Einfalt að skipta skipaeldsneyti út fyrir rafmagn en vantar fjármagn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 20:15 Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að efla þurfi eftirlit með því hvort að farþegaskip virði bann um að nota ekki svartolíu við hafnir hér á landi. Þá þurfi að koma til opinbert framlag svo að hægt sé að hraða uppbyggingu á umhverfisvænum háspennustöðvum í íslenskum höfnum sem sjái skipunum fyrir rafmagni í stað eldneytis. Árlega koma um 1500 skip til Reykjavíkurhafnar og hafa Faxaflóahafnir mælt útstreymi koltvísýrings frá þeim síðustu þrjú ár. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir skipin losa mikið magn koltvísýrings út í andrúmsloftið á hverju ári. „Árleg losun koltvísýrings er um 40-50 þúsund tonn og af þeim eru um 15 þúsund tonn frá um 200 skemmtiferðaskipakomum,“ segir Gísli. Ef landið allt er talið er árleg losun skipa um 30% af allri losun koltvísírings hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Hafnarstjóri segir að hægt sé að koma í veg fyrir stóran hluta þessarar mengunar með því að koma upp svokölluðum landtengingum með háspennustöðvum sem gætu þá séð þessum skipum fyrir rafmagni í stað eldsneytis. Slíkt verkefni sé þó afar dýrt og mikilvægt að hið opinbera styrki hafnirnar í að setja upp slíkan búnað. „Hafnirnar þyrftu að sjá um þetta en fjárhagur þeirra leyfir aðeins takmarkaða uppsetningu. Þá er spurning hvernig orkufyrirtækin gætu komið að þessu. Og svo er það þannig að í nágrannalöndum okkar fá hafnirnar opinbera styrki til svona verkefna en við erum svolítið einmana þegar kemur að þessum málum hér á landi,“ segir Gísli. Gísli segir enn fremur að bannað sé að nota svartolíu í íslenskum höfnum en til að framfylgja slíku banni þurfi að vera virkt eftirlit með skipunum. „Við erum með mikið af eftirliti sem þarfnast auka fjármagns og meiri mannafla með þessum málum. Það er mjög mikilvægt að reglum sem settar eru um þessi mál sé fylgt,“ segir Gísli. Umhverfismál Tengdar fréttir Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00 Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15 Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að efla þurfi eftirlit með því hvort að farþegaskip virði bann um að nota ekki svartolíu við hafnir hér á landi. Þá þurfi að koma til opinbert framlag svo að hægt sé að hraða uppbyggingu á umhverfisvænum háspennustöðvum í íslenskum höfnum sem sjái skipunum fyrir rafmagni í stað eldneytis. Árlega koma um 1500 skip til Reykjavíkurhafnar og hafa Faxaflóahafnir mælt útstreymi koltvísýrings frá þeim síðustu þrjú ár. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir skipin losa mikið magn koltvísýrings út í andrúmsloftið á hverju ári. „Árleg losun koltvísýrings er um 40-50 þúsund tonn og af þeim eru um 15 þúsund tonn frá um 200 skemmtiferðaskipakomum,“ segir Gísli. Ef landið allt er talið er árleg losun skipa um 30% af allri losun koltvísírings hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Hafnarstjóri segir að hægt sé að koma í veg fyrir stóran hluta þessarar mengunar með því að koma upp svokölluðum landtengingum með háspennustöðvum sem gætu þá séð þessum skipum fyrir rafmagni í stað eldsneytis. Slíkt verkefni sé þó afar dýrt og mikilvægt að hið opinbera styrki hafnirnar í að setja upp slíkan búnað. „Hafnirnar þyrftu að sjá um þetta en fjárhagur þeirra leyfir aðeins takmarkaða uppsetningu. Þá er spurning hvernig orkufyrirtækin gætu komið að þessu. Og svo er það þannig að í nágrannalöndum okkar fá hafnirnar opinbera styrki til svona verkefna en við erum svolítið einmana þegar kemur að þessum málum hér á landi,“ segir Gísli. Gísli segir enn fremur að bannað sé að nota svartolíu í íslenskum höfnum en til að framfylgja slíku banni þurfi að vera virkt eftirlit með skipunum. „Við erum með mikið af eftirliti sem þarfnast auka fjármagns og meiri mannafla með þessum málum. Það er mjög mikilvægt að reglum sem settar eru um þessi mál sé fylgt,“ segir Gísli.
Umhverfismál Tengdar fréttir Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00 Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15 Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00
Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15
Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45