Ekki sjálfsagt að rekstrarhalli Landspítala verði strikaður út Sveinn Arnarson skrifar 24. ágúst 2019 09:00 Hallarekstur Landspítalans verður tekinn föstum tökum í fjárlaganefnd að sögn formannsins. Vísir/Vilhelm Við blasir að Landspítalinn mun fara fram úr þeim fjárheimildum sem spítalanum voru veittar í síðustu fjárlögum. Formaður fjárlaganefndar segir ábyrgðina hjá forsvarsmönnum spítalans og telur það ekki sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Fara verði í hagræðingaraðgerðir til að mæta hallanum. Unnið er að því innan spítalans að klára sex mánaða uppgjör fyrir þetta ár og er talið líklegt að þeirri vinnu verði lokið um miðja næstu viku. Fjárlaganefnd mun funda um málið á fyrsta fundi sínum. Miklar hagræðingaraðgerðir eru fyrirhugaðar innan spítalans með fækkun stjórnenda og og sameiningu deilda sem lið í að ná niður hallanum. „Við höfum átt samskipti við bæði fjármála- og heilbrigðisráðuneytið og lítum það alltaf alvarlegum augum þegar farið er fram úr þeim heimildum sem stofnunum eru veittar á fjárlögum,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. „Við höfum ekki fengið sex mánaða uppgjörið formlega til okkar en höfum sett þetta mál á dagskrá á fyrsta fundi okkar þann 29. ágúst næstkomandi þegar þing kemur saman.“ Rekstur Landspítalans hefur oft á tíðum hin síðari ár verið erfiður og oft ekki náðst að halda rekstrinum innan þess ramma sem fjárveitingavaldið hefur sett stofnuninni. Heilbrigðismál voru eitt af stóru málunum í síðustu kosningum. Hins vegar er ekki hægt að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að bæti eigi fé inn í rekstur Landspítalans. „Við þurfum að kalla til nefndarinnar ráðuneyti og forstöðumenn spítalans til að fara gaumgæfilega yfir þetta mál. Þetta er hluti af okkar vinnu að veita aðhald og fylgjast með framkvæmd fjárlaga. Það er ljóst að ábyrgðin á þessari framúrkeyrslu er í höndum stjórnenda spítalans,“ segir Willum. „Í kjölfar ársfjórðungsuppgjörs voru aðgerðir kynntar þar sem fyrir lá að spítalinn myndi fara fram úr fjárlögum ef ekkert yrði að gert. Nú þurfum við að setjast yfir það hvað hefur gengið upp og hvað ekki og hvernig brugðist verði við framúrkeyrslunni. Það er ekki sjálfgefið að hann verði strikaður út.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36 Fjárlaganefnd ræðir rekstrarvanda Landspítalans Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör. 22. ágúst 2019 13:47 Landspítalinn eyddi 4,6 milljónum í auglýsingar á samfélagsmiðlum Sex heilbrigðisstofnanir greiddu um 5,6 milljónir króna fyrir auglýsingar eða annarskonar kostaða dreifingu efnis á samfélagsmiðlum á árunum 2016 til 2018. Landspítalinn á þar langstærsta upphæð, eða um 4,6 milljónir. 18. ágúst 2019 17:57 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Við blasir að Landspítalinn mun fara fram úr þeim fjárheimildum sem spítalanum voru veittar í síðustu fjárlögum. Formaður fjárlaganefndar segir ábyrgðina hjá forsvarsmönnum spítalans og telur það ekki sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Fara verði í hagræðingaraðgerðir til að mæta hallanum. Unnið er að því innan spítalans að klára sex mánaða uppgjör fyrir þetta ár og er talið líklegt að þeirri vinnu verði lokið um miðja næstu viku. Fjárlaganefnd mun funda um málið á fyrsta fundi sínum. Miklar hagræðingaraðgerðir eru fyrirhugaðar innan spítalans með fækkun stjórnenda og og sameiningu deilda sem lið í að ná niður hallanum. „Við höfum átt samskipti við bæði fjármála- og heilbrigðisráðuneytið og lítum það alltaf alvarlegum augum þegar farið er fram úr þeim heimildum sem stofnunum eru veittar á fjárlögum,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. „Við höfum ekki fengið sex mánaða uppgjörið formlega til okkar en höfum sett þetta mál á dagskrá á fyrsta fundi okkar þann 29. ágúst næstkomandi þegar þing kemur saman.“ Rekstur Landspítalans hefur oft á tíðum hin síðari ár verið erfiður og oft ekki náðst að halda rekstrinum innan þess ramma sem fjárveitingavaldið hefur sett stofnuninni. Heilbrigðismál voru eitt af stóru málunum í síðustu kosningum. Hins vegar er ekki hægt að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að bæti eigi fé inn í rekstur Landspítalans. „Við þurfum að kalla til nefndarinnar ráðuneyti og forstöðumenn spítalans til að fara gaumgæfilega yfir þetta mál. Þetta er hluti af okkar vinnu að veita aðhald og fylgjast með framkvæmd fjárlaga. Það er ljóst að ábyrgðin á þessari framúrkeyrslu er í höndum stjórnenda spítalans,“ segir Willum. „Í kjölfar ársfjórðungsuppgjörs voru aðgerðir kynntar þar sem fyrir lá að spítalinn myndi fara fram úr fjárlögum ef ekkert yrði að gert. Nú þurfum við að setjast yfir það hvað hefur gengið upp og hvað ekki og hvernig brugðist verði við framúrkeyrslunni. Það er ekki sjálfgefið að hann verði strikaður út.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36 Fjárlaganefnd ræðir rekstrarvanda Landspítalans Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör. 22. ágúst 2019 13:47 Landspítalinn eyddi 4,6 milljónum í auglýsingar á samfélagsmiðlum Sex heilbrigðisstofnanir greiddu um 5,6 milljónir króna fyrir auglýsingar eða annarskonar kostaða dreifingu efnis á samfélagsmiðlum á árunum 2016 til 2018. Landspítalinn á þar langstærsta upphæð, eða um 4,6 milljónir. 18. ágúst 2019 17:57 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36
Fjárlaganefnd ræðir rekstrarvanda Landspítalans Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör. 22. ágúst 2019 13:47
Landspítalinn eyddi 4,6 milljónum í auglýsingar á samfélagsmiðlum Sex heilbrigðisstofnanir greiddu um 5,6 milljónir króna fyrir auglýsingar eða annarskonar kostaða dreifingu efnis á samfélagsmiðlum á árunum 2016 til 2018. Landspítalinn á þar langstærsta upphæð, eða um 4,6 milljónir. 18. ágúst 2019 17:57