Milljónir króna hafðar af erlendu verkafólki Andri Eysteinsson skrifar 13. ágúst 2019 15:00 Drífa Snædal er forseti ASÍ Vísir/Vilhelm Samhliða hröðum vexti í íslensku efnahagslífi á undanförnum árum bendir rannsókn ASÍ, sem byggir á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga, til þess að jaðarsetning og brotastarfsemi aukist á íslenskum vinnumarkaði. Brotin virðast einkum beinast gegn erlendu launafólki, ungu fólki og einstaklingum með lágar tekjur. Hópum sem síður þekkja rétt sinn. Samanlagt nema upphæðirnar hundruð milljónum króna. „Brotastarfsemi gagnvart erlendu launafólki og ungmennum er alvarleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði sem uppræta verður með öllum tiltækum ráðum. Dæmin skipta ekki bara tugum eða hundruðum. Brotin snerta þúsundir einstaklinga. Þessir félagar okkar eiga að njóta kjara og annarra réttinda til jafns við aðra á vinnumarkaði. Það eru hagsmunir samfélagsins alls. Hér er ábyrgð stjórnvalda og samtaka atvinnurekenda mikil,“ segir í tilkynningu ASÍ. Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þá leið að ljóst er að meira en helmingur allra þeirra 768 launakrafna stéttarfélaga eru gerðar fyrir hönd félagsmanna af erlendum uppruna en 19% launafólks er af erlendum uppruna.Helmingur krafna kemur úr hótel- veitinga- og ferðaþjónustu en hæstu launakröfurnar eru gerðar á fyrirtæki í mannvirkjagerð. Skoðun á launakröfum og spurningakönnunin benda til að brotin felist m.a. í vangreiðslum á launum, álagsgreiðslum og ýmsum réttindabrotum. Hjá meirihluta launafólks, einkum hjá þeim sem hafa lengri starfsaldur og hærri tekjur, er brotastarfsemi nærri óþekkt.Í skýrslu ASÍ segir að launakröfurnar séu eingöngu toppurinn á ísjakanum því flest mál séu leyst án þess að þau fari í formlegt kröfuferli. Niðurstöðurnar benda þó einnig til þess að ákveðin brot eru nær óþekkt á íslenskum vinnumarkaði. Ólaunuð prufuvinna telst fátíð og sjaldgæft er að Íslendingar séu þvingaðir í gerviverktöku eða hvattir til að vera ekki í stéttarfélagi. Jafnaðarkaup virðist ekki vera algengt meðal Íslendinga þrátt fyrir að brot tengd jafnaðarkaupi séu mikið í umræðunni. Alþýðusambandið vill leggja áherslu á að bæta löggjöf og regluverk ásamt því að efla þurfi upplýsingamiðlun, eftirlit á vinnumarkaði og eftirfylgni vegna brotastarfsemi. Aukið atvinnuleysi og þá sérstaklega meðal erlends launafólks er áhyggjuefni, segir í skýrslunni. Hætta sé á því að niðursveifla í efnahagslífinu og fækkun starfa í ferðaþjónustu og mannvirkjagerð komi verst niður á erlendu launafólki. Jafnframt sé hætta á því að erlendir atvinnuleitendur hafi síður færi á að efla færni sína á vinnumarkaði á meðan atvinnuleit stendur sökum tungumálahindrana. Þá voru launakröfur ASÍ frá fjórum stéttarfélögum og voru í heildina 768 talsins. Heildarupphæð krafna var 450.483.713 krónur og nam meðalkrafa því 586.567 krónum. Fleiri launakröfur voru gerðar fyrir hönd karlkyns félagsmanna heldur en kvenkyns. Af 768 launakröfum voru 465 gerðar fyrir hönd karla, eða um 61% á móti 303 launakröfum sem gerðar voru fyrir hönd kvenna. Nokkur munur var á kröfuupphæðum séu þær greindar eftir kyni félagsmanns. Launakröfur sem gerðar voru fyrir hönd karla voru að jafnaði hærri og munurinn verulegur, um hundrað þúsund krónur að meðaltali á kröfu. Séu hærri kröfur sérstaklega skoðaðar, þ.e. milljón og yfir, má sjá að 75% þeirra voru gerðar fyrir hönd karlkyns félagsmanna.Lesa má skýrslu ASÍ í heild sinni hér. Félagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Samhliða hröðum vexti í íslensku efnahagslífi á undanförnum árum bendir rannsókn ASÍ, sem byggir á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga, til þess að jaðarsetning og brotastarfsemi aukist á íslenskum vinnumarkaði. Brotin virðast einkum beinast gegn erlendu launafólki, ungu fólki og einstaklingum með lágar tekjur. Hópum sem síður þekkja rétt sinn. Samanlagt nema upphæðirnar hundruð milljónum króna. „Brotastarfsemi gagnvart erlendu launafólki og ungmennum er alvarleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði sem uppræta verður með öllum tiltækum ráðum. Dæmin skipta ekki bara tugum eða hundruðum. Brotin snerta þúsundir einstaklinga. Þessir félagar okkar eiga að njóta kjara og annarra réttinda til jafns við aðra á vinnumarkaði. Það eru hagsmunir samfélagsins alls. Hér er ábyrgð stjórnvalda og samtaka atvinnurekenda mikil,“ segir í tilkynningu ASÍ. Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þá leið að ljóst er að meira en helmingur allra þeirra 768 launakrafna stéttarfélaga eru gerðar fyrir hönd félagsmanna af erlendum uppruna en 19% launafólks er af erlendum uppruna.Helmingur krafna kemur úr hótel- veitinga- og ferðaþjónustu en hæstu launakröfurnar eru gerðar á fyrirtæki í mannvirkjagerð. Skoðun á launakröfum og spurningakönnunin benda til að brotin felist m.a. í vangreiðslum á launum, álagsgreiðslum og ýmsum réttindabrotum. Hjá meirihluta launafólks, einkum hjá þeim sem hafa lengri starfsaldur og hærri tekjur, er brotastarfsemi nærri óþekkt.Í skýrslu ASÍ segir að launakröfurnar séu eingöngu toppurinn á ísjakanum því flest mál séu leyst án þess að þau fari í formlegt kröfuferli. Niðurstöðurnar benda þó einnig til þess að ákveðin brot eru nær óþekkt á íslenskum vinnumarkaði. Ólaunuð prufuvinna telst fátíð og sjaldgæft er að Íslendingar séu þvingaðir í gerviverktöku eða hvattir til að vera ekki í stéttarfélagi. Jafnaðarkaup virðist ekki vera algengt meðal Íslendinga þrátt fyrir að brot tengd jafnaðarkaupi séu mikið í umræðunni. Alþýðusambandið vill leggja áherslu á að bæta löggjöf og regluverk ásamt því að efla þurfi upplýsingamiðlun, eftirlit á vinnumarkaði og eftirfylgni vegna brotastarfsemi. Aukið atvinnuleysi og þá sérstaklega meðal erlends launafólks er áhyggjuefni, segir í skýrslunni. Hætta sé á því að niðursveifla í efnahagslífinu og fækkun starfa í ferðaþjónustu og mannvirkjagerð komi verst niður á erlendu launafólki. Jafnframt sé hætta á því að erlendir atvinnuleitendur hafi síður færi á að efla færni sína á vinnumarkaði á meðan atvinnuleit stendur sökum tungumálahindrana. Þá voru launakröfur ASÍ frá fjórum stéttarfélögum og voru í heildina 768 talsins. Heildarupphæð krafna var 450.483.713 krónur og nam meðalkrafa því 586.567 krónum. Fleiri launakröfur voru gerðar fyrir hönd karlkyns félagsmanna heldur en kvenkyns. Af 768 launakröfum voru 465 gerðar fyrir hönd karla, eða um 61% á móti 303 launakröfum sem gerðar voru fyrir hönd kvenna. Nokkur munur var á kröfuupphæðum séu þær greindar eftir kyni félagsmanns. Launakröfur sem gerðar voru fyrir hönd karla voru að jafnaði hærri og munurinn verulegur, um hundrað þúsund krónur að meðaltali á kröfu. Séu hærri kröfur sérstaklega skoðaðar, þ.e. milljón og yfir, má sjá að 75% þeirra voru gerðar fyrir hönd karlkyns félagsmanna.Lesa má skýrslu ASÍ í heild sinni hér.
Félagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira