Gunnar: Mikil gryfja í Tékklandi og það verður erfitt Anton Ingi Leifsson skrifar 1. september 2019 09:00 Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar hefja á morgun leik í Evrópukeppninni í handbolta. FH spilar við Visé í Belgíu en Haukar eiga fyrri leikinn við tékneska liðið Talent Plzen á heimavelli. Deildarmeistara Hauka bíður spennandi verkefni í 1. umferð keppninnar er sterkt lið frá Tékklandi kemur hér í heimsókn. Talent Plzen varð meistari í Tékklandi á síðustu leiktíð. Fyrri leikurinn fer fram í Schenkerhöllinni í dag og verður flautað til leiks klukkan 18.00. „Okkur bíður skemmtilegt verkefni og auðvitað viljum við komast eins langt í Evrópukeppninni og við getum,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í samtali við Arnar Björnsson. En hversu sterkir eru tékknesku meistararnir? „Það er erfitt að bera saman lið á milli landa en það sem ég hef séð á undirbúningstímabilinu og frá því í fyrra þá er þetta sterkt lið.“ „Ég á von á hörkuleik en engu að síður þá tel ég okkur eiga góða möguleika að komast áfram. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun og ná góðu forskoti fyrir leikinn á morgun.“Handboltatímabilið fer formlega af stað á morgun þegar mfl. karla mætir Talent Plzen frá Tékklandi í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Adam spjallaði við HaukarTV eftir æfingu í dag og sagði strákana klára í þetta erfiða verkefni gegn sterku liði Talent. #haukarfélagiðmitt#ehfcuppic.twitter.com/Yv0tVymr69 — Haukar Topphandbolti (@Haukarhandbolti) August 31, 2019 Gunnar segir að í Evrópukeppninni, þar sem er leikið bæði heima og heiman, þurfi að huga að mörgu. „Þú vilt hafa forskot fyrir síðari leikinn. Þeir eru með mikla gryfju þarna í Tékklandi og það verður erfitt. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun.“ „Í fyrsta lagi þurfum við að vinna leikinn og auðvitað að fara sem flest mörk í veganesti til Tékklands.“ Hann segir að leikmannahópurinn sé í góðu standi og er spenntur fyrir leiknum. „Það eru allir heilir og erum búnir að miða okkar undirbúningi að vera klárir í þennan leik. Það er alltaf gaman að taka þátt í þessari Evrópukeppni svo strákarnir eru klárir.“ „Þetta er fyrsti alvöru handaboltaleikurinn á tímabilinu svo ég vona að sem flestir mæti,“ sagði Gunnar að endingu. Innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar hefja á morgun leik í Evrópukeppninni í handbolta. FH spilar við Visé í Belgíu en Haukar eiga fyrri leikinn við tékneska liðið Talent Plzen á heimavelli. Deildarmeistara Hauka bíður spennandi verkefni í 1. umferð keppninnar er sterkt lið frá Tékklandi kemur hér í heimsókn. Talent Plzen varð meistari í Tékklandi á síðustu leiktíð. Fyrri leikurinn fer fram í Schenkerhöllinni í dag og verður flautað til leiks klukkan 18.00. „Okkur bíður skemmtilegt verkefni og auðvitað viljum við komast eins langt í Evrópukeppninni og við getum,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í samtali við Arnar Björnsson. En hversu sterkir eru tékknesku meistararnir? „Það er erfitt að bera saman lið á milli landa en það sem ég hef séð á undirbúningstímabilinu og frá því í fyrra þá er þetta sterkt lið.“ „Ég á von á hörkuleik en engu að síður þá tel ég okkur eiga góða möguleika að komast áfram. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun og ná góðu forskoti fyrir leikinn á morgun.“Handboltatímabilið fer formlega af stað á morgun þegar mfl. karla mætir Talent Plzen frá Tékklandi í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Adam spjallaði við HaukarTV eftir æfingu í dag og sagði strákana klára í þetta erfiða verkefni gegn sterku liði Talent. #haukarfélagiðmitt#ehfcuppic.twitter.com/Yv0tVymr69 — Haukar Topphandbolti (@Haukarhandbolti) August 31, 2019 Gunnar segir að í Evrópukeppninni, þar sem er leikið bæði heima og heiman, þurfi að huga að mörgu. „Þú vilt hafa forskot fyrir síðari leikinn. Þeir eru með mikla gryfju þarna í Tékklandi og það verður erfitt. Við þurfum að eiga góðan leik á morgun.“ „Í fyrsta lagi þurfum við að vinna leikinn og auðvitað að fara sem flest mörk í veganesti til Tékklands.“ Hann segir að leikmannahópurinn sé í góðu standi og er spenntur fyrir leiknum. „Það eru allir heilir og erum búnir að miða okkar undirbúningi að vera klárir í þennan leik. Það er alltaf gaman að taka þátt í þessari Evrópukeppni svo strákarnir eru klárir.“ „Þetta er fyrsti alvöru handaboltaleikurinn á tímabilinu svo ég vona að sem flestir mæti,“ sagði Gunnar að endingu. Innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira