Parmaskinkan hans Ólafs mun fást á Íslandi Sigmar Vilhjálmsson skrifar 21. ágúst 2019 22:39 Ólafur Arnarson, hagfræðingur og fv. formaður Neytendasamtakanna, setti niður penna á Vísi.is þann 21. ágúst. Greinarstúfur hans bar yfirskriftina „Hver níðist á neytendum?“. Ekki veit ég hver tilgangur þessa skrifa hans var en það er ljóst að hann hafði greinilega engan tíma til að skrifa þessa grein. Í fyrsta lagi er FESK félagasamtök sem stofnuð eru af búgreinafélögum eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda. Það eru því engin fyrirtæki aðilar að FESK. Undirritaður er talsmaður FESK en ekki fyrirtækja. Ef Ólafur hefði gefið sér meiri tíma í greinina og skoðað heimasíðu FESK (www.fesk.is) þá hefði hann kannski geta sparað sér ómakið með þessum greinarstúf. Í öðru lagi þá virðist hann ekki hafa gefið sér tíma til að kynna sér hvaða fyrirtæki og aðilar fengu þessar skaðabætur frá ríkinu vegna ólögmætra útboða á tollkvótum á árunum 2009 – 2013. En þar sem undirritaður hefur kynnt sér málið þá munar ekki um að upplýsa um það hér að málið var rekið af lögmönnum Félags Atvinnurekenda og að þau félög sem fengu langstærstan hluta af þeim skaðabótum eru félög innan þeirra vébanda. Ekkert af þeim fyrirtækjum eru félagsmenn FESK, enda engin fyrirtæki með aðild að FESK. Ólafur Arnarson ætti kannski að gefa sér lengri tíma til að skrifa sínar greinar. Ekki væri verra ef að þær væru stílaðar á rétta aðila og með réttum fyrirtækjanöfnum. Það er lágmarkskrafa að gæta sanngirni þegar verið er að rýna til gagns. FESK er ekki á móti innflutningi heldur eingöngu á móti innflutningi á vörum sem við Íslendingar erum ekki færir um að framleiða sjálf í sömu gæðum og best gerist og/eða til þess að fylla uppí eftirspurn á ákveðnum vörum sem ekki er skynsamlegt að framleiða sérstaklega. Ólafur þarf því ekki að óttast að Parma skinkan hans verði framleidd á Íslandi enda er ekki hægt að framleiða hana á Íslandi. Parma skinka er frá Parma borg í Emilía-Rómanja héraðinu á Ítalíu og dregur skinkan nafn sitt frá Parmaborg. Nafn hennar er lögverndað. Ólafur hefði líklega geta komist að því ef hann hefði gefið sér tíma til að kynna sér það, t.d. með því að „gúúgla“ það.Sigmar VilhjálmssonTalsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ólafur Arnarson, hagfræðingur og fv. formaður Neytendasamtakanna, setti niður penna á Vísi.is þann 21. ágúst. Greinarstúfur hans bar yfirskriftina „Hver níðist á neytendum?“. Ekki veit ég hver tilgangur þessa skrifa hans var en það er ljóst að hann hafði greinilega engan tíma til að skrifa þessa grein. Í fyrsta lagi er FESK félagasamtök sem stofnuð eru af búgreinafélögum eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda. Það eru því engin fyrirtæki aðilar að FESK. Undirritaður er talsmaður FESK en ekki fyrirtækja. Ef Ólafur hefði gefið sér meiri tíma í greinina og skoðað heimasíðu FESK (www.fesk.is) þá hefði hann kannski geta sparað sér ómakið með þessum greinarstúf. Í öðru lagi þá virðist hann ekki hafa gefið sér tíma til að kynna sér hvaða fyrirtæki og aðilar fengu þessar skaðabætur frá ríkinu vegna ólögmætra útboða á tollkvótum á árunum 2009 – 2013. En þar sem undirritaður hefur kynnt sér málið þá munar ekki um að upplýsa um það hér að málið var rekið af lögmönnum Félags Atvinnurekenda og að þau félög sem fengu langstærstan hluta af þeim skaðabótum eru félög innan þeirra vébanda. Ekkert af þeim fyrirtækjum eru félagsmenn FESK, enda engin fyrirtæki með aðild að FESK. Ólafur Arnarson ætti kannski að gefa sér lengri tíma til að skrifa sínar greinar. Ekki væri verra ef að þær væru stílaðar á rétta aðila og með réttum fyrirtækjanöfnum. Það er lágmarkskrafa að gæta sanngirni þegar verið er að rýna til gagns. FESK er ekki á móti innflutningi heldur eingöngu á móti innflutningi á vörum sem við Íslendingar erum ekki færir um að framleiða sjálf í sömu gæðum og best gerist og/eða til þess að fylla uppí eftirspurn á ákveðnum vörum sem ekki er skynsamlegt að framleiða sérstaklega. Ólafur þarf því ekki að óttast að Parma skinkan hans verði framleidd á Íslandi enda er ekki hægt að framleiða hana á Íslandi. Parma skinka er frá Parma borg í Emilía-Rómanja héraðinu á Ítalíu og dregur skinkan nafn sitt frá Parmaborg. Nafn hennar er lögverndað. Ólafur hefði líklega geta komist að því ef hann hefði gefið sér tíma til að kynna sér það, t.d. með því að „gúúgla“ það.Sigmar VilhjálmssonTalsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun