Ert þú með vinnuna í vasanum? Hrannar Már Gunnarsson skrifar 26. ágúst 2019 07:00 Fyrirspurnum til stéttarfélaga um vinnu utan vinnutíma hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Á tímum kulnunar og álags vilja starfsmenn vita hvort atvinnurekendur og yfirmenn eigi heimtingu á því að starfsmenn svari vinnutengdum erindum utan vinnutíma, hvort sem er með símtölum, tölvupóstum eða öðrum hætti. Þessi óljósu skil vinnu og einkalífs hafa orðið mun meira áberandi með snjallsímum og öðrum tækniframförum. Þó tækninýjungar séu almennt af hinu góða hefur snjallsímavæðing leitt til þess að starfsmenn eru margir hverjir orðnir sítengdir vinnustað sínum. Fundarboð, vinnutengdir tölvupóstar og símtöl sem berast utan vinnutíma eru orðinn hluti heimilishalds margra þó slíkt eigi sér stað að loknum fullum vinnudegi. Flestir kannast orðið við umræðu um kulnun í starfi og önnur vandamál sem tengjast miklu álagi á starfsfólk. Algeng orsök kulnunar er einfaldlega langvarandi streita og of mikil vinna. Það er því alls ekki jákvætt fyrir starfsmenn að vera með vinnuna í vasanum í frítímanum. Þessi sítenging við vinnustaðinn getur leitt til þess að vinnuveitandi, yfirmenn og samstarfsmenn vita að þeir geta náð í viðkomandi starfsmann hvenær sem er sólarhringsins. Þannig getur skapast mikil togstreita og starfsmaðurinn talið sig ítrekað þurfa að bregðast við erindum utan hefðbundins vinnutíma. Það veldur því að skilin milli vinnutíma og frítíma verða óljós eða eru jafnvel alls ekki til staðar. Við þessu vill BSRB bregðast með skýrum ákvæðum í kjarasamningum. Launafólk þarf að hafa skýr skil á milli vinnu og einkalífs og það þarf að fá sanngjarna greiðslu fyrir áreiti utan hefðbundins vinnutíma. Verði slík réttindi bundin í kjarasamninga ættu áhrifin einnig að vera þau að áreiti utan vinnutíma minnki til muna, enda væri vinnuveitandi þá að greiða sérstaklega fyrir slíkt ónæði og hefði þar með hvata til að halda því í lágmarki.Höfundur er lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Fyrirspurnum til stéttarfélaga um vinnu utan vinnutíma hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Á tímum kulnunar og álags vilja starfsmenn vita hvort atvinnurekendur og yfirmenn eigi heimtingu á því að starfsmenn svari vinnutengdum erindum utan vinnutíma, hvort sem er með símtölum, tölvupóstum eða öðrum hætti. Þessi óljósu skil vinnu og einkalífs hafa orðið mun meira áberandi með snjallsímum og öðrum tækniframförum. Þó tækninýjungar séu almennt af hinu góða hefur snjallsímavæðing leitt til þess að starfsmenn eru margir hverjir orðnir sítengdir vinnustað sínum. Fundarboð, vinnutengdir tölvupóstar og símtöl sem berast utan vinnutíma eru orðinn hluti heimilishalds margra þó slíkt eigi sér stað að loknum fullum vinnudegi. Flestir kannast orðið við umræðu um kulnun í starfi og önnur vandamál sem tengjast miklu álagi á starfsfólk. Algeng orsök kulnunar er einfaldlega langvarandi streita og of mikil vinna. Það er því alls ekki jákvætt fyrir starfsmenn að vera með vinnuna í vasanum í frítímanum. Þessi sítenging við vinnustaðinn getur leitt til þess að vinnuveitandi, yfirmenn og samstarfsmenn vita að þeir geta náð í viðkomandi starfsmann hvenær sem er sólarhringsins. Þannig getur skapast mikil togstreita og starfsmaðurinn talið sig ítrekað þurfa að bregðast við erindum utan hefðbundins vinnutíma. Það veldur því að skilin milli vinnutíma og frítíma verða óljós eða eru jafnvel alls ekki til staðar. Við þessu vill BSRB bregðast með skýrum ákvæðum í kjarasamningum. Launafólk þarf að hafa skýr skil á milli vinnu og einkalífs og það þarf að fá sanngjarna greiðslu fyrir áreiti utan hefðbundins vinnutíma. Verði slík réttindi bundin í kjarasamninga ættu áhrifin einnig að vera þau að áreiti utan vinnutíma minnki til muna, enda væri vinnuveitandi þá að greiða sérstaklega fyrir slíkt ónæði og hefði þar með hvata til að halda því í lágmarki.Höfundur er lögfræðingur BSRB.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun