Ægir hitti nefnilega í körfuna yfir allan völlinn á æfingu íslenska liðsins í gær.
Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, deildi þessari ótrúlegu körfu Ægis á fésbókinni. Skot hans Ægis náðist nefnilega á myndband eins og sjá má hér fyrir neðan. Myndbandið tók Kristinn Geir Pálsson, starfsmaður KKÍ, sem er með íslenska liðinu út í Portúgal.
Leikurinn á móti Portúgal hefst klukkan 17.30 í kvöld að íslenskum tíma en þetta er fyrstu leikur íslenska liðsins í riðlinum. Þriðja liðið í riðlinum er síðan Sviss en Svisslendingar koma síðan í Laugardalshöllina á laugardaginn.
Liðin spila heima og að heiman í þessum ágústmánuði og það lið sem vinnur riðilinn tryggir sér sæti í næstu umferð undankeppni EM 2021.