Körfubolti

Telur ó­lík­legt að Kawhi eða Clippers verði refsað

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Adam Silver er æðsti prestur innan NBA.
Adam Silver er æðsti prestur innan NBA. Matthew Stockman/Getty Images

Æðsti yfirmaður NBA deildarinnar, Adam Silver, segir ólíklegt að næg sönnunargögn finnist til að refsa Kawhi Leonard, Los Angeles Clippers eða eiganda þess Steve Ballmer, þrátt fyrir að rannsókn málsins sé aðeins nýhafin.

Félagið og eigandinn Ballmer eru ásökuð um að hafa svindlað á reglum um launaþak deildarinnar með því að greiða Kawhi Leonard aukalega í gegnum samstarfssamning við KL2 Aspire, fyrirtæki sem er nú farið á hausinn.

Adam Silver ræddi málið á blaðamannafundi og viðurkenndi að hann hefði sannarlega víðtæk völd til að refsa aðilum málsins en sagðist tregur til að gera það án fullnægjandi sönnunargagna.

Silver sagði aðalmarkmiðið með rannsókninni vera að komast að því hvort eitthvað ólöglegt hefði átt sér stað, en vanalega væru slíkar ásakanir ekki byggðar á sönnum atburðum.

Reglur NBA deildarinnar gefa Silver leyfi til að refsa út frá óbeinum sönnunargögnum. Til dæmis með því að sekta LA Clippers, taka nýliðavalrétti af félaginu eða ógilda samning Kawhi en það verður ekki gert án fullnægjandi sönnunar.

The Athletic fjallar um málið.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×