Martin: Aldrei gert þetta í Höllinni Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 10. ágúst 2019 16:04 Martin skorar sigurkörfu leiksins. vísir/bára Martin Hermannson og íslenska körfuboltalandsliðið vann Sviss í dag, 83-82, í undankeppni EM 2021. Martin steig upp í lok leiksins þegar Ísland þurfti á körfum að halda og setti niður tvö stórkostleg skot á ögurstundu. „Já, maður hefur sett mörg góð skot á ferlinum en ég hef aldrei gert það í Laugardalshöllinni, svo það er virkilega sætt að það hafi tekist,“ sagði Martin Hermannson um skotið í samtali við Vísi eftir leikinn. Skotið sem Martin sem setti niður með 20 sekúndur eftir var ekki endilega eins og það er kennt á æfingum. Það fór samt ofaní sem er það sem skiptir máli. „Já, ég sá að ég var með lítinn mann á mér þannig ég réðst bara á hann og setti létt "hook" skot yfir hann,“ sagði Martin fyrst í gríni. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá veit ég ekki alveg hvað ég ætlaði að gera þarna, ég var kominn í frekar erfiða stöðu og skotklukkan að renna út þannig ég ákvað að kasta honum upp og blessunarlega datt það. „Svisslendingarnir eru flott landslið og fá auka sjálfstraust með Capela inn á vellinum, maður sér að þetta er allt annað lið en við mættum fyrir tveimur árum. Leikplanið í dag gekk kannski ekki fullkomlega upp, við ætluðum að leyfa ákveðnum mönnum að skjóta og þeir ákváðu að hitta í dag, sem gerði okkur erfitt fyrir. En þetta var ekkert fullkominn leikur að okkar hálfu, en við erum klárlega að taka skref í rétta átt og það er styrkleiki að geta klárað svona leiki,“ sagði Martin.Martin skoraði 16 stig í leiknum.vísir/báraLokasóknirnar voru ekki endilega eins og þær hafi komið beint af æfingasvæðinu en þær heppnuðust hinsvegar. Planið var kannski aðallega bara að Martin fengi að skapa sitt skot. „Já, leikplanið var annað hvort að ég ætti að koma á hindrunina og fara á körfuna og sjá hvort ég væri opinn, ef ekki þá átti ég að koma til baka og fá hann og bara reyna að gera einhverja töfra. Það heppnaðist vel, ég hef æfi þetta skot oft svona þar sem ég að detta aðeins í burtu og mér líður vel í skoti. Mér leið ekkert ofsalega vel í dag. Ég er að allur að drepast í öklunum og svaf eiginlega ekkert í nótt, með eitthvað í maganum. En ég náði allavega að bjarga andlitinu í lokin.“ Núna er undankeppnin hálfnuð og Ísland er ennþá í bullandi séns þrátt fyrir svekkjandi tap í Portúgal. „Já algjörlega. Við sjáum það alvega að það geta öll lið unnið alla í þessum riðli og mér finnst við vera sterkara lið en Portúgal svo það er skyldusigur á laugardaginn, að taka þá heima,“ sagði Martin. Það yrði þá úrslitaleikur að fara til Sviss og klára þá þar, sem verður erfitt, en ég hef alveg trú á að þessi hópur geti gert það.“ Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjör og viðtöl: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira
Martin Hermannson og íslenska körfuboltalandsliðið vann Sviss í dag, 83-82, í undankeppni EM 2021. Martin steig upp í lok leiksins þegar Ísland þurfti á körfum að halda og setti niður tvö stórkostleg skot á ögurstundu. „Já, maður hefur sett mörg góð skot á ferlinum en ég hef aldrei gert það í Laugardalshöllinni, svo það er virkilega sætt að það hafi tekist,“ sagði Martin Hermannson um skotið í samtali við Vísi eftir leikinn. Skotið sem Martin sem setti niður með 20 sekúndur eftir var ekki endilega eins og það er kennt á æfingum. Það fór samt ofaní sem er það sem skiptir máli. „Já, ég sá að ég var með lítinn mann á mér þannig ég réðst bara á hann og setti létt "hook" skot yfir hann,“ sagði Martin fyrst í gríni. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá veit ég ekki alveg hvað ég ætlaði að gera þarna, ég var kominn í frekar erfiða stöðu og skotklukkan að renna út þannig ég ákvað að kasta honum upp og blessunarlega datt það. „Svisslendingarnir eru flott landslið og fá auka sjálfstraust með Capela inn á vellinum, maður sér að þetta er allt annað lið en við mættum fyrir tveimur árum. Leikplanið í dag gekk kannski ekki fullkomlega upp, við ætluðum að leyfa ákveðnum mönnum að skjóta og þeir ákváðu að hitta í dag, sem gerði okkur erfitt fyrir. En þetta var ekkert fullkominn leikur að okkar hálfu, en við erum klárlega að taka skref í rétta átt og það er styrkleiki að geta klárað svona leiki,“ sagði Martin.Martin skoraði 16 stig í leiknum.vísir/báraLokasóknirnar voru ekki endilega eins og þær hafi komið beint af æfingasvæðinu en þær heppnuðust hinsvegar. Planið var kannski aðallega bara að Martin fengi að skapa sitt skot. „Já, leikplanið var annað hvort að ég ætti að koma á hindrunina og fara á körfuna og sjá hvort ég væri opinn, ef ekki þá átti ég að koma til baka og fá hann og bara reyna að gera einhverja töfra. Það heppnaðist vel, ég hef æfi þetta skot oft svona þar sem ég að detta aðeins í burtu og mér líður vel í skoti. Mér leið ekkert ofsalega vel í dag. Ég er að allur að drepast í öklunum og svaf eiginlega ekkert í nótt, með eitthvað í maganum. En ég náði allavega að bjarga andlitinu í lokin.“ Núna er undankeppnin hálfnuð og Ísland er ennþá í bullandi séns þrátt fyrir svekkjandi tap í Portúgal. „Já algjörlega. Við sjáum það alvega að það geta öll lið unnið alla í þessum riðli og mér finnst við vera sterkara lið en Portúgal svo það er skyldusigur á laugardaginn, að taka þá heima,“ sagði Martin. Það yrði þá úrslitaleikur að fara til Sviss og klára þá þar, sem verður erfitt, en ég hef alveg trú á að þessi hópur geti gert það.“
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjör og viðtöl: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30