Lambakjötsöryggi Guðmundur Steingrímsson skrifar 12. ágúst 2019 10:00 Nýverið stefndi hér á landi í æði yfirgripsmikla og djúpa krísu þegar upplýst var að lambahryggir væru mögulega að klárast í búðum og landið yrði þar með lambahryggjalaust. Það lá við að Alþingi yrði kallað saman og sett yrðu neyðarlög, gott ef ekki. Ég verð að játa að ég var ekki á meðal þeirra sem ruku út á götu á náttfötunum vegna þessara tíðinda. Hins vegar urðu þessar fréttir mér tilefni til að leiða hugann að undirliggjandi veruleika sem birtist mér sífellt fáránlegri eftir því sem árin líða: Hvað er málið með Ísland og lambakjöt? Af hverju í ósköpunum skiptir lambakjöt svona miklu máli? Nú er ég ákaflega metnaðarfullur grillari og finnst fátt betra en grillað lambafillé, svo ekki sé talað um kótelettur. Ég tek líka stakkaskiptum andlega þegar ég skynja möguleika á því að komast í lambakótelettur í raspi. Ég myndi frekar standa í röð til að fá þær heldur en að komast inn á Ed Sheeran. Ég hef í alvörunni gert mér ferð á Kótelettuna á Selfossi, bæjarhátíðina, í þeirri von að verða mér úti um góðgætið, sem reyndar mistókst þá af einhverjum furðulegum ástæðum, en það er önnur saga. Ég er semsagt mikill aðdáandi lambakjöts. Og ég fíla lopapeysur líka. Að þessu sögðu tel ég þó ríkt tilefni til að láta þau orð falla, að mér finnst það skrítið, svo ekki sé meira sagt, að 5 milljarðar úr hinum sameiginlega sjóði landsmanna, af skatttekjum þjóðarinnar, fari árlega í styrki til að framleiða lambakjöt. Mér finnst það fáránlegt. Þessi upphæð þýðir að hver fjögurra manna fjölskylda á Íslandi borgar, hvort sem hún vill það eða ekki, ríflega 50 þúsund krónur á ári í lambakjötsframleiðslu. Þar að auki er lambakjötsframleiðslan vernduð með tollamúrum. Og þar að auki þarf fólk að kaupa kjötið í búð — borga meira — ef það langar í það.Dýr sunnudagasteik Þetta er asnalegur díll. Þegar ég sat á þingi hvarflaði stundum að mér að Alþingi væri fyrst og fremst þetta: Hagsmunagæslustofa bænda. Ég þori að veðja að um helmingur þingmanna myndi frekar stinga höfði í salerni en að andmæla styrkjum til bænda. Þegar búvörusamningar eru til umræðu leggjast þingmenn úr flestum flokkum á eitt við að koma svimandi háum upphæðum til skila í þetta tvennt: Framleiðslu á lambakjöti og framleiðslu á mjólk. Hvorugt telst í nútímasamfélagi, miðað við nýjustu þekkingu næringarfræðinnar, til nauðsynjavara. Grænmeti væri það frekar. Margir geta ekki einu sinni drukkið mjólk og mjög margir hafa engan smekk fyrir lambakjöti. Enginn þarf það. Ef lambakjöt hefur einhvern sérstakan sess, þá væri það sem sunnudagasteik. Lambakjötið er veisluvara. Þá blasir hin æpandi niðurstaða við, sem þarf að mínu mati að ræða af nokkurri alvöru: Íslenska ríkið ver 5 milljörðum á ári í framleiðslu á veisluvöru fyrir suma. Er það skynsamlegt? Hoggið í stein Það má leika sér að þessum tölum. Þetta eru 50 milljarðar á tíu árum. Hundrað milljarðar á 20 árum. Fyrir þann pening mætti bæta skólastarf, heilbrigðisþjónustu eða grípa til aðgerða í umhverfismálum, svo eitthvað sé nefnt. Ímyndum okkur að Ísland væri á núllpunkti. Við námum land í gær. Verið væri að ákveða í hvað skatttekjur ættu að fara. Talað yrði um heilsugæslu, skóla, löggæslu og svo framvegis. Það má velta fyrir sér hvaða svipi sá maður fengi framan í sig sem myndi leggja fram þá tillögu að milljarðar yrðu settir í að framleiða lambakjöt. Yrði ekki bara þögn á fundinum? Allir gáttaðir? Hlé. Ég held það. Það virðist hins vegar vera að þessi veruleiki hafi á mörgum áratugum skotið þannig rótum í tilvist þjóðarinnar að á hverju ári er þessum fjármunum einfaldlega varið í þetta án nokkurrar sérstakrar umhugsunar. Þetta virðist hoggið í stein. Verðtryggt. Svo rammt kveður að þessu að þegar talað er um helstu röksemdir fyrir fyrirkomulaginu í orðræðunni um matvælaöryggi, þá er því haganlega ýtt til hliðar að fiskur er líka matur. Íslendingar eru einhver mesta fiskveiðiþjóð í heimi, og það án ríkisstyrkja. Þegar kemur að matvælaöryggi hins vegar — ef landið myndi lokast — sýnist þingmönnum og hagsmunaaðilum það algjörlega ófært að hægt yrði að lifa á fiski. Við þyrftum alltaf kótelettur. Ég endurtek: Ég elska kótelettur. Ég held líka að bændur séu flestir hið fínasta fólk. En ég held að margir aðrir séu það líka. Og mér finnst líka margs konar annar matur góður, og drykkir. En ef það ætti að setja 5 milljarða á ári í allt sem er æðislegt yrði fljótt annað hrun. Að auki efast ég verulega um það að lambakjötsöryggi þjóðarinnar yrði ógnað verði styrkjum hætt. Ég held að fillé yrði áfram grillað á Íslandi. Nú keypt á uppsettu verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Landbúnaður Neytendur Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Nýverið stefndi hér á landi í æði yfirgripsmikla og djúpa krísu þegar upplýst var að lambahryggir væru mögulega að klárast í búðum og landið yrði þar með lambahryggjalaust. Það lá við að Alþingi yrði kallað saman og sett yrðu neyðarlög, gott ef ekki. Ég verð að játa að ég var ekki á meðal þeirra sem ruku út á götu á náttfötunum vegna þessara tíðinda. Hins vegar urðu þessar fréttir mér tilefni til að leiða hugann að undirliggjandi veruleika sem birtist mér sífellt fáránlegri eftir því sem árin líða: Hvað er málið með Ísland og lambakjöt? Af hverju í ósköpunum skiptir lambakjöt svona miklu máli? Nú er ég ákaflega metnaðarfullur grillari og finnst fátt betra en grillað lambafillé, svo ekki sé talað um kótelettur. Ég tek líka stakkaskiptum andlega þegar ég skynja möguleika á því að komast í lambakótelettur í raspi. Ég myndi frekar standa í röð til að fá þær heldur en að komast inn á Ed Sheeran. Ég hef í alvörunni gert mér ferð á Kótelettuna á Selfossi, bæjarhátíðina, í þeirri von að verða mér úti um góðgætið, sem reyndar mistókst þá af einhverjum furðulegum ástæðum, en það er önnur saga. Ég er semsagt mikill aðdáandi lambakjöts. Og ég fíla lopapeysur líka. Að þessu sögðu tel ég þó ríkt tilefni til að láta þau orð falla, að mér finnst það skrítið, svo ekki sé meira sagt, að 5 milljarðar úr hinum sameiginlega sjóði landsmanna, af skatttekjum þjóðarinnar, fari árlega í styrki til að framleiða lambakjöt. Mér finnst það fáránlegt. Þessi upphæð þýðir að hver fjögurra manna fjölskylda á Íslandi borgar, hvort sem hún vill það eða ekki, ríflega 50 þúsund krónur á ári í lambakjötsframleiðslu. Þar að auki er lambakjötsframleiðslan vernduð með tollamúrum. Og þar að auki þarf fólk að kaupa kjötið í búð — borga meira — ef það langar í það.Dýr sunnudagasteik Þetta er asnalegur díll. Þegar ég sat á þingi hvarflaði stundum að mér að Alþingi væri fyrst og fremst þetta: Hagsmunagæslustofa bænda. Ég þori að veðja að um helmingur þingmanna myndi frekar stinga höfði í salerni en að andmæla styrkjum til bænda. Þegar búvörusamningar eru til umræðu leggjast þingmenn úr flestum flokkum á eitt við að koma svimandi háum upphæðum til skila í þetta tvennt: Framleiðslu á lambakjöti og framleiðslu á mjólk. Hvorugt telst í nútímasamfélagi, miðað við nýjustu þekkingu næringarfræðinnar, til nauðsynjavara. Grænmeti væri það frekar. Margir geta ekki einu sinni drukkið mjólk og mjög margir hafa engan smekk fyrir lambakjöti. Enginn þarf það. Ef lambakjöt hefur einhvern sérstakan sess, þá væri það sem sunnudagasteik. Lambakjötið er veisluvara. Þá blasir hin æpandi niðurstaða við, sem þarf að mínu mati að ræða af nokkurri alvöru: Íslenska ríkið ver 5 milljörðum á ári í framleiðslu á veisluvöru fyrir suma. Er það skynsamlegt? Hoggið í stein Það má leika sér að þessum tölum. Þetta eru 50 milljarðar á tíu árum. Hundrað milljarðar á 20 árum. Fyrir þann pening mætti bæta skólastarf, heilbrigðisþjónustu eða grípa til aðgerða í umhverfismálum, svo eitthvað sé nefnt. Ímyndum okkur að Ísland væri á núllpunkti. Við námum land í gær. Verið væri að ákveða í hvað skatttekjur ættu að fara. Talað yrði um heilsugæslu, skóla, löggæslu og svo framvegis. Það má velta fyrir sér hvaða svipi sá maður fengi framan í sig sem myndi leggja fram þá tillögu að milljarðar yrðu settir í að framleiða lambakjöt. Yrði ekki bara þögn á fundinum? Allir gáttaðir? Hlé. Ég held það. Það virðist hins vegar vera að þessi veruleiki hafi á mörgum áratugum skotið þannig rótum í tilvist þjóðarinnar að á hverju ári er þessum fjármunum einfaldlega varið í þetta án nokkurrar sérstakrar umhugsunar. Þetta virðist hoggið í stein. Verðtryggt. Svo rammt kveður að þessu að þegar talað er um helstu röksemdir fyrir fyrirkomulaginu í orðræðunni um matvælaöryggi, þá er því haganlega ýtt til hliðar að fiskur er líka matur. Íslendingar eru einhver mesta fiskveiðiþjóð í heimi, og það án ríkisstyrkja. Þegar kemur að matvælaöryggi hins vegar — ef landið myndi lokast — sýnist þingmönnum og hagsmunaaðilum það algjörlega ófært að hægt yrði að lifa á fiski. Við þyrftum alltaf kótelettur. Ég endurtek: Ég elska kótelettur. Ég held líka að bændur séu flestir hið fínasta fólk. En ég held að margir aðrir séu það líka. Og mér finnst líka margs konar annar matur góður, og drykkir. En ef það ætti að setja 5 milljarða á ári í allt sem er æðislegt yrði fljótt annað hrun. Að auki efast ég verulega um það að lambakjötsöryggi þjóðarinnar yrði ógnað verði styrkjum hætt. Ég held að fillé yrði áfram grillað á Íslandi. Nú keypt á uppsettu verði.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun