Samdráttur í launakostnaði of lítill Hörður Ægisson skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Þótt rúmlega fjögurra prósenta samdráttur í launakostnaði Icelandair Group á fyrri árshelmingi sé „vissulega skref í rétta átt“ er hann „of lítill“ enda verði að hafa í huga að gengi krónunnar veiktist um sextán prósent á milli ára. Launakostnaður sem hlutfall af tekjum félagsins lækkaði úr 38,7 prósentum í 37,9 prósent. Þetta kemur fram í nýju verðmati Capacent í kjölfar árshlutauppgjörs flugfélagsins 1. ágúst síðastliðinn sem Markaðurinn hefur undir höndum. Samkvæmt Capacent er verðmatsgengi Icelandair, sem gerir ekki ráð fyrir bótagreiðslum frá Boeing vegna kyrrsetningar MAX-vélanna, nú 10,6 krónur á hlut og lækkar um ellefu prósent frá fyrra verðmati. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um rúmlega þrjú prósent í viðskiptum í Kauphöllinni í gær og stóð gengið í 7,95 við lokun markaða. Gengi bréfa Icelandair hefur lækkað um 17 prósent frá áramótum. Greinandi Capacent segir að launaliðurinn í uppgjöri Icelandair hafi valdið vonbrigðum. „Ef samkeppni á flugmarkaði er í verðum hallar mjög á innlendan flugrekstur og um fjögur prósent hækkun launa er of mikil miðað við núverandi aðstæður. Þótt fjárhagsstaða og úthald Icelandair hafi verið meira en WOW air er það minna en margra erlendra flugfélaga,“ segir í verðmatinu. Þá er varpað fram þeirri spurningu hvort íslenski flugbransinn hafi gert sig ósamkeppnishæfan með of háum launum. „Í forsendum er gert ráð fyrir að launahlutfallið lækki þar sem sætanýting muni aukast. Hætta er á það muni ekki verða niðurstaðan ef nýtt flugfélag verður stofnað á Ísland. Einnig er ljóst að ekkert svigrúm er til hækkunar launakostnaðar í íslenska flugbransanum nú um stundir.“ Áætlun Icelandair gerir ráð fyrir að afkoma félagsins verði neikvæð um 70 til 90 milljónir Bandaríkjadala á þessu ári ef Boeing MAX-vélarnar komast ekki í loftið. Capacent segist ekki vera sérlega bjartsýnt á að vélarnar fari í loftið og spáir því að rekstrartap flugfélagsins (EBIT) verði um 88 milljónir dala. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Staða félagsins sterk þrátt fyrir taprekstur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að þrátt yfir tap í rekstri undanfarin misseri sé staða félagsins áfram mjög sterk. 2. ágúst 2019 18:45 Icelandair flutti metfjölda farþega til landsins í júlí Farþegafjöldi Icelandair í júlí var tæplega 564 þúsund og jókst um 9% milli ára. 6. ágúst 2019 16:53 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Þótt rúmlega fjögurra prósenta samdráttur í launakostnaði Icelandair Group á fyrri árshelmingi sé „vissulega skref í rétta átt“ er hann „of lítill“ enda verði að hafa í huga að gengi krónunnar veiktist um sextán prósent á milli ára. Launakostnaður sem hlutfall af tekjum félagsins lækkaði úr 38,7 prósentum í 37,9 prósent. Þetta kemur fram í nýju verðmati Capacent í kjölfar árshlutauppgjörs flugfélagsins 1. ágúst síðastliðinn sem Markaðurinn hefur undir höndum. Samkvæmt Capacent er verðmatsgengi Icelandair, sem gerir ekki ráð fyrir bótagreiðslum frá Boeing vegna kyrrsetningar MAX-vélanna, nú 10,6 krónur á hlut og lækkar um ellefu prósent frá fyrra verðmati. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um rúmlega þrjú prósent í viðskiptum í Kauphöllinni í gær og stóð gengið í 7,95 við lokun markaða. Gengi bréfa Icelandair hefur lækkað um 17 prósent frá áramótum. Greinandi Capacent segir að launaliðurinn í uppgjöri Icelandair hafi valdið vonbrigðum. „Ef samkeppni á flugmarkaði er í verðum hallar mjög á innlendan flugrekstur og um fjögur prósent hækkun launa er of mikil miðað við núverandi aðstæður. Þótt fjárhagsstaða og úthald Icelandair hafi verið meira en WOW air er það minna en margra erlendra flugfélaga,“ segir í verðmatinu. Þá er varpað fram þeirri spurningu hvort íslenski flugbransinn hafi gert sig ósamkeppnishæfan með of háum launum. „Í forsendum er gert ráð fyrir að launahlutfallið lækki þar sem sætanýting muni aukast. Hætta er á það muni ekki verða niðurstaðan ef nýtt flugfélag verður stofnað á Ísland. Einnig er ljóst að ekkert svigrúm er til hækkunar launakostnaðar í íslenska flugbransanum nú um stundir.“ Áætlun Icelandair gerir ráð fyrir að afkoma félagsins verði neikvæð um 70 til 90 milljónir Bandaríkjadala á þessu ári ef Boeing MAX-vélarnar komast ekki í loftið. Capacent segist ekki vera sérlega bjartsýnt á að vélarnar fari í loftið og spáir því að rekstrartap flugfélagsins (EBIT) verði um 88 milljónir dala.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Staða félagsins sterk þrátt fyrir taprekstur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að þrátt yfir tap í rekstri undanfarin misseri sé staða félagsins áfram mjög sterk. 2. ágúst 2019 18:45 Icelandair flutti metfjölda farþega til landsins í júlí Farþegafjöldi Icelandair í júlí var tæplega 564 þúsund og jókst um 9% milli ára. 6. ágúst 2019 16:53 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49
Staða félagsins sterk þrátt fyrir taprekstur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að þrátt yfir tap í rekstri undanfarin misseri sé staða félagsins áfram mjög sterk. 2. ágúst 2019 18:45
Icelandair flutti metfjölda farþega til landsins í júlí Farþegafjöldi Icelandair í júlí var tæplega 564 þúsund og jókst um 9% milli ára. 6. ágúst 2019 16:53