Þróa nýtt skilaboða-app tengt Instagram sem á að keppa við Snapchat Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 23:15 Það er ekki að ástæðulausu sem Instagram, og þar með Facebook, vill keppa við Snapchat. Meðal annars er litið til þess að notendur Snapchat eyða meiri tíma inni í því forriti heldur en notendur Instagram dvelja við þar. vísir/getty Facebook er nú með í þróun nýtt skilaboð-app sem kallast Threads. Appið verður tengt hinu vinsæla mynda-appi Instagram og er ætlað að keppa við skilaboða-appið Snapchat sem einnig er mjög vinsælt. Fjallað er um málið á vef The Verge. Hugsunin á bak við Threads er sú að notendur sendi skilaboð í gegnum appið til náinna vina og ættingja, samkvæmt þar til gerðum lista á Instagram (e. close friends). Með appinu verður sjálfkrafa hægt að senda skilaboð um hvar maður er og hversu mikið batterí maður á eftir á símanum auk þess sem hægt verður að senda hefðbundnari skilaboð með texta, mynd og myndbandi. Tæki og tól Instagram munu nýtast til þess í Threads. Instagram neitaði að tjá sig um málið þegar The Verge leitaði eftir því. Það er þó ljóst að fyrirtækið hefur lengi leitað leiða til þess að koma sér inn á skilaboðamarkaðinn, ef svo má að orði komast. Þannig hætti fyrirtækið við þróun á skilaboða-appi fyrir tæpum tveimur árum þar sem prófanir gáfu ekki til kynna að það myndi njóta vinsælda. Núna vonast Instagram hins vegar til þess að app sem sérstaklega er hannað til þess að senda skilaboð til náinna vina og vinahópa verði betur tekið. Það er ekki að ástæðulausu sem Instagram, og þar með Facebook, vill keppa við Snapchat. Meðal annars er litið til þess að notendur Snapchat eyða meiri tíma inni í því forriti heldur en notendur Instagram dvelja við þar. Vonast er til þess að Threads geti veitt Snapchat meiri samkeppni í þessum efnum en Instagram. Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Facebook er nú með í þróun nýtt skilaboð-app sem kallast Threads. Appið verður tengt hinu vinsæla mynda-appi Instagram og er ætlað að keppa við skilaboða-appið Snapchat sem einnig er mjög vinsælt. Fjallað er um málið á vef The Verge. Hugsunin á bak við Threads er sú að notendur sendi skilaboð í gegnum appið til náinna vina og ættingja, samkvæmt þar til gerðum lista á Instagram (e. close friends). Með appinu verður sjálfkrafa hægt að senda skilaboð um hvar maður er og hversu mikið batterí maður á eftir á símanum auk þess sem hægt verður að senda hefðbundnari skilaboð með texta, mynd og myndbandi. Tæki og tól Instagram munu nýtast til þess í Threads. Instagram neitaði að tjá sig um málið þegar The Verge leitaði eftir því. Það er þó ljóst að fyrirtækið hefur lengi leitað leiða til þess að koma sér inn á skilaboðamarkaðinn, ef svo má að orði komast. Þannig hætti fyrirtækið við þróun á skilaboða-appi fyrir tæpum tveimur árum þar sem prófanir gáfu ekki til kynna að það myndi njóta vinsælda. Núna vonast Instagram hins vegar til þess að app sem sérstaklega er hannað til þess að senda skilaboð til náinna vina og vinahópa verði betur tekið. Það er ekki að ástæðulausu sem Instagram, og þar með Facebook, vill keppa við Snapchat. Meðal annars er litið til þess að notendur Snapchat eyða meiri tíma inni í því forriti heldur en notendur Instagram dvelja við þar. Vonast er til þess að Threads geti veitt Snapchat meiri samkeppni í þessum efnum en Instagram.
Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira