Bætingin verið framar vonum Hjörvar Ólafsson skrifar 13. ágúst 2019 18:30 Erna Sóley Gunnarsdóttir er ungur og upprennandi kúluvarpari. Fréttablaðið/KRISTÓFER ÞORGRÍMSSON Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir hefur átt góðu gengi að fagna í sumar. Hún fékk bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu U-20 ára fyrr í sumar og um nýliðna helgi var hún hluti af íslenska landsliðinu sem bar sigur úr býtum í 3. deild í Evrópubikarkeppni landsliða sem fram fór í Skopje í Norður-Makedóníu. Erna Sóley kastaði kúlunni 15,85 metra um helgina og það kast skilaði henni silfurverðlaunum. Hún hefur kastað lengst 16,13 metra en það gerði hún á móti sem haldið var í Houston í Texas í Bandaríkjunum í apríl fyrr á þessu ári. Erna hóf nám Rice-háskólanum þar í borg í ágúst á síðasta ári. Þar hefur hún jafnt og þétt bætt árangur sinn á þessu ári og kórónað gott ár sitt með góðri frammistöðu í sumar. Hún er ánægð með gang mála hjá sér en stefnir hærra á næstu árum. „Það var mjög gaman að vera hluti af þessu frábæra liði og upplifa þessa miklu spennu um helgina. Það gekk mikið á og úrslitin réðust á lokasprettinum. Tilfinningin var frábær þegar ljóst var að við færum með sigur af hólmi. Það er öðruvísi að taka þátt í svona liðakeppni og eiga þátt í því að skila stigum í hús með frammistöðu sinni en þegar maður keppir sem einstaklingur og er bara að hugsa um sjálfan sig. Ég hefði viljað kasta yfir 16 metrana á þessu móti og mér fannst ég eiga töluvert inni. Sem betur fer kom það ekki að sök og við urðum í efsta sæti sem er geggjað,“ segir Erna Sóley í samtali við Fréttablaðið um mótið um helgina. „Ég er hins vegar ánægð með það hvernig ég hef verið að kasta heilt yfir í sumar og það að ég hef verið að bæta mig jafnt og þétt síðustu mánuði. Árangur minn er klárlega framar væntingum og ég er farin að kasta lengra en ég hafði sett mér markmið um að gera. Aðstæður til þess að æfa eru eins og best verður á kosið í Houston og þjálfarinn þar er frábær. Þarna er hugsað mjög vel um mig sem íþróttamann og aðstæður til æfinga og lyftingaaðstaðan í hæsta gæðaflokki. Þá fáum við fyrsta flokks sjúkraþjálfun, nudd og annað í þeim dúr sem hjálpar til við að ná toppárangri,“ segir hún um síðasta árið hjá sér. „Það tók mig smá tíma að venjast því að æfa í jafn miklum hita og er í Houston en ég er orðin vön því og það voru ákveðin viðbrigði að koma aftur heim í vor og kasta í minni hita á nýjan leik. Stefnan er að vera úti næstu þrjú árin og halda áfram að bæta mig. Næsta mót er svo Norðurlandamót unglinga sem er síðasta mót tímabilsins hjá mér. Þar langar mig að kasta yfir 16 metra og sjá til hverju það skilar mér. Ég hef verið að keppa á mörgum mótum á þessu tímabili og kastað mjög mikið sem hefur skilað sér í stöðugri bætingu. Mig langar að vera komin á það stig eftir þrjú ár að vera farin að kasta yfir 18 metra og keppa á Evrópumóti, heimsmeistaramóti, Ólympíuleikum og öðrum stórmótum í fullorðinsflokki á þeim tímapunkti. Mér finnst það klárlega raunhæft og það er allavega markmiðið,“ segir hún um næstu verkefni og framhaldið hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira
Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir hefur átt góðu gengi að fagna í sumar. Hún fékk bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu U-20 ára fyrr í sumar og um nýliðna helgi var hún hluti af íslenska landsliðinu sem bar sigur úr býtum í 3. deild í Evrópubikarkeppni landsliða sem fram fór í Skopje í Norður-Makedóníu. Erna Sóley kastaði kúlunni 15,85 metra um helgina og það kast skilaði henni silfurverðlaunum. Hún hefur kastað lengst 16,13 metra en það gerði hún á móti sem haldið var í Houston í Texas í Bandaríkjunum í apríl fyrr á þessu ári. Erna hóf nám Rice-háskólanum þar í borg í ágúst á síðasta ári. Þar hefur hún jafnt og þétt bætt árangur sinn á þessu ári og kórónað gott ár sitt með góðri frammistöðu í sumar. Hún er ánægð með gang mála hjá sér en stefnir hærra á næstu árum. „Það var mjög gaman að vera hluti af þessu frábæra liði og upplifa þessa miklu spennu um helgina. Það gekk mikið á og úrslitin réðust á lokasprettinum. Tilfinningin var frábær þegar ljóst var að við færum með sigur af hólmi. Það er öðruvísi að taka þátt í svona liðakeppni og eiga þátt í því að skila stigum í hús með frammistöðu sinni en þegar maður keppir sem einstaklingur og er bara að hugsa um sjálfan sig. Ég hefði viljað kasta yfir 16 metrana á þessu móti og mér fannst ég eiga töluvert inni. Sem betur fer kom það ekki að sök og við urðum í efsta sæti sem er geggjað,“ segir Erna Sóley í samtali við Fréttablaðið um mótið um helgina. „Ég er hins vegar ánægð með það hvernig ég hef verið að kasta heilt yfir í sumar og það að ég hef verið að bæta mig jafnt og þétt síðustu mánuði. Árangur minn er klárlega framar væntingum og ég er farin að kasta lengra en ég hafði sett mér markmið um að gera. Aðstæður til þess að æfa eru eins og best verður á kosið í Houston og þjálfarinn þar er frábær. Þarna er hugsað mjög vel um mig sem íþróttamann og aðstæður til æfinga og lyftingaaðstaðan í hæsta gæðaflokki. Þá fáum við fyrsta flokks sjúkraþjálfun, nudd og annað í þeim dúr sem hjálpar til við að ná toppárangri,“ segir hún um síðasta árið hjá sér. „Það tók mig smá tíma að venjast því að æfa í jafn miklum hita og er í Houston en ég er orðin vön því og það voru ákveðin viðbrigði að koma aftur heim í vor og kasta í minni hita á nýjan leik. Stefnan er að vera úti næstu þrjú árin og halda áfram að bæta mig. Næsta mót er svo Norðurlandamót unglinga sem er síðasta mót tímabilsins hjá mér. Þar langar mig að kasta yfir 16 metra og sjá til hverju það skilar mér. Ég hef verið að keppa á mörgum mótum á þessu tímabili og kastað mjög mikið sem hefur skilað sér í stöðugri bætingu. Mig langar að vera komin á það stig eftir þrjú ár að vera farin að kasta yfir 18 metra og keppa á Evrópumóti, heimsmeistaramóti, Ólympíuleikum og öðrum stórmótum í fullorðinsflokki á þeim tímapunkti. Mér finnst það klárlega raunhæft og það er allavega markmiðið,“ segir hún um næstu verkefni og framhaldið hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira