Hlandfýlan Gunnar Örn Ingólfsson skrifar 19. ágúst 2019 15:00 Sem barni þá var mér fyrst kennt að sitja á klósettinu til að venjast af bleyjunni. Sem vaxandi ungum dreng, sem vildi sem fyrst verða að fullvaxta karlmanni, þá var mér kennt að standa upp og pissa. Hvergi var það rætt hvaða tilgangi þetta þjónaði eða hvort að það væri einhver afleiðing af þessari breytingu. Meira að segja móðir mín sagði ekkert, sem ég veit nú að þreif sífellt upp eftir mig og aðra þegjandi og þakkarlaust. Það voru þrír bræður, einn faðir og um fimm til tíu aðrir karlkyns vinir eða vandamenn sem pissuðu hvern einasta dag í sama klósettið. Líklega ekki margir sem gáfu því gaum hvort að klósettið, umliggjandi gólf eða veggir lyktuðu af hlandi eður ei. Mig grunar nú sterklega að mamma hafi þrifið hvert einasta kvöld, því ekki kom ég að klósettinu illa lyktandi á morgnanna. Þessa þegjandi þrautseigju á ég hreinlega erfitt með að skilja. Það tók mig nær 20 ár að uppgötva samhengi milli hlandfýlu og fjölda þrifa. Þessi þróun kom til vegna þess að ég fór sjálfur að sjá um þrifin á klósettinu sem ég notaði. Einhverju síðar benti góður vinur minn mér á að prufa að setjast á klósettið á meðan ég væri að pissa. Mér fannst það undarleg hugmynd og sá ég mig ekki fyrir mér gera slíkt, það var jú ekki karlmanna háttur. Sem þenkjandi einstaklingur varð ég hugsi yfir þessum viðbrögðum mínum og velti því fyrir mér hvort það væri partur af birtingarmynd karlmennskunnar að standa við þvaglát og fyllast stolti til að mynda yfir því að öðlast gott mið. Á endanum ákvað ég þó að prófa þetta og hef ég ekki pissað standandi síðan. Það eru einungis tvær kringumstæður sem kalla á það að ég pissi standandi; ef ég er utandyra og get pissað með vindinum (og græt nokkrum krókódílatárum í leiðinni vegna þess að ég veit að skórnir mínir munu án efa fá nokkra hlanddropa á sig) og ef ég er við þvagskál, eða klósett sem á vantar setu eða er svo illa útileikið að þrif setunnar þarf hanska. Nokkrir kostir þess að sitja og pissa: - Auðveldara að tæma blöðruna (vísindarannsókn hér að baki) - Sterkari þvagbuna (sama vísindarannsókn) - Aðdráttarafl jarðar hefur styttri tíma til að auka hröðun dropa - Þvagstraumur og dropar mynda minna rask á yfirborði vatns og minna endurkast - Hlandið helst neðar í skálinni, sem sturtast svo í burtu með vatni í stað þess að sitja á stöðum sem sturtun nær ekki til - Minnkar líkur þess að pissa á brún eða útfyrir - Auðveldara að slaka á í minni hlandfýlu - Aðrir sem nota klósettið og girnast ekki hlandlykt eða pissfruss eiga auðveldara með að eiga góða stund Með þessari grein vil ég hvetja þá karlmenn sem enn standa og pissa til að hugsa sinn gang. Sér í lagi þá sem ekki búa einir og deila salernisaðstöðu með öðrum, og sjá ekki um þrifin. Þó verð ég að segja að þeir karlmenn sem þrífa klósettið eftir sig og pissa standandi eru búnir að taka rökrétt skref í að leiðrétta ákveðið kynbundið óréttlæti. Hinsvegar hljótum við að sjá að rök leiða í þá átt að betra sé, félagslega, líkamlega og tilfinningalega að pissa sitjandi. Athugið, þjóðfélagsbreytingar sem þessar geta tekið tíma því breytingar eru okkur misauðveldar. Þó flestir okkar vilji meina að við séum rökverur, þá erum við víst með tilfinningar líka, þrátt fyrir tilhneigingu til afneitunar. Kæru íslensku karlmenn, væri ekki næs að vera bestir í heimi í þessu líka? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Sem barni þá var mér fyrst kennt að sitja á klósettinu til að venjast af bleyjunni. Sem vaxandi ungum dreng, sem vildi sem fyrst verða að fullvaxta karlmanni, þá var mér kennt að standa upp og pissa. Hvergi var það rætt hvaða tilgangi þetta þjónaði eða hvort að það væri einhver afleiðing af þessari breytingu. Meira að segja móðir mín sagði ekkert, sem ég veit nú að þreif sífellt upp eftir mig og aðra þegjandi og þakkarlaust. Það voru þrír bræður, einn faðir og um fimm til tíu aðrir karlkyns vinir eða vandamenn sem pissuðu hvern einasta dag í sama klósettið. Líklega ekki margir sem gáfu því gaum hvort að klósettið, umliggjandi gólf eða veggir lyktuðu af hlandi eður ei. Mig grunar nú sterklega að mamma hafi þrifið hvert einasta kvöld, því ekki kom ég að klósettinu illa lyktandi á morgnanna. Þessa þegjandi þrautseigju á ég hreinlega erfitt með að skilja. Það tók mig nær 20 ár að uppgötva samhengi milli hlandfýlu og fjölda þrifa. Þessi þróun kom til vegna þess að ég fór sjálfur að sjá um þrifin á klósettinu sem ég notaði. Einhverju síðar benti góður vinur minn mér á að prufa að setjast á klósettið á meðan ég væri að pissa. Mér fannst það undarleg hugmynd og sá ég mig ekki fyrir mér gera slíkt, það var jú ekki karlmanna háttur. Sem þenkjandi einstaklingur varð ég hugsi yfir þessum viðbrögðum mínum og velti því fyrir mér hvort það væri partur af birtingarmynd karlmennskunnar að standa við þvaglát og fyllast stolti til að mynda yfir því að öðlast gott mið. Á endanum ákvað ég þó að prófa þetta og hef ég ekki pissað standandi síðan. Það eru einungis tvær kringumstæður sem kalla á það að ég pissi standandi; ef ég er utandyra og get pissað með vindinum (og græt nokkrum krókódílatárum í leiðinni vegna þess að ég veit að skórnir mínir munu án efa fá nokkra hlanddropa á sig) og ef ég er við þvagskál, eða klósett sem á vantar setu eða er svo illa útileikið að þrif setunnar þarf hanska. Nokkrir kostir þess að sitja og pissa: - Auðveldara að tæma blöðruna (vísindarannsókn hér að baki) - Sterkari þvagbuna (sama vísindarannsókn) - Aðdráttarafl jarðar hefur styttri tíma til að auka hröðun dropa - Þvagstraumur og dropar mynda minna rask á yfirborði vatns og minna endurkast - Hlandið helst neðar í skálinni, sem sturtast svo í burtu með vatni í stað þess að sitja á stöðum sem sturtun nær ekki til - Minnkar líkur þess að pissa á brún eða útfyrir - Auðveldara að slaka á í minni hlandfýlu - Aðrir sem nota klósettið og girnast ekki hlandlykt eða pissfruss eiga auðveldara með að eiga góða stund Með þessari grein vil ég hvetja þá karlmenn sem enn standa og pissa til að hugsa sinn gang. Sér í lagi þá sem ekki búa einir og deila salernisaðstöðu með öðrum, og sjá ekki um þrifin. Þó verð ég að segja að þeir karlmenn sem þrífa klósettið eftir sig og pissa standandi eru búnir að taka rökrétt skref í að leiðrétta ákveðið kynbundið óréttlæti. Hinsvegar hljótum við að sjá að rök leiða í þá átt að betra sé, félagslega, líkamlega og tilfinningalega að pissa sitjandi. Athugið, þjóðfélagsbreytingar sem þessar geta tekið tíma því breytingar eru okkur misauðveldar. Þó flestir okkar vilji meina að við séum rökverur, þá erum við víst með tilfinningar líka, þrátt fyrir tilhneigingu til afneitunar. Kæru íslensku karlmenn, væri ekki næs að vera bestir í heimi í þessu líka?
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar