Gunnar: Mikil gryfja í Tékklandi og það verður erfitt Anton Ingi Leifsson skrifar 1. september 2019 09:00 Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar hefja á morgun leik í Evrópukeppninni í handbolta. FH spilar við Visé í Belgíu en Haukar eiga fyrri leikinn við tékneska liðið Talent Plzen á heimavelli. Deildarmeistara Hauka bíður spennandi verkefni í 1. umferð keppninnar er sterkt lið frá Tékklandi kemur hér í heimsókn. Talent Plzen varð meistari í Tékklandi á síðustu leiktíð. Fyrri leikurinn fer fram í Schenkerhöllinni í dag og verður flautað til leiks klukkan 18.00. „Okkur bíður skemmtilegt verkefni og auðvitað viljum við komast eins langt í Evrópukeppninni og við getum,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í samtali við Arnar Björnsson. En hversu sterkir eru tékknesku meistararnir? „Það er erfitt að bera saman lið á milli landa en það sem ég hef séð á undirbúningstímabilinu og frá því í fyrra þá er þetta sterkt lið.“ „Ég á von á hörkuleik en engu að síður þá tel ég okkur eiga góða möguleika að komast áfram. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun og ná góðu forskoti fyrir leikinn á morgun.“Handboltatímabilið fer formlega af stað á morgun þegar mfl. karla mætir Talent Plzen frá Tékklandi í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Adam spjallaði við HaukarTV eftir æfingu í dag og sagði strákana klára í þetta erfiða verkefni gegn sterku liði Talent. #haukarfélagiðmitt#ehfcuppic.twitter.com/Yv0tVymr69 — Haukar Topphandbolti (@Haukarhandbolti) August 31, 2019 Gunnar segir að í Evrópukeppninni, þar sem er leikið bæði heima og heiman, þurfi að huga að mörgu. „Þú vilt hafa forskot fyrir síðari leikinn. Þeir eru með mikla gryfju þarna í Tékklandi og það verður erfitt. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun.“ „Í fyrsta lagi þurfum við að vinna leikinn og auðvitað að fara sem flest mörk í veganesti til Tékklands.“ Hann segir að leikmannahópurinn sé í góðu standi og er spenntur fyrir leiknum. „Það eru allir heilir og erum búnir að miða okkar undirbúningi að vera klárir í þennan leik. Það er alltaf gaman að taka þátt í þessari Evrópukeppni svo strákarnir eru klárir.“ „Þetta er fyrsti alvöru handaboltaleikurinn á tímabilinu svo ég vona að sem flestir mæti,“ sagði Gunnar að endingu. Innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Sjá meira
Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar hefja á morgun leik í Evrópukeppninni í handbolta. FH spilar við Visé í Belgíu en Haukar eiga fyrri leikinn við tékneska liðið Talent Plzen á heimavelli. Deildarmeistara Hauka bíður spennandi verkefni í 1. umferð keppninnar er sterkt lið frá Tékklandi kemur hér í heimsókn. Talent Plzen varð meistari í Tékklandi á síðustu leiktíð. Fyrri leikurinn fer fram í Schenkerhöllinni í dag og verður flautað til leiks klukkan 18.00. „Okkur bíður skemmtilegt verkefni og auðvitað viljum við komast eins langt í Evrópukeppninni og við getum,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í samtali við Arnar Björnsson. En hversu sterkir eru tékknesku meistararnir? „Það er erfitt að bera saman lið á milli landa en það sem ég hef séð á undirbúningstímabilinu og frá því í fyrra þá er þetta sterkt lið.“ „Ég á von á hörkuleik en engu að síður þá tel ég okkur eiga góða möguleika að komast áfram. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun og ná góðu forskoti fyrir leikinn á morgun.“Handboltatímabilið fer formlega af stað á morgun þegar mfl. karla mætir Talent Plzen frá Tékklandi í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Adam spjallaði við HaukarTV eftir æfingu í dag og sagði strákana klára í þetta erfiða verkefni gegn sterku liði Talent. #haukarfélagiðmitt#ehfcuppic.twitter.com/Yv0tVymr69 — Haukar Topphandbolti (@Haukarhandbolti) August 31, 2019 Gunnar segir að í Evrópukeppninni, þar sem er leikið bæði heima og heiman, þurfi að huga að mörgu. „Þú vilt hafa forskot fyrir síðari leikinn. Þeir eru með mikla gryfju þarna í Tékklandi og það verður erfitt. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun.“ „Í fyrsta lagi þurfum við að vinna leikinn og auðvitað að fara sem flest mörk í veganesti til Tékklands.“ Hann segir að leikmannahópurinn sé í góðu standi og er spenntur fyrir leiknum. „Það eru allir heilir og erum búnir að miða okkar undirbúningi að vera klárir í þennan leik. Það er alltaf gaman að taka þátt í þessari Evrópukeppni svo strákarnir eru klárir.“ „Þetta er fyrsti alvöru handaboltaleikurinn á tímabilinu svo ég vona að sem flestir mæti,“ sagði Gunnar að endingu. Innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Sjá meira