Ísland í öðru sætinu í Skopje: Fjögur gull og sex silfur á fyrri deginum Anton Ingi Leifsson skrifar 10. ágúst 2019 20:33 Ásdís vann öruggan sigur í spjótkasti. mynd/frí Ísland er í öðru sætinu eftir fyrri daginn á Evrópubikarkeppni landsliða sem fer fram í Skopje í Norður-Makedóníu um helgina. Ísland keppir í þriðju deild og einungis eitt lið fer upp um deild. Ísland og Serbar munu berjast um efsta sætið ef marka má fyrsta daginn. Hulda Þorsteinsdóttir vann til gullverðlauna í stangarstökki kvenna en Hulda stökk 3,60 metra. Næst kom Eleonora Rossi frá San Marínó en Hulda stökk með lánsstöng. Sigurinn enn merkilegri fyrir vikið. Hilmar Örn Jónsson náði í silfur í sleggjukasti karla en hann kastaði 72,43 metra. Sigurvegarinn Serghei Marghiev frá Móldóvíu kastaði rúmum metra lengra en Hilmar. Stefán Velemic lenti í 4. sæti í kúluvarpi en hann kastaði 15,49 metra og tryggði því Íslandi tíu stig. Gullið tók Asmir Kolasinac frá Serbíu en hann kastaði rétt rúma 20 metra. Glódís Edda Þuríðardóttir lenti í fimmta sæti í 400 metra grindahlaupi. Hún kom í mark á 1:11,73 sekúndum en Drita Islami kom fyrst í mark. Hún kemur frá Makedóníu. Ívar Kristinn Jasonarson kom annar í mark í 400 metra grindahlaupi karla á 52,56 sekúndum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir tók silfur í 100 metra hlaupi kvenna. Hún var átta sekúndubrotum á eftir Milönu Tirnanic. Jóhann Björn Sigurbjörnsson náði sínum öðrum besta tíma er hann kom í mark á 10,81 sekúndum í 100 metra hlaupi karla. Ásdís Hjálmsdóttir náði í gull í spjótkasti kvenna er hún kastaði 57,04 metra. Hún kastaði tæplega hálfum metra lengra en næsti keppandi.Guðbjörg Jóna fékk silfur í 100 metra hlaupi kvenna.mynd/fríBenjamín Jóhann Johnsen var í 6. sæti í hástökki karla en hann stökk hæst 1,95 metra og Aníta Hinriksdóttir náði í silfur í 800 metra hlaupi kvenna á 2:06,16. Hlynur Andrésson fékk einnig silfur er hann kom í mark á 3:49,29 og fjórða silfrið kom er Þórdís Eva Steinsdóttir fékk silfur í 400 metra hlaupi kvenna. Þórdís hljóp á 56,33 sekúdum. Hinrik Snær Stefánsson var 7. í 400 metra hlaupi karla og Andrea Kolbeinsdóttir var þriðja í 3000 metra hlaupi kvenna. Ísak Óli Traustason var í 6. sæti í langstökki karla en hann stökk 6,92 metra. Arnar Pétursson var fjórði í 5000 metra hlaupi karla, Kristín Karlsdóttir var í 4. sætinu er hún kastaði 45,90 og Helga Guðný Elíasdóttir var sjöunda í 3000 metra grindahlaupi. Ísland vann til gullverðlauna er boðhlaupssveitir okkar komu fyrstar í mark. Strákarnir komu í mark á 40,44 sekúndum en stelpurnar á 45,81 sekúndum. Bæði lið voru fyrst í mark og tryggðu gull. Eftir fyrri daginn er Ísland í öðru sætinu með 222 stig, átta stigum á eftir Serbíu. Í þriðja sætinu er Bosnía og Hersegóvína með 206 stig. Frjálsar íþróttir Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Ísland er í öðru sætinu eftir fyrri daginn á Evrópubikarkeppni landsliða sem fer fram í Skopje í Norður-Makedóníu um helgina. Ísland keppir í þriðju deild og einungis eitt lið fer upp um deild. Ísland og Serbar munu berjast um efsta sætið ef marka má fyrsta daginn. Hulda Þorsteinsdóttir vann til gullverðlauna í stangarstökki kvenna en Hulda stökk 3,60 metra. Næst kom Eleonora Rossi frá San Marínó en Hulda stökk með lánsstöng. Sigurinn enn merkilegri fyrir vikið. Hilmar Örn Jónsson náði í silfur í sleggjukasti karla en hann kastaði 72,43 metra. Sigurvegarinn Serghei Marghiev frá Móldóvíu kastaði rúmum metra lengra en Hilmar. Stefán Velemic lenti í 4. sæti í kúluvarpi en hann kastaði 15,49 metra og tryggði því Íslandi tíu stig. Gullið tók Asmir Kolasinac frá Serbíu en hann kastaði rétt rúma 20 metra. Glódís Edda Þuríðardóttir lenti í fimmta sæti í 400 metra grindahlaupi. Hún kom í mark á 1:11,73 sekúndum en Drita Islami kom fyrst í mark. Hún kemur frá Makedóníu. Ívar Kristinn Jasonarson kom annar í mark í 400 metra grindahlaupi karla á 52,56 sekúndum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir tók silfur í 100 metra hlaupi kvenna. Hún var átta sekúndubrotum á eftir Milönu Tirnanic. Jóhann Björn Sigurbjörnsson náði sínum öðrum besta tíma er hann kom í mark á 10,81 sekúndum í 100 metra hlaupi karla. Ásdís Hjálmsdóttir náði í gull í spjótkasti kvenna er hún kastaði 57,04 metra. Hún kastaði tæplega hálfum metra lengra en næsti keppandi.Guðbjörg Jóna fékk silfur í 100 metra hlaupi kvenna.mynd/fríBenjamín Jóhann Johnsen var í 6. sæti í hástökki karla en hann stökk hæst 1,95 metra og Aníta Hinriksdóttir náði í silfur í 800 metra hlaupi kvenna á 2:06,16. Hlynur Andrésson fékk einnig silfur er hann kom í mark á 3:49,29 og fjórða silfrið kom er Þórdís Eva Steinsdóttir fékk silfur í 400 metra hlaupi kvenna. Þórdís hljóp á 56,33 sekúdum. Hinrik Snær Stefánsson var 7. í 400 metra hlaupi karla og Andrea Kolbeinsdóttir var þriðja í 3000 metra hlaupi kvenna. Ísak Óli Traustason var í 6. sæti í langstökki karla en hann stökk 6,92 metra. Arnar Pétursson var fjórði í 5000 metra hlaupi karla, Kristín Karlsdóttir var í 4. sætinu er hún kastaði 45,90 og Helga Guðný Elíasdóttir var sjöunda í 3000 metra grindahlaupi. Ísland vann til gullverðlauna er boðhlaupssveitir okkar komu fyrstar í mark. Strákarnir komu í mark á 40,44 sekúndum en stelpurnar á 45,81 sekúndum. Bæði lið voru fyrst í mark og tryggðu gull. Eftir fyrri daginn er Ísland í öðru sætinu með 222 stig, átta stigum á eftir Serbíu. Í þriðja sætinu er Bosnía og Hersegóvína með 206 stig.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti