gerst sekur um alvarlegt ránsbrot og var gæsluvarðhaldsúrskurður héraðsdóms því staðfestur. Mun maðurinn því sitja í gæsluvarðhaldi til 23. ágúst næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Vopnað rán í Reykjavík: Einn í gæsluvarðhaldi eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu og sérsveitar Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst. 26. júlí 2019 15:38 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu og sérsveitar í austurborginni síðastliðinn fimmtudag er grunaður um að hafa rænt verðmætu Breitling-úri af manni sem hugðist selja úrið. Hinn grunaði var vopnaður svartri Glock-skammbyssu sem reyndist vera eftirlíking.Greint var frá því í síðustu viku að karlmaður á þrítugsaldri hafi í Héraðsdómi Reykjavíkur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst næstkomandi eftir að hafa ógnað manni með skotvopni og rænt hann verðmætum. Fjórir voru handteknir í tengslum við málið en þremur sleppt úr haldi fljótlega eftir handtöku. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem í dag staðfesti gæsluvarðhald yfir manninum. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að að maðurinn sem var rændur hafi umræddan dag mælt sér mót við annan mann sem ætlaði að kaupa af honum verðmætt úr. Sagðist kaupandinn að hann myndi mæta í félagi við annan mann.Segist hafa verið á vettvangi en neitar að hafa tekið úrið Í greinargerð lögreglu segir að maðurinn sem er í haldi lögreglu hafi sest inn í bifreið mannsins sem ætlaði að selja úrið og hótað honum, vopnaður skammbyssu. Krafðist hann þess að fá úrið afhent. Varð maðurinn sem ætlaði að selja úrið við þeirri kröfu. Fór hinn grunaði því næst af vettvangi.Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.Vísir/vilhelmEftir að brotaþolinn gat veitt upplýsingar um kaupandann voru fjórir handteknir síðar um kvöldið. Sá sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald skýrði lögreglu frá því við yfirheyrslur að hann væri tilbúinn til þess að vísa á skotvopnið, sem reyndist vera eftirlíking af svartri Glock-skammbyssu.Hefur hann játað að hafa verið á vettvangi og haft byssu meðferðis en neitar hann að hafa tekið úrið og að hafa ógnað brotaþola með skammbyssunni, til að komast yfir úrið. Úrið er enn ófundið. Í úrskurðinum kemur fram að vitni sagt manninn hafi haft í hyggju að kaupa úr og hafi komið til baka með öskju utan af úri. Um er að ræða Breitling úr sem er að sögn brotaþola að verðmæti einnar milljónar.Í úrskurði Landsréttar segir að hinn grunaði sé undir sterkum grun að hafa gerst sekur um alvarlegt ránsbrot og var gæsluvarðhaldsúrskurður héraðsdóms því staðfestur. Mun maðurinn því sitja í gæsluvarðhaldi til 23. ágúst næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Vopnað rán í Reykjavík: Einn í gæsluvarðhaldi eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu og sérsveitar Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst. 26. júlí 2019 15:38 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Vopnað rán í Reykjavík: Einn í gæsluvarðhaldi eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu og sérsveitar Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst. 26. júlí 2019 15:38