Farþegar í innanlandsflugi ekki verið færri frá því 2002 Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. ágúst 2019 08:00 Fyrstu sjö mánuði ársins fóru rúmlega 203 þúsund farþegar um Reykjavíkurflugvöll. Fréttablaðið/Anton Brink „Þessi þróun er áhyggjuefni vegna þess að flugið er mikilvægur hluti af almenningssamgöngum og þáttur í tækifærum allra landsmanna og fyrirtækja til þess að byggja sig upp,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um stöðuna í innanlandsflugi. Tölur frá Isavia sýna að flugfarþegum í innanlandskerfinu fækkaði um tæp 52 þúsund fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra, úr tæplega 457 þúsundum í tæp 405 þúsund. Hafa þeir ekki verið færri á þessum tíma árs síðan 2002. Sigurður Ingi segir að án efa spili margt inn í þessa þróun. „Við höfum engu að síður séð hana vera að gerast. Þess vegna höfum við verið að setja á laggirnar alls kyns starfshópa til að greina það betur því það hefur kannski ekki alveg legið á borðinu hvað nákvæmlega er að gerast og hvað nákvæmlega er til ráða.“ Meðal þeirra þátta sem ráðherrann nefnir sem mögulegar ástæður fyrir samdrætti í innanlandsflugi er efnahagsástandið og til lengri tíma bætt vegakerfi.Grafík/Fréttablaðið„Síðan hefur verið talsverð umræða um að flugið sé of dýrt. Við verðum bara að viðurkenna að kerfið sem við höfum verið að nota til að styrkja innanlandsflugið, niðurgreiða það með einhverjum hætti, hefur ekki virkað fyrir neinn. Hvorki fyrir farþega, flugrekendur né flugvallareigendur.“ Þess vegna sé hin svokallaða skoska leið til skoðunar. „Sú leið virðist þar sem hún hefur verið tekin upp hafa leitt til fjölgunar farþega, fleiri ferða og lægri fargjalda. Þannig hefur stuðningur við íbúa verið jafnaður þannig að þeir geti leitað sér eðlilegrar þjónustu til þess staðar sem ríkið hefur ákveðið að byggja upp þjónustu á.“ Drög að flugstefnu voru kynnt í sumar en málið er nú til vinnslu í ráðuneytinu. Sigurður Ingi segir að flugstefnan muni að hluta til birtast í uppfærðri samgönguáætlun nú í október. Sigurður Ingi viðurkennir að klárlega þurfi að spýta í lófana. „Við erum búin að fljúga í hundrað ár en erum að klára fyrstu grænbókina og fyrstu flugstefnuna núna. Það hefði kannski verið ágætt að hafa hana fyrir 20 árum, þannig að við hefðum getað unnið eftir henni síðan þá. En betra er seint en aldrei.“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist ekki hissa á þessum tölum. „Verð á innanlandsflugi er komið yfir sársaukaþröskuld venjulegs fólks og það er ekki lengur valkostur.“ Hagsmunirnir snúist fyrst og fremst um nálægð við þá þjónustu sem Íslendingar hafi ákveðið að verði að mestu leyti á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf að marka einhverja stefnu í því að gera íbúum alls staðar á landinu kleift að sækja þessa þjónustu. Það verður alltaf miklu hagkvæmara að gera það eins og í gegnum skosku leiðina heldur en að byggja upp þjónustuna alls staðar.“ Þá gagnrýnir Guðmundur að í drögum að flugstefnu sé varla minnst á innanlandsflug. „Það er tvennt hægt að gera. Annaðhvort að fara með þessa stefnu aftur á teikniborðið eða, sem er miklu fljótlegra, að breyta bara heitinu í millilandaflugstefnu. Við eigum að hafa kjark til að kalla hlutina réttum nöfnum.“ Hann veltir því upp hvort ástæðan sé kannski sú að það sé óþægilegt að tala um innanlandsflug. „Það er grafalvarlegt ef það er skýringin og einmitt enn meiri ástæða til að tala um það.“ Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Erfiðleikar í innanlandsflugi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur miklar áhyggjur af samdrætti í innanlandsflugi og vill ekki að Ísland breytist í borgríki. Það sem af er ári hefur farþegum um aðra flugvelli en í Keflavík fækkað um 12 prósent. 27. ágúst 2019 07:00 Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Fjármunir til að niðurgreiða innanlandsflug eru til "Miðað við þá vinnu sem hefur verið unnin að þá hefur verið bent á að einhverjar 700-800 milljónir myndu geta snúið við, talsvert þessari þróun, og veita fólki þennan möguleika á að fá niðurgreiddan flugmiða upp að tilteknum fjölda flugferða og þá fjármuni höfum við í dag," segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 9. ágúst 2019 12:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira
„Þessi þróun er áhyggjuefni vegna þess að flugið er mikilvægur hluti af almenningssamgöngum og þáttur í tækifærum allra landsmanna og fyrirtækja til þess að byggja sig upp,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um stöðuna í innanlandsflugi. Tölur frá Isavia sýna að flugfarþegum í innanlandskerfinu fækkaði um tæp 52 þúsund fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra, úr tæplega 457 þúsundum í tæp 405 þúsund. Hafa þeir ekki verið færri á þessum tíma árs síðan 2002. Sigurður Ingi segir að án efa spili margt inn í þessa þróun. „Við höfum engu að síður séð hana vera að gerast. Þess vegna höfum við verið að setja á laggirnar alls kyns starfshópa til að greina það betur því það hefur kannski ekki alveg legið á borðinu hvað nákvæmlega er að gerast og hvað nákvæmlega er til ráða.“ Meðal þeirra þátta sem ráðherrann nefnir sem mögulegar ástæður fyrir samdrætti í innanlandsflugi er efnahagsástandið og til lengri tíma bætt vegakerfi.Grafík/Fréttablaðið„Síðan hefur verið talsverð umræða um að flugið sé of dýrt. Við verðum bara að viðurkenna að kerfið sem við höfum verið að nota til að styrkja innanlandsflugið, niðurgreiða það með einhverjum hætti, hefur ekki virkað fyrir neinn. Hvorki fyrir farþega, flugrekendur né flugvallareigendur.“ Þess vegna sé hin svokallaða skoska leið til skoðunar. „Sú leið virðist þar sem hún hefur verið tekin upp hafa leitt til fjölgunar farþega, fleiri ferða og lægri fargjalda. Þannig hefur stuðningur við íbúa verið jafnaður þannig að þeir geti leitað sér eðlilegrar þjónustu til þess staðar sem ríkið hefur ákveðið að byggja upp þjónustu á.“ Drög að flugstefnu voru kynnt í sumar en málið er nú til vinnslu í ráðuneytinu. Sigurður Ingi segir að flugstefnan muni að hluta til birtast í uppfærðri samgönguáætlun nú í október. Sigurður Ingi viðurkennir að klárlega þurfi að spýta í lófana. „Við erum búin að fljúga í hundrað ár en erum að klára fyrstu grænbókina og fyrstu flugstefnuna núna. Það hefði kannski verið ágætt að hafa hana fyrir 20 árum, þannig að við hefðum getað unnið eftir henni síðan þá. En betra er seint en aldrei.“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist ekki hissa á þessum tölum. „Verð á innanlandsflugi er komið yfir sársaukaþröskuld venjulegs fólks og það er ekki lengur valkostur.“ Hagsmunirnir snúist fyrst og fremst um nálægð við þá þjónustu sem Íslendingar hafi ákveðið að verði að mestu leyti á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf að marka einhverja stefnu í því að gera íbúum alls staðar á landinu kleift að sækja þessa þjónustu. Það verður alltaf miklu hagkvæmara að gera það eins og í gegnum skosku leiðina heldur en að byggja upp þjónustuna alls staðar.“ Þá gagnrýnir Guðmundur að í drögum að flugstefnu sé varla minnst á innanlandsflug. „Það er tvennt hægt að gera. Annaðhvort að fara með þessa stefnu aftur á teikniborðið eða, sem er miklu fljótlegra, að breyta bara heitinu í millilandaflugstefnu. Við eigum að hafa kjark til að kalla hlutina réttum nöfnum.“ Hann veltir því upp hvort ástæðan sé kannski sú að það sé óþægilegt að tala um innanlandsflug. „Það er grafalvarlegt ef það er skýringin og einmitt enn meiri ástæða til að tala um það.“
Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Erfiðleikar í innanlandsflugi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur miklar áhyggjur af samdrætti í innanlandsflugi og vill ekki að Ísland breytist í borgríki. Það sem af er ári hefur farþegum um aðra flugvelli en í Keflavík fækkað um 12 prósent. 27. ágúst 2019 07:00 Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Fjármunir til að niðurgreiða innanlandsflug eru til "Miðað við þá vinnu sem hefur verið unnin að þá hefur verið bent á að einhverjar 700-800 milljónir myndu geta snúið við, talsvert þessari þróun, og veita fólki þennan möguleika á að fá niðurgreiddan flugmiða upp að tilteknum fjölda flugferða og þá fjármuni höfum við í dag," segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 9. ágúst 2019 12:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira
Erfiðleikar í innanlandsflugi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur miklar áhyggjur af samdrætti í innanlandsflugi og vill ekki að Ísland breytist í borgríki. Það sem af er ári hefur farþegum um aðra flugvelli en í Keflavík fækkað um 12 prósent. 27. ágúst 2019 07:00
Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49
Fjármunir til að niðurgreiða innanlandsflug eru til "Miðað við þá vinnu sem hefur verið unnin að þá hefur verið bent á að einhverjar 700-800 milljónir myndu geta snúið við, talsvert þessari þróun, og veita fólki þennan möguleika á að fá niðurgreiddan flugmiða upp að tilteknum fjölda flugferða og þá fjármuni höfum við í dag," segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 9. ágúst 2019 12:00