Fjárlaganefnd ræðir rekstrarvanda Landspítalans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 13:47 Rekstrarvandi Landspítalans hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör og í framhaldinu verða fulltrúar heilbrigðisráðuneytis og Landspítala kallaðir fyrir nefndina til að ræða rekstrarhalla Landspítalans. Rekstrarvandi Landspítalans hefur verið til umræðu að undanförnu. Til að mynda liggur fyrir að fjórum framkvæmdastjórum verði sagt upp auk þess tímabundnar ráðningar fimm annarra framkvæmdastjóra eru að renna sitt skeið á enda. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir að rekstrarvandi spítalans verði tekinn fyrir á vettvangi nefndarinnar. „Já alveg örugglega. Nú eigum við eftir að fá sex mánaða uppgjörið til nefndarinnar og þegar nefndarmenn og nefndin erum búin að fara yfir það og ræða á fundi með fjármálaráðuneytinu þá munum við kalla til hlutaðeigandi aðila, þá heilbrigðisráðuneytið og forstöðumenn Landspítalans. Hann kveðst ekki vita hversu miklum fjárhæðum framúrkeyrslan nemi, enda hafi hann ekki fengið sex mánaða uppgjör í hendurnar. Of snemmt sé að segja til um það hvort eða með hvaða hætti rekstrarhallinn í ár hafi áhrif á fjárlög næsta árs.Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm„Það er auðvitað ekkert sjálfgefið að einhver halli sem kann að myndast, hvernig hann er í raun og veru afgreiddur. Það stefndi í halla í ársfjórðungsuppgjöri og þar skilaði ráðuneytið tillögum í samstarfi við Landspítalann og við þurfum að fara yfir gaumgæfilega yfir það svona hvernig hefur tekist til með þær,“ segir Willum. Eftir atvikum verði þá skoðað hvað hafi brugðist og hvernig hallinn er tilkominn. Það sé alltaf alvarlegt mál þegar stofnanir fari fram úr fjárheimildum. „Þetta eru í raun og veru lög frá Alþingi og í sjálfu sér ekki heimild til þess að fara yfir á fjárlögum,“ segir Willum. Fjárlaganefnd kemur saman til fundar á fimmtudaginn í næstu viku en fjárlagafrumvarp ársins 2020 verður fyrsta mál þingvetrarins. Þá liggur einnig fyrir fjárlaganefnd að fara yfir ársskýrslur ráðherra en á fundi nefndarinnar í næstu viku verður fyrst farið yfir sex mánaða uppgjör frá fjármálaráðuneytinu. Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör og í framhaldinu verða fulltrúar heilbrigðisráðuneytis og Landspítala kallaðir fyrir nefndina til að ræða rekstrarhalla Landspítalans. Rekstrarvandi Landspítalans hefur verið til umræðu að undanförnu. Til að mynda liggur fyrir að fjórum framkvæmdastjórum verði sagt upp auk þess tímabundnar ráðningar fimm annarra framkvæmdastjóra eru að renna sitt skeið á enda. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir að rekstrarvandi spítalans verði tekinn fyrir á vettvangi nefndarinnar. „Já alveg örugglega. Nú eigum við eftir að fá sex mánaða uppgjörið til nefndarinnar og þegar nefndarmenn og nefndin erum búin að fara yfir það og ræða á fundi með fjármálaráðuneytinu þá munum við kalla til hlutaðeigandi aðila, þá heilbrigðisráðuneytið og forstöðumenn Landspítalans. Hann kveðst ekki vita hversu miklum fjárhæðum framúrkeyrslan nemi, enda hafi hann ekki fengið sex mánaða uppgjör í hendurnar. Of snemmt sé að segja til um það hvort eða með hvaða hætti rekstrarhallinn í ár hafi áhrif á fjárlög næsta árs.Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm„Það er auðvitað ekkert sjálfgefið að einhver halli sem kann að myndast, hvernig hann er í raun og veru afgreiddur. Það stefndi í halla í ársfjórðungsuppgjöri og þar skilaði ráðuneytið tillögum í samstarfi við Landspítalann og við þurfum að fara yfir gaumgæfilega yfir það svona hvernig hefur tekist til með þær,“ segir Willum. Eftir atvikum verði þá skoðað hvað hafi brugðist og hvernig hallinn er tilkominn. Það sé alltaf alvarlegt mál þegar stofnanir fari fram úr fjárheimildum. „Þetta eru í raun og veru lög frá Alþingi og í sjálfu sér ekki heimild til þess að fara yfir á fjárlögum,“ segir Willum. Fjárlaganefnd kemur saman til fundar á fimmtudaginn í næstu viku en fjárlagafrumvarp ársins 2020 verður fyrsta mál þingvetrarins. Þá liggur einnig fyrir fjárlaganefnd að fara yfir ársskýrslur ráðherra en á fundi nefndarinnar í næstu viku verður fyrst farið yfir sex mánaða uppgjör frá fjármálaráðuneytinu.
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira