Skráðu óvart kúluvarpara í boðhlaupið og voru dæmdir úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2019 22:30 Youcef Zatat. Getty/Bryn Lennon Enginn Breti kom í mark í boðhlaupi á Evrópumeistaramóti landsliða um helgina þökk sé ótrúlegu klúðri hjá breska frjálsíþróttasambandinu. A-deildin fór fram í Póllandi en breska liðið átti ekki síns bestu helgi og endaði í fimmta sæti. Lágpunkturinn var þó umrætt 4 x 400 metra boðhlaup karla sem var ein af síðustu greinum keppninnar. Sá sem skráði menn til leiks fyrir breska sambandið ruglaðist algjörlega og skráði kúluvarpara sem einn af hlaupurum Breta í boðhlaupinu. Kúluvarparinn heitir Youcef Zatat er öflugur kastari en það fara ekki eins margar sögur af afrekum hans á hlaupabrautinni. Lykilatriðið var þó líklega að Youcef Zatat var bara varamaður og hafði ekki einu sinni ferðast með breska liðinu til Póllands. Skrásetjarinn átti að rita nafn Rabah Yousif á skráningarblaðið en skrifaði þess í stað nafn Youcef Zatat. Rabah Yousif átti þannig að hlaupa fyrsta sprettinn en svo áttu þeir Ethan Brown, Lee Thompson og Martyn Rooney að taka við. Þegar mistökin uppgötvuðust þá var breska boðhlaupsliðið dæmt úr leik.Great Britain were disqualified from the men's 4x400m relay at the European Athletics Team Championships....because a reserve shot putter was named in the line-up by mistake. Full story: https://t.co/WAr9AsSNqbpic.twitter.com/PhE2tyPZqr — BBC Sport (@BBCSport) August 11, 2019Neil Black, yfirmaður hjá breska frjálsíþróttasambandinu, kallaði þetta tæknileg mistök, en fullvissaði um að allt yrði gert til að komast að því hvað gerðist þarna. Hann hrósaði íþróttamönnunum fyrir að hafa tekið þessum ömurlegu tíðundum eins vel og hægt var. Frjálsar íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Enginn Breti kom í mark í boðhlaupi á Evrópumeistaramóti landsliða um helgina þökk sé ótrúlegu klúðri hjá breska frjálsíþróttasambandinu. A-deildin fór fram í Póllandi en breska liðið átti ekki síns bestu helgi og endaði í fimmta sæti. Lágpunkturinn var þó umrætt 4 x 400 metra boðhlaup karla sem var ein af síðustu greinum keppninnar. Sá sem skráði menn til leiks fyrir breska sambandið ruglaðist algjörlega og skráði kúluvarpara sem einn af hlaupurum Breta í boðhlaupinu. Kúluvarparinn heitir Youcef Zatat er öflugur kastari en það fara ekki eins margar sögur af afrekum hans á hlaupabrautinni. Lykilatriðið var þó líklega að Youcef Zatat var bara varamaður og hafði ekki einu sinni ferðast með breska liðinu til Póllands. Skrásetjarinn átti að rita nafn Rabah Yousif á skráningarblaðið en skrifaði þess í stað nafn Youcef Zatat. Rabah Yousif átti þannig að hlaupa fyrsta sprettinn en svo áttu þeir Ethan Brown, Lee Thompson og Martyn Rooney að taka við. Þegar mistökin uppgötvuðust þá var breska boðhlaupsliðið dæmt úr leik.Great Britain were disqualified from the men's 4x400m relay at the European Athletics Team Championships....because a reserve shot putter was named in the line-up by mistake. Full story: https://t.co/WAr9AsSNqbpic.twitter.com/PhE2tyPZqr — BBC Sport (@BBCSport) August 11, 2019Neil Black, yfirmaður hjá breska frjálsíþróttasambandinu, kallaði þetta tæknileg mistök, en fullvissaði um að allt yrði gert til að komast að því hvað gerðist þarna. Hann hrósaði íþróttamönnunum fyrir að hafa tekið þessum ömurlegu tíðundum eins vel og hægt var.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira