Uppsagnir stjórnenda á Landspítala Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. ágúst 2019 06:00 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Visir/Egill Aðalsteinsson Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, getur ekki sagt á þessum tímapunkti hvort komi til uppsagna á neðri stigum en ekki er stefnt að því að loka deildum. Lengi hefur staðið til að breyta skipuriti Landspítalans. Páll segir að sparnaður sem slíkur hafi ekki verið markmið en að það dragi engu að síður úr sóun. Spítalinn glímir nú við rekstrarvanda og fundað er með heilbrigðisráðuneytinu vegna þessa. „Vandi spítalans er sá að barnið vex en brókin ekki,“ segir Páll. „Íslendingum fjölgar og ferðamönnum fjölgar, fólk eldist og til sögunnar koma nýjar og dýrar meðferðir. Við höfum fengið aukið fé en ekki í samræmi við þessi verkefni.“ Þess utan glímir spítalinn við skort á hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og hjúkrunarrýmum og launabótum vegna eldri kjarasamninga. Unnið er að því að leysa vandamálin en það gerist hægar en spítalinn þarf að sögn Páls. „Við gerum ráð fyrir ákveðnu aukafjármagni, meðal annars vegna aukinnar framleiðslu, en við verðum að telja okkur slíkt til halla þangað til það er greitt. En ég dreg ekki fjöður yfir að það er rekstrarvandi,“ segir Páll. Fyrir tveimur árum var spítalinn á núlli en 1.400 milljóna hallarekstur síðasta árs fylgir yfir á þetta ár. „Markmiðið hjá okkur er að vernda klíníska þjónustu og þetta hafi engin áhrif á sjúklingana.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, getur ekki sagt á þessum tímapunkti hvort komi til uppsagna á neðri stigum en ekki er stefnt að því að loka deildum. Lengi hefur staðið til að breyta skipuriti Landspítalans. Páll segir að sparnaður sem slíkur hafi ekki verið markmið en að það dragi engu að síður úr sóun. Spítalinn glímir nú við rekstrarvanda og fundað er með heilbrigðisráðuneytinu vegna þessa. „Vandi spítalans er sá að barnið vex en brókin ekki,“ segir Páll. „Íslendingum fjölgar og ferðamönnum fjölgar, fólk eldist og til sögunnar koma nýjar og dýrar meðferðir. Við höfum fengið aukið fé en ekki í samræmi við þessi verkefni.“ Þess utan glímir spítalinn við skort á hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og hjúkrunarrýmum og launabótum vegna eldri kjarasamninga. Unnið er að því að leysa vandamálin en það gerist hægar en spítalinn þarf að sögn Páls. „Við gerum ráð fyrir ákveðnu aukafjármagni, meðal annars vegna aukinnar framleiðslu, en við verðum að telja okkur slíkt til halla þangað til það er greitt. En ég dreg ekki fjöður yfir að það er rekstrarvandi,“ segir Páll. Fyrir tveimur árum var spítalinn á núlli en 1.400 milljóna hallarekstur síðasta árs fylgir yfir á þetta ár. „Markmiðið hjá okkur er að vernda klíníska þjónustu og þetta hafi engin áhrif á sjúklingana.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira